Stjórnarfundur 02. júní 2020

Stjórnarfundur 02. júní 2020

Mættir eru  Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Oddný Steina Valsdóttir, Christiane Bahner, Eyrún María Guðmundsdóttir, María Rós Einarsdóttir, Bóel Anna Þórisdóttir og Inga Birna Baldursdóttir.

Ákveðið var á fundinum að tillaga okkar með íþróttamann ársins 2019 væri Lucile Delfoss sem hefur verið með lykilmönnum félagsins í blakliði kvenna.  Þessi tillaga verður send frá okkur til Ólafs Örns Oddsonar  í vikunni.

Í sumar hefur verið unnið að endurbótum á frjálsíþróttaaðstöðinni á íþróttavellinum og hafa þar starfsmenn og ungmennin frá áhaldahúsinu verið að verki og eiga þau hrós skilið.  Svo mun unglingarvinnan bætast við fljótlega svo nú er tækifæri til að laga allt sem þarf að laga.

Meðal þess sem hefur verið lagað er til dæmis langstökksgryfjurnar sem voru alveg byggðar upp og hlaupabrautin hefur verið tætt og snyrt.  Einnig er áætlað að endurnýja kúluvarps aðstöðina.

Rætt var um að það þurfi að fá segl yfir hástökksdýnuna úti til að hlífa henni fyrir veðri og vindum.  Ólafur Elí ætlar að athuga hjá Seglagerðinni hver kostnaðurinn gæti orðið.

Fréttir frá deildum

Frjálsar

Sumaræfingar hafnar, þjálfari Ástþór Jón Ragnheiðarson 1-3 bekkur mán, og miðvikudögum frá 12 til 12:45 og 4 bekkur og eldri frá 12:45 til 13:45

Sveitarfélagið og Dímon hafa pantað 50m af tartani og áhaldahúsið hefur unnið að því að koma vellinum í ásættanlegt ástand. Frjálsíþróttadeildin keypti kastáhöld, spjót, kúlur og kringlur, áætlað að kaupa fleiri léttar grindur og startblokkir.

Mót framundan HSK aldursflokkamót 11-14 ára og héraðsleikar 10 ára og yngri í Þorlákshöfn 14 júní ATH Dímon þarf að skaffa 3 starfsmenn á mótið. 

Vormót HSK 9 júní ATH Dímon þarf að skaffa 1 starfsmann á mótið.

 

Blak

Áætlað er að fara með 2 lið á Íslandsmótið

 

Glíma og Badminton eru komin í sumarfrí

 

Sund

Áæltað er að hafa sundnámskeið fyrir elstu nemendur leikskólans 8.júní í eina viku.  Aldursflokkamót HSK var haldið í Þorlákshöfn 27.maí en enginn frá félaginu fór á það mót.  Næsta mót er Héraðsmótið í sundi og verður það 4.júní í Hveragerði.  Ekki er vitað hvort einhverjir frá félaginu sé að fara á það mót.

 

Rætt var um að reyna að láta samfellutöflu halda sér fyrir komandi starf í hausts og hefur Ólafur Örn Oddsson tekið jákvætt í það.

Rætt var um þjálfaramál fyrir komandi starf í haust og er vonast eftir því að Ástþór Jón Ragnheiðarson sé tilbúinn að taka að sér að þjálfa Frjálsar áfram hjá okkur.   En ef þátttakendur eru fleirri en 15 vill hann fá til sín aðstoðarmann.  Þurfum einnig að athuga hvort hægt væri að fá einhvern til að þjálfa körfubolta fyrir félagið. 

Rætt var um að senda út auglýsingu þar sem við auglýsum eftir manni í hlutastarf sem gæti þá verið aðstoðarmaður allra deilda.

 

Fleira ekki rætt

Fundi slitið 23:00

 

Dagsetning: 
Sunday, January 31, 2021
Deild: