Stjórnarfundur, janúar 2023

Janúar fundur íþróttafélagsins Dímonar Haldinn í Hvolnum þriðjudag 10.01.2023 kl 19.00

Mættir Ólafur Elí Magnússon, Oddný Steina Valsdóttir, Sigurður Kristján Jensson, Esther Sigurpálsdóttir, Christiane Bhaner og María Rósa Einarsdóttir.

Blakdeild: Næsta verkefni hjá kvennablakinu er Íslandsmót um næstu helgi 13-15. Jan 2.deildin spilast hjá Fylki Reykjavík og 4.deild spilast hjá Aftureldingu Mosefellsbæ. Þar sem það var svo stutt í þessa umferð fengum við ekkert jólafrí. Formaður blakdeildar bar fram erindi fyrir hönd meistarflokk kvenna í blaki um styrk fyrir starfið, en unnið er mikið og gott starf í deildinni. Erindið verður tekið til athugunar hjá stjórn.

Körfuboltadeild: Yngri flokka mót 28. janúar á Hellu. Skráning er heldur minni en fyrir áramót en er góð samt, á eftir að fara yfir skráningar.

Frjálsar: Æfingar í frjálsum eru byrjaðar eftir jólafrí og er góð mæting. Dímon keppti á Aldursflokkamóti HSK 8 janúar með 10 keppendur og vann 10 HSK meistara, 11 silfurverlaun og 11 brons. Auk þess vann Dímon stigakeppni í 11 ára flokki og 13 ára flokki, 2 af 4 flokkum og varð í öðru sæti yfir stigakeppninni, nú er keppnistímabilið hafið og verður keppt út mars á ýmsum mótum.

Blak: Æfingar hafnar, mæting góð. Glíma: Æfingar komnar í gang, mæting góð.

Badminton: Æfingar hafnar, mæting góð allir vellir uppi en þeir eru 7.

Stjórn Dímonar Formaður ræddi við fulltrúa Sláturfélagsins, í sambandi við styrkveitingar og húsnæðiskost rafíþróttadeildarinnar. Umræður enn í gangi.

Ákveðið að halda fundi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl 19.15

Æfingar hjá deildum Dímons falla niður dagana á undan Þorrblótinu sem haldið verður í íþróttahúsinu 28. Janúar. Haldið var jólaringómót í samvinnu við ungmennaráðið. Fimm lið kepptu, hörku keppni sem heppnaðist vel.

Íþróttaskólinn stefnir á að byrja 18. Janúar fyrir börn sem fædd eru 2017, 2018 og 2019.

Stjórn Dímonar tók erindi meistaraflokks blakdeildar fyrir og tók ákvörðun um að ræða erindið í samhengi við endurskoðun samninga Dímonar við Sveitarfélagið. Nú eiga deildir að vera að vinna að sýnum ársreikningum og halda aðalfundi sinna deilda það þarf að vera búið ekki seinna en í lok janúar. Aðalfundur Dímonar verður haldinn seinnipartinn í febrúar.

Fundi slitið kl. 20:30

Dagsetning: 
Thursday, February 9, 2023