Stjórnarfundur 4. mars 2020

Stjórnarfundur 04.mars 2020 kl 20:30

Mættir eru Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Eyrún María Guðmundsdóttir, Christiane Bahner og Inga Birna Baldursdóttir.

Fréttir frá deildum

Frjálsar

Meistaramót fyrir 11-14 ára sem átti að vera 14-16. febrúar var frestað vegna veðurs og er ný dagssetning 14-15. mars og verður það haldið í Hafnarfirði.  Héaðsleikar HSK 10 ára og yngri verður haldið á Hellu 22.mars.  Æfingar halda áfram samkvæmt töflu nema næsta mánudag 9.mars sem mun falla niður vegna verkfalls.

Glíma

Áætlað er að halda Héraðsmót 21.mars en er verið að reyna að breyta þeirri dagssetningu vegna ferða elstu bekkingja skólanna á Samfés sama dag.  4.apríl er áætlað að verði Grunnskólamót Íslands á Reyðarfirði en það er búið að ákveða að enginn frá félaginu fari á það mót.

Badminton

Það er á dagsskrá að mót á vegum HSK verði haldið annaðhvort á Þorlákshöfn eða í Hveragerði í apríl. 

Blak

Áætlað er að vera með æfingarbúðir fyrir krakkana í apríl, jafnvel á Laugarvatni.  En ekki er búið að taka endanlega ákvörðun.

Borðtennis

Stefnt er á að fara með hóp frá félaginu á Unglingamót í lok mars í Reykjavík.  Tveir fóru frá félginu á Íslandsmót fullorðinna.  Voru það Óli Guðmar og Guðrún Margrét og gekk þeim ágætlega.

Ákveðið var á fundinum að fella allar æfingar niður hjá félaginu vegna verkfalla dagana 9. og 10. mars.  Muna að koma með þá tilkynningu á síðu félagsins í tíma.

Rætt var á fundinum að á þessu ári þurfi að skila inn fyrirmyndarskýrslu og þurfum við að gera hana í tíma.  Einnig var rætt að athuga þurfi með hvort að samningurinn við sveitarfélagið renni út á þessu ári og þá hvenær. 

Fundi slitið 22:00

Dagsetning: 
Wednesday, March 4, 2020
Deild: