Nánar um greinar

Badminton

Boðið er uppá badminton fyrir 1.-10 bekk.

Æfingar hafa verið 1x í viku í hádeginu á föstudögum kl 12:10-13:00 (ath ekki innan skólaaksturs).

Þjálfari er Ólafur Elí

 

Krakka- og unglingablak

Boðið er uppá krakkablakæfingar fyrir 4.-10. bekk 1x í viku á fimmtudögum kl 15:05- 16:00. Þjálfari er Ólafur Elí

 

Borðtennis

Borðtennisæfingar eru í boði 2x í viku. Önnur æfingin er fyrir 3.-10. Bekk á mánudögum kl 16:00-16:50 (innan skólaaksturs). Hin æfingin er fyrir alla aldurshópa (ath. líka fullorðna) á föstudögum kl 17:00-18:00 (utan skólaaksturs). Þjálfarar eru Ólafur Elí á mánudögum og Reynir Björgvinsson á föstudögum

 

Fimleikar

Fimleikar eru í boði fyrir 1.-5. bekk skv stundatöflu.

1. bekkur er á mánudögum kl 14:05-14:45 og miðvikudögum kl 13:20-14:00

2. bekkur er á mánudögum kl 14:45-15:25 og á miðvikudögum 15:05-16:00

3. bekkur er á mánudögum kl 15:15-15:55 og á miðvikudögum kl 14:05-14:50

4.-5. bekkur er á þriðjudögum kl 15:05-16:00 og miðvikudögum kl 17:00-18:00 (ath æfingar þessa hóps eru utan skólaaksturs)

Ath að fimleikaæfingarnar á mánudögum eru stuttar og á öðru tímaplani en aðrar æfingar. Við biðjum iðkendur að vera meðvitaðir um þetta og extra mikilvægt er að mæta á réttum tíma, tilbúin að byrja æfingu.

Þjálfarar í vetur verða nokkrir. Ásdís Rut mun verða á flestum æfingunum og með henni eru Rebekka Rut, Þóra Valdís, Sara Lind og Martina auk þess sem Angelía Fjóla mun taka þátt í að skipuleggja starfið og samstarf verður við fimleikaþjálfara Heklu. Ekki er boðið upp á fimleika hér fyrir eldri iðkendur en Dímon mun eins og í fyrra niðurgreiða æfingagjöld þeirra iðkenda sem velja að æfa hjá Heklu á Hellu um 5000 kr á iðkanda.

 

Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir hafa verið  í boði fyrir 1.-10. bekk í aldursskiptum hópum:

1.-2. bekk er á mánudögum kl 13:20-14:00 og sameiginleg æfing fyrir 1.-4. bekk á miðvikudögum kl 15:05-16:00

3.-4. bekkur er á mánudögum kl 15:05-16:00 og sameiginleg æfing fyrir 1.-4. bekk á miðvikudögum kl 15:05-16:00

5.-10. bekkur er á mánudögum kl 16:00-16:50 og miðvikudögum kl 16:00-16:50 (úti- og/eða styrktaræfing (innan skólaaksturs) og áframhaldandi æfing í íþróttasal frá kl 17:00-18:00 (utan skólaakstur en iðkendur sem hafa tök á endregið hvattir til að mæta á þessa æfingu líka, farið verður í mikilvæg tækniatriði).

Þjálfarar eru Ásþór og Gulli

 

Glíma

Glímuæfingar eru í boði fyrir 4.-10. bekk 1x í viku á miðvikudögum kl 16:00-16:50 (innan skólaaksturs)

Þjálfari er Ólafur Elí

 

Sund

Sundæfingar Dímonar fyrir 1.-10. bekk eru í Sundlauginni á Hvolsvelli á mánudögum og fimmtudögum í aldursskiptum hópum (innan skólaaksturs):

1. bekkur er1x í viku á fimmtudögum 13:20-14:00

2. bekkur er 1x í viku á mánudögum kl 13:20-14:00

3.-4. bekkur er 2x í viku á mánudögum kl 14:05-14:50 og fimmtudögum kl 14:05-14:50

5.-10. bekkur er 2x í viku á mánudögum kl 15:05-16:00 og fimmtudögum kl 15:05-16:00

Þjálfarar eru Lárus Viðar og Tinna

 

Íþróttaskóli fyrir 4 – 5 ára

Íþróttaskólinn verður áfram á mánudögum kl 17-18 og byrjar í september – nánar auglýst í leikskólanum og á facebook.

Umsjón hafa Ólafur Elí og Ásdís Rut.