Stjórnarfundur, febrúar 2023

Febrúar fundur íþróttafélagsins Dímonar 

Haldinn í Hvolnum miðvikudag 01.02.2023 kl 19.00

Mættir Ólafur Elí, Sigurður Kristján Jensson, Eyrún María Guðmundsdóttir, Christiane Bahner og Esther Sigurpálsdóttir

Fréttir deilda

Frjálsar: HSK mót 11 – 14 ára unnum tvo flokka af fjórum flokkum vorum með keppendur í þrem flokkum samtals 10 keppendur. Meistaramót 15 til 22 ára þar setti Ívar Ylur mótsmet og HSK met í grind fyrir 15 ára. Næst á dagskrá er meistaramót 11 – 14 ára í Laugardalnum 11 – 12 feb. skráning á mótið er hafið. 

Kvennablakið: Það helsta af kvennablakinu er að 2.umferð í Íslandsmóti var spiluð helgina 13-15 jan. 2.deildar liðið er eftir hana í 9. sæti og 4.deildarliðið í 10.sæti.

Nú tekur við að spila loka umferð sem er þannig að neðri liðin sex spila um 7-12 sæti og þú tekur ekki með þér stig úr fyrri umferðum í þessa loka umferð. Og verður þetta því barátta hjá báðum liðum að halda sér uppi en 3 lið falla. 

2.deild verður spiluð á Húsavík 17-19 mars og 4.deildin í Reykjavík sömu helgi.

Blakkona HSK verður úr okkar röðum hún Ingibjörg Heiðarsdóttir. Aðalfundur deildarinnar verður fimmtudaginn 16.feb kl 20.30 í Kanslaranum Hellu.

Körfubolti:  KKD Dímon hélt mót síðustu helgi 28.janúar sem bar heitið Lava mótið. 17 lið tóku þátt og voru hátt í 100 iðkendur samtals í þeim liðum. DGH á 6 leiki eftir í deildinni og á en mikla möguleika á að komast í úrslitakeppnina. 

Blak: Æfingar á fullu, góð mæting

Glíma: Æfingar í gangi, mæting fín

Badmington: Æfingar í gangi, fullt hús spilað á 7 völlum

Borðtennis: stefnt er að því að halda aðalfund 8. febrúar kl 19.30, 20 krakkar mæta á æfingar en mörg hver mjög ung, verið er að vinna í að fá fleiri inn til að aðstoða við þjálfun á föstudögum.

Stjórn Dímonar

Sigurður formaður Dímonar ræddi við fimleikadeildina okkar til að setja sig í samband við fimleikadeildina á Hellu og athuga hvort hægt sé að vinna saman eða fá þjálfara til okkar.

Aðalfundur Dímonar verður haldin sunnudaginn 12. mars kl: 15 

Reikningar aðalstjórnar eru klárir fyrir skoðununarmenn reikninga

 

    

 

Dagsetning: 
Saturday, March 11, 2023