Stjórnarfundur, nóvember 2021

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar

Haldinn í Hvolnum 6. okt 2021 kl. 20:30

Mættir voru Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Sigurður Kristján Jensson, Bóel Anna Þórisdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir og María Rósa

Fréttir deilda:

Fimleikadeild: Starfið fór af stað í haust með sama sniði og síðustu ár, æfingaferð var farin í haust í Þorlákshöfn fyrir alla iðkendur. Nokkrar stelpur æfa á Hellu sem eru í 7, 8 og 9 bekk. Ekki áform um nein mót fyrir áramótin en stendur til að halda jólasýningu hér í íþróttahúsinu fyrir jólin. 

Blakdeild: Við mættum með 3 kvennalið í fyrri umferð Héraðsmótsins í blaki sem við sáum um 28.okt á Hellu.  Liðunum okkar gekk vel en engin úrslit verða fyrr en eftir seinni umferð sem verður haldin í mars. Við fórum svo með 2 lið á Íslandsmót um síðustu helgi 6-7 nóv.

A-liðið fór á Húsavík og spilaði í 3.deild og erum við í 3.sæti en liðin fyrir okkur eru búin að spila 6 leiki en við 5 svo við stöndum mjög vel að vígi. 

B-liðið fór til HK og spilaði 4.deild og gekk ágætlega og er um miðja deild.

Frjálsíþróttadeild: Æfingar ganga vel, stefnt að bjóða upp á að fara á Stórmót ÍR 20 nóv ef það er hægt vegna covid.

Góð mæting á auka æfingu sem var haldin á Slefossi í október og stefnt á það áfram ef mögulegt v. covid. En vegna aðstöðu er það algjörlega nauðsynlegt fyrir krakka sem stefna á mót frá 11 ára að geta æft við betri aðstöðu og komast í að stökkva Hástökk, langstökk, þrístökk og stangarstökk.

Borðtennisdeild: Borðtennisæfingar hafa gengið vel. Fín mæting er á æfingar; um 20 - 25 á mánudögum í samfellunni og um 10 - 12 á föstudögum.

Umferð deildarkeppnar 3.deildar BTÍ var haldin á Hvolsvelli núna 17. október undir umsjá Dímonar og gekk vel. Lið Dímonar vann alla sína leiki í þessari umferð. Næsta umferð svo væntanleg um næstu helgi með fyrirvara vegna Covid stöðu.

Dímon mun halda HSK mót núna 20. Nóvember á Hvolsvelli.

Glímudeild: Við í glímudeild æfum einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 16.00-17.00. Æfingar vel sóttar.  Blöndum saman æfingum og leikjum. Ekki hefur verið rætt um héraðsmót á næstunni. Óli Elí sér um æfingar

Badminton: Æfingar einu sinni í viku, þ.e. á föstudögum kl. 12.10 - 13.00. Æfingar vel sóttar.  Yfirleitt allir vellir í notkun og 4 inni á hverjum velli. Ekki heyrt af hsk móti a næstunni.

Blak:  í krakkablakinu erum við með hefðbundnar æfingar einu sinni í viku á fimmtudögum. Æfingar eru yfirleitt vel sóttar og æft á 3-4 völlum í senn. Þórunn Óskarsd. og Ólafur Elí sjá um eldri hóp og Sigurður Kristján Jensson um þá yngri.

Körfuboltadeild: Farinn var ferð til Ísafjarðar með 10 flokk DGH á Íslandsmót, spilaður einn leikur gist eina nótt. Farið var til Grindavíkur á Íslandsmót fyrir 10 ára og yngri fjórir leikir spilaðir. Núna æfa strákarnir í 10 flokk á Hellu með strákum þaðan. Stelpur í 10 flokk æfa á Hvolsvelli. Deildin fór í dósasöfnun sem gekk mjög vel. Búið er að fá stoppklukku lánaða en verið er að vinna að því að fá styrk til að geta keypt klukku.

Rafíþróttir: Þjálfaranámskeið í upphafi október sem gekk ljómandi vel þar sem hann Aron, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambandsins kom til okkar og hélt það í okkar aðstöðu. Úlli í Valhalla, góður nágranni og vinur sá okkur fyrir kaffi yfir daginn og svo kvöldmat eftir námskeiðið. Um kvöldið var svo foreldrafræðsla í Hvolnum. 

Verið er að ganga frá ljósleiðaramálum hjá okkur fyrir öflugra internet. Náðum að gera samning við Mílu og þau styrkja okkur um framkvæmdina og er þetta okkur því að kostnaðarlausu. Í staðinn fær Míla að auglýsa framlag sitt og við líka svo það er bara jákvæð auglýsing fyrir okkur. Krónan samþykti einnig að styrkja okkur um 200.000kr upp í tækjakaup. Við erum því að bæta við hörðum diskum í tölvurnar fyrir aukið vinnsluminni. Öflugra internet og stærri harðir diskar er eitthvað sem við áttum ekkert endilega von á að geta komist í strax en með góðum stuðningi þá er það auðvitað frábært og gerir okkur kleyft að bjóða upp á öflugri og fjölbreyttari æfingar en ella. 

Gangbrautamálin eru komin á fullt skrið sem er ekkert nema jákvætt. :)Það vann með okkur að fá féló sem nágranna. 

Stefnan er tekin á keflasöfnun næstu helgi, og okkur telst svo til að það verði líklegast sú síðasta þetta árið. Ættum þá að vera búin að taka alla bæi ef allt gengur að óskum. 

UMFÍ eru að vinna að því að búa til kort sem sýnir hvar er boðið upp á rafíþróttir og hjá hvaða íþróttafélögum. Skemmtilega óvænt og ánægjulegt verkefni. Það verður gaman að sjá svo þetta kort til að geta aukið samstarf og mót og þess háttar milli deilda. 

Æfingar eru almennt að ganga vel hjá okkur. Við höfum ekki heyrt neitt frá okkur iðkendum og foreldrum nema að fólk sé ánægt. Við ætlum fljótlega að senda póst á foreldra og óska þó eftir að fólk komi með ábendingar ef því finnist eitthvað betur mega fara Sigmar Valur sér um æfingar á Mánudögum og Þriðjudögum. Axel Edílon sér um finger á Miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Veigar sér svo um fyrsta tíman á Fimmtudögum þar sem Axel er að klára í féló þá. Veigar og Vignir Sigurjóns, hafa svo verið að hlaupa í skarðið.

Ólafur Örn hafði einnig samband við okkur varðandi Landsmót Samfés sem á að halda hérna á Hvolsvelli næstu helgi. En hugmyndin er þá að vera með smiðjur og langar honum að vera með smiðju í rafíþróttadeildinni á laugardeginum sem hann Arnar Hólm frá Rafíþróttasamtökunum myndi stjórna.

Önnur mál

Gólfið í íþróttahúsinu. Þjálfarar og iðkendur á því að gólfið hafi mikið lagast og sé allt annað eftir að farið var að þrífa gólfið oftar. Þrifa plani í íþróttamiðstöð var breytt og er gólfið nú þrifið oftar í viku.  Gólfið er samt sem áður orðið sprungið og gamalt en ekki þykir þörf á því að setja nýtt gólf strax, mætti athuga hvort ekki sé hægt að laga skemmdirnar. Ákveðið að Arna skoði þau mál.

Kjaranefndin hélt fund til að ræða hvað greiða eigi þjálfurum fyrir mót og ferðir og hefur eftirfarandi tillögu: fyrir Íslandsmót og HSK mót er greitt skv. taxta viđkomandi þjálfara fyrir þann tíma sem hann er viđstaddur á mótinu sem þjálfari. Þetta gildir líka ef mótiđ er hér heima og ef æfingar eru haldnar annars stađar. Einnig er greitt km-gjald (ríkistaxti) fyrir akstur á stađinn. Ef þjálfari starfar viđ undirbúning móts eđa frágang eftir móti sem haldiđ er heima eđa sér um gæslu utan mótstíma annars stađar, þá greiđist lágmarkstaxti fyrir þann tíma. Heill dagur reiknist sem 8 tímar sem er hámark. Almennt er gert ráđ fyrir ađ foreldri fylgi iđkendum í lengri ferđum ef þörf er á gæslu utan mótstíma. Fyrir önnur mót eða æfingar er samið hverju sinni við stjórn.

Tillaga kjaranefndar samþykkt samhljóða

 

Fyrirmyndarskýrslan rædd en staðan nokkuð góð, flest er að verða komið en nokkur atriði sem þarf að klára td. athuga þarf hvort virkja eigi foreldraráð en gerð er krafa um það í fyrirmyndarfélagi, Sigurður ætlar að skoða það nánar. EInnig vantar fulltrúa ungmenna 16 – 20 ára í stjórn félagsins ákveðið að athuga það fyrir næsta aðalfund félagsins. Jafnréttisáætlun þarf að samþykkja hún er tilbúin og persónuverndarstefna er líka tilbúin og það þarf að samþykkja hana. Fara þarf yfir starfið undanfarin ár auk þess þarf að skrá eignir félagsins. Ákveðið að stjórnin fundi og fari yfir þessi mál, Sigurður boðar stjórn á fund. 

Búninganefndin hefur fundað og ákveðið að fara til Reykjavíkur og skoða búninga, ákveðið að þeir komi með tillögu fyrir næsta fund. 

Tölfræði um iðkendur hjá Dímon 

Iðkendur eftir greinum:

 

Badminton

27

Blak

30

Borðtennis

22

Fimleikar

38

Frjálsar

32

Útihlaup og styrkur

9

Glíma

19

Körfubolti

58

Rafíþróttir

55

Sund

58

Samtals

348

 

 

Fjöldi iðkenda á grunnskólaaldri:

 

Samtals

157

1 íþróttagrein

43

2 íþróttagreinar

58

3 íþróttagreinar

39

4 íþróttagreinar

13

5 íþróttagreinar

4

 

 

Rafíþróttir:

 

af þeim 55 sem eru í rafíþróttum eru 10 sem æfa enga aðra íþrótt hjá Dímon, þar af 5 í 7.-8. bekk og 4 í 9.-10. bekk. 

 

 

Fjöldi iðkenda eftir aldri:

 

6 ára

15

7 ára

26

8 ára

19

9 ára

16

10 ára

18

11 ára

18

12 ára

10

13 ára

13

14 ára

15

15 ára

7

 

Gjaldkeri ætlar að yfirfara skráningar í samvinnu við þjálfara. 

Rætt var hvað sé grunnbúnaður íþróttahúss, ákveðið að skoða það fyrir næsta fund.

Fundi slitið kl 22:30

Dagsetning: 
Monday, November 1, 2021