Íþróttastarfið hefst 26. ágúst - skráið iðkendur sem fyrst

Íþróttastarfið hefst 26. ágúst - skráið iðkendur sem fyrst

Félagið býður í vetur upp á æfingar í eftirtöldum greinum:

 

Badminton

Fimleika

Blak

Glímu

Borðtennis

Sund

Frjálsar íþróttir

Íþróttaskóla ( 4-5 ára)

 

 

 
Athugið

-  Skrá þarf iðkendur á síðunni ranga.felog.is eða í nóra-appinu. Skráningar þurfa að berast sem allra fyrst því æfingar hefjast á miðvikudag 26. ágúst. Í Nóra-appinu geta forráðamenn líka fylgst með mætingum barna sinna og tilkynnt forföll.

- Þátttaka í íþróttum á vegum Dímonar, haustið 2020, kostar 10.000 kr fram að jólafríi. Skráning í greinar er bindandi fram að jólum og svo frá áramótum til vors. Lögð er áhersla á góða mætingu og hegðun. Iðkendur skulu bíða eftir þjálfara áður en farið er inni í sal og vera í æfingafatnaði (skipta skal um fatnað fyrir og eftir æfingu).

Dímon gæti í undantekningatilvikum þurft að fella niður æfingar. Gerist það verður eftir fremsta megni reynt að koma boðum til skóla og skjóls og upplýsingar settar inn á facebook-síður deilda. Yngri iðkendur sem ekki eru skráðir í skjól eru á ábyrgð foreldra ef æfing fellur niður. Mælt er með því að iðkendur í 1.-4. bekk séu skráðir í skólaskjól þá daga sem þeir eru á æfingum til að eiga athvarf þar milli æfinga og eins ef svo ber undir að æfing fellur niður. Fyrir nemendur á mið- og elsta stigi er félagsmiðstöðin oft opin og nemendur geta nýtt sér hana milli æfinga eða ef æfing fellur niður.

 

              Athugið vel tímasetningar æfinga og skráningar í skólabíla og að ekki næst að hafa allar æfingar innan skólaakstur.

 

Fyrir nánari upplýsingar: Hafið samband gegnum facebook síðu Íþróttafélagsins Dímonar eða netfangið dimonsport@dimonsport.is Minnum einnig á heimasíðu Dímonar dimonsport.is

 

 

 

Deild: