Stjórnarfundur 7. nóvember 2017

Stjórnarfundur Dímonar 7. nóvember 2017

Mætt eru Gina, Helga Guðrún, Kristín, Ásta Laufey, María Rósa, Óli Elí og Arnheiður

Blakdeild:

María Rósa fer yfir fréttir frá Blakdeild

Glímudeild:

Óli Elí segir fréttir frá Glímudeild, borðtennis og fjálsum:

Glímumót var um þar síðustu helgi. 17 krakkar kepptu frá Dímon en í alls voru um rúmlega 30 keppendur og komu þeir víða að, frá Reyðarfirði, Búðardal, Laugalandi, Reykholti og víðar. Keppt var í flokki fullorðinna fyrir hádegi.

Borðtennisdeild:

Óli Elí segir frá borðtennis:                                                                                                                       

Æfingar í gangi og til stendur að halda Grunnskólamót Rangæinga í lok nóvember eða byrjun desember. Róbert Swinton, þjálfari af pólskum uppruna sér um æfingu á föstudögum. Mjög fær þjálfari. Óli Elí er með æfingar á mánudögum og fimmtudögum (kl 13:20 – fyrir krakka upp undir 7. bekk).

Frjálsar:

Eyrún María boðaði forföll á fundinn en Óli Elí sagði frá að deildin hefði nýlega tekið þátt í Gaflaranum.

Aðrar deildir:

Fleiri fulltrúar deilda ekki mættir en rætt um að gott væri að einhver úr stjórn deilda komi þó formenn komist ekki. Þá láti þeir gjaldkera eða ritara vita og athugi hvort þeir geti mætt.

Önnur mál:

Búa þarf til ný blöð í bláu möppuna til að merkja við.

Rætt um að virkja facebook-síðu deilda til að auglýsa hvort æfingar eru eða ekki þegar svona frídagar eru fram undan

Rætt um nauðsynlegt samtal við íþróttahús um umgengnisreglur og þrif

Styrkbeiðni frá Blakdeild:

Tekin fyrir styrkumsókn Blakdeildar frá síðasta fundi. Ákveðið að styrkja deildina um sem nemur félagsgjöldum BLÍ.

Heimasíða:

Farið yfir stöðuna í þróun heimasíðu. Lítið vantar uppá að hún sé klár. Rætt um tengingar við Nóra.

Dagsetning: 
Wednesday, March 7, 2018