Stjórnarfundur, desember 2021

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar

Haldinn í Hvolnum 15.12. 2021 kl. 20:30

Mættir voru Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Sigurður Kristján Jensson, Eyrún María Guðmundsdóttir og Arnheiður Dögg Einarsdóttir var í síma undir liðnum önnur mál

 

Fréttir deilda:

Frjálsíþróttadeild: Æfingar í nóvember hafa fallið töluvert niður vegna veikinda eins og gengur og gerist á þessum síðustu og verstu.

Stærri mót sem áttu að vera í nóvember og desember var frestað vegna covid en stefnt á mót og æfingar eftir áramót og stefnt á að fara á æfingar á Selfossi við tækifæri. Stax eftir áramót er stefnt á HSK mót og Meistaramót

 

Körfubolti: Héldum lokahóf í körfunni og buðum 1-6 bekk Garp í heimsókn spiluðum nokkra leiki og fórum svo í pizzaveislu eftir það kostnaður var ca 1000 kr per barn

Fórum líka með 7-10 bekk í heimsókn á Laugaland spiluðum leik og fengum líka pizzu sami kostnaður.

Samtals 42 börn spiluðu og gékk þetta ótrúlega vel.

10.flokkur stúlkna gengur vel þar eru ca 8 stelpur að mæta og er ég að peppa önnur lið í sýslunni að prufa stúlknaæfingar.

Gömlu körfukempunar ætla á næstunni að leggja fram 100 þús og senda bréf á Rangárþing eystri og ytri og skora á þau að leggja sömu upphæð til kaupa á skotklukku til minningar um Ólöfu Bjarnadóttir.

Hef ekki pantað leðurbolta fyrir stelpurnar enn þá því mig langar auðvitað að þær allar hafi alveg eins bolta (þessir boltar nýtast líka fyrir 7-8 bekk) stk kostar 8460. Einnig á ég von á að Hvolsskóli kaupi stærð 4. sem eru ótrúlega fínir boltar fyrir yngstu krakkana

Leiðindarmál kom upp í kringum leik sem átti að fara fram 5.des í Garðabæ. Almenningssamgöngur lágu niðri og var fólki ráðlagt að vera ekki á ferð. Ég tók þá ákvörðun að fara ekki og hafði verið í sambandi við Stjörnuna og var það ekki vandamál á þeirra hálfu. KKÍ tók hinsvegar ekki vel í þetta og dæmdi leikinn 20-0 okkur í óhag. Það er aukaatriði útkoman á leiknum en heldur finnst mér algjörlega fáránlegt að þau ætlist til að maður fari af stað í svona veðri og það með börn og má geta að björgunarsveitir voru kallaðar út til að bjarga fólki á Hellisheiðinni. Ég mun halda áfram að krefjast svara í sambandi við þetta hjá KKÍ.

Garpur ætlar að skrá sameiginlegt lið til keppnis í 8.flokk drengja sem er helgarmót stefnan er að Aníta myndi stjórna því liði.

Okkur langar að prufa að hafa æfingar um helgar eftir áramót (þó ekki fastar á flokka heldur breytilegar) ásamt að ég hef sagt við eldri krakka að ég sé til í að sitja yfir þeim í íþróttahúsinu ef þeim langar í körfu á milli jóla og nýárs.

 

Rafíþróttadeild: Önnin hjá okkur í Rafíþróttadeildinni hefur gengið alveg ljómandi vel. Við höfum verið alveg laus við allar uppákomur og vitum við ekki betur en að öllum hafi liðið vel hjá okkur á æfingum, bæði iðkendur og þjálfarar. Þessa dagana erum við að skipuleggja næstu önn með tilliti til hvað betur má fara miðað við þessa fyrstu önn okkar til að efla starfið enn frekar. Við sendum frá okkur tölvupóst á alla foreldra iðkenda til að fá athugasemdir eða hugmyndir af einhverju sem væri ábótavant hjá okkur til að hafa í huga fyrir næstu önn en enginn hefur komið með slíkar athugasemdir svo við vonum að það sé merki um það að allir séu glaðir og ánægðir með starfið. 

Við stefnum á námskeið hjá okkur dagana 20. 21. og 22. desember ef næg þátttaka fæst. Við erum þessa dagana að setja það saman og er það bæði hugsað sem afþreying og auka námskeið sem og undirbúningur fyrir okkur fyrir næstu önn. 

Ungmennahús er í fullum gangi hjá okkur þar sem aðstaðan okkar er full setin annan hvern föstudag. Þeir sem hafa verið að mæta hafa nú búið til tvö lið og hafa veirð að keppa í Deildinni Almenni í Valorant.
Annað liðið heitir Dímon og síðast þegar ég vissi voru þeir í 5. sæti í allri deildinni enn mótið var þó enn yfirstandandi þá. Annars hlökkum við mikið til næstu annar og áframhaldandi eflingu deildarinnar.

 

Blakdeild: Æfingar í fullum gangi hjá kvennablakinu og það verður ekkert jólafrí nema á Þorláksmessu en það er orðið stutt í næsta verkefni sem er Íslandsmót 3. og 4. deildir sem er áætlað 8-9 janúar og eru bæði lið í Reykjavík að þessu sinni.

 

Borðtennis: Æfingar hafa gengið mjög vel og góð þátttaka.

Mikil og góð stemming á HSK mótinu sem við héldum og unnum. 

Enduðum starfið fyrir jól sl föstudag á Pizzaveislu.

 

Krakkablak: Við í krakkablakinu erum með hefðbundnar æfingar einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 15:00 til 16:00 Æfingar eru yfirleitt vel sóttar og æft á 3-4 völlum í senn.

Þórunn Óskarsd. og Óli Elí sjá um eldri hóp og Sigurður Kristján Jensson um þá yngri.

Ekki heyrt af mótum á næstunni. Gunnlaugur Friðberg Margrétarson leysti Ólaf Elí af í tvö skipti

 

Badminton: Við hjá badminton hópnum æfum einu sinni í viku, þ.e. á föstudögum kl. 12.10 - 13.00

Æfingar vel sóttar. Tókum þátt í unglingamóti HSK í Þorlákshöfn 4. des. 7 keppendur tóku þátt frá dímon. Lentum í 2 sæti á mótinu. Stoppuðum svo á heimleiðinni og krökkunum gefinn kjulli og franskar í KFC Selfossi.

 

Glímudeild: Við í glímudeild æfum einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 16.00-17.00.

Mæting þokkaleg og gleði á æfingum. Höfum ekki heyrt af mótahaldi á næstunni.

 

Önnur mál:

Rætt um peningamál, Rukka á inn félagsgjöld Dímonar eftir áramót 18 ára og eldri, en þau eru rukkuð annaðhvert ár fyrir tvö ár í senn. 

Rætt um rekstur félagsins, æfingum hefur fjölgað og þjálfaralaun hækkað svo útgjöld eru orðin meiri skoða þarf hvernig hægt er að auka tekjurnar skoða á hvort hækka þurfi æfingagjöldin. 

Ákveðið var að halda starfmanni fram að aðalfundi eða út febrúar.

Heimasíðuna þarf að uppfæra þar sem kerfið er að úreltast, verið er að gera prufur á nýrri heimasíðu í wordpress.

Sigurður er ekki mikið í íþróttahúsinu utan æfingatíma enda er aðstaðan alls ekki til staðar þó okkur hafi boðist kompan. Hefur unnið heima.

Vantar að virkja deildir til að koma lífi í FB hjá okkur. senda upplýsingar um mót og þessháttar.

Rætt var hvernig á að skrá iðkendur eftir áramót í þær íþróttagreinar sem þeir ætla að stunda.

Rætt um Sportabler að það sé að taka við af Nora kerfinu. 

 

Fundi slitið kl 22:40

Dagsetning: 
Thursday, December 16, 2021