Stjórnarfundur, Ágúst 2022

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar 

Haldinn í Gunnarshólma mánudagskvöld 22.8.2022 kl 19.30

Mættir Ólafur Elí, Christiane Bhaner, Oddný Steina Valsdóttir, Sigurður Kristján Jensson og Esther Sigurpálsdóttir

Fréttir deilda 

Blakdeild, æfingar í kvennablaki byrjuðu 15.ágúst. Þjálfarar hjá okkur í vetur eru Inga Heiðars og Guðný Rut Guðnadóttir. Æfingar eru á Hvolsvelli á mánudögum frá 18.30-20-30 og á Hellu á fimmtudögum á sama tíma.

Íslandsmót kvenna veturinn 2022-2023

12-13 nóv 2.deild Völsungur

12-13 nóv 4.deild HK

14-15 jan 2.deild Fylkir

14-15 jan 4.deild Afrueelding

17-19 mars Þróttur RVK

17-19 mars Þróttur RVK

Fimleikadeild, ekki verður boðið upp á fimleika fram að áramótum þar sem ekki hefur fengist þjálfari. 

Glíma, stefnt er að því að kaupa glímuskó og belti og svo þarf að breyta gömlu beltunum sem félagið á.

Frjálsaríþróttir, Rætt var um samstarf við Selfoss með æfingar en tveir iðkendur hafa verið að æfa á Selfossi, verður skoðað nánar síðar. Hástökksráin sem Dímon á er ónýt og það þarf að endurnýja hana. 

Stjórn Dímonar

Fundartími, ákveðið var að fundir verði fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl 19. Formenn deilda funda með stjórn kl 19 – 19.30 Stjórn fundar svo í framhaldi. Formenn deilda eða staðgengill hans er hvattur til að mæta á fundin og senda fyrir fund samantekt úr starfinu á ritara.

Samfellan, Sigurður er búinn að vera að vinna að stundaskrá fyrir æfingar vetrarins og er hún tilbúin af okkar hálfu. Samfellan verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. 

Ringó verður í boði í vetur á föstudagum kl. 19.30 fyrir 16 ára og eldri 

Ákveðið var að lista upp það sem þarf, fyrir veturinn, af búnaði fyrir íþróttirnar í íþróttahúsinu. Vinna listan með deildum Dímonar, Esther hefur samband við formenn deilda og Ólafur Elí og Sigurður fara yfir stöðuna í íþróttahúsinu. Listinn verður klár fyrir næsta fund.

Íþróttavöllurinn, rætt var hversu slæmt ástandið er á vellinum en lítil sem engin umhirða er á íþróttasvæðinu öllu. Ákveðið að senda inn formlegt erindi til sveitarstjórnar varðandi umhirðu og uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Fjárhagur félagsins, Samkvæmt uppfærðri fjárhagsáætlun verður félagið rekið með milljónkrónu tapi, en það gefur auga leið að ekki er hægt að reka félagið áfram með þessum hætti. Laun hafa hækkað mikið undanfarið og eins er starfsemi félagsins síflellt að verða meiri. Í komandi samningagerð við sveitarfélagið þarf að horfa til afkomu félagsins auk þess þarf að skoða hvort hækka þurfi æfingagjöld. 

Styrkir, ákveðið að hafa augun opin og vera duglegri við að sækja um styrkji vegna ýmissa verkefna og hvetja deildir félagsins til að gera slíkt hið sama.

Dósasöfnun, endurskoða þarf skipulagið fyrir dósasöfnunina þar sem deildunum hefur fjölgað. Ákveðið að hver deild fái einn mánuð en það eru þá 8 mánuðir og þá verða 4 mánuðum skipt með deildunum þannig að tvær deildir fá 1 mánuð saman. Sigurður setur upp nýtt plan og setur inn á heimasíðuna.

Dósakassi, komin er nýr dósakassi á gámasvæðinu sem þarf að auglýsa. En skoða á hvort ekki sé hægt að fá nýjan gám til að hafa við N1 en gámurinn sem þar er er orðin ónýtur. Ákveðið að athuga hvort hægt sé að fá styrk. Skoða á málið fyrir næsta fund.

 

Fundi slitið kl. 21.30

Dagsetning: 
Tuesday, November 1, 2022