8. janúar 2018

Stjórnarfundur Dímonar haldinn í íþróttahúsinu 8. janúar 2018

 

Mætt eru Ásta Laufey, Gina, Arnheiður, Tinna, Óli Elí, Eyrún, Bóel, María Rósa og Ólafur Örn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sat fundinn.

 

Fimleikadeild: Bóel segir frá starfi deildarinnar. Vel heppnuð jólasýning og starfið alltaf að eflast í deildinni. Mögulega er að bætast við æfing fyrir eldri og elstu leikskólabörnin eru aðeins farin að koma inn. Einhver breyting á skiptingu milli hópa. Rætt hefur verið um mögulegt samstarf við Heklu, sérstaklega fyrir eldri iðkendur. Til stendur að nokkrir þjálfarar fari á sérgreinanámskeið 1A námskeið 18. febrúar. Stefnt er á að fara á mót á Selfossi í febrúar og mögulega verður haldið mót hér í Hvolsvelli í mars. Rætt um aðild að Fimleikasambandi Íslands. Dímon er að greiða ákveðna upphæð pr. iðkanda en athuga þarf hvað þarf að greiða til að iðkendur megi keppa á mótum sambandsins.

 

Glímudeild: Óli Elí segir frá starfi deildar. Grunnskólamót HSk í Glímu verður í Reykholti 6. Febrúar. Stefnt er á að fara með allt að 20 keppendur með rútu.

Borðtennisdeild: Óli Elí segir frá stafi deildarinnar. Mót í Hafnarfirði 14. Janúar. Einnig aldursflokkamót (Íslandsmótaröð) haldið í KR 4. febrúar.  Síðustu helgi voru skemmtilegar æfingabúðir fyrir stelpur voru haldnar hér í íþróttahúsinu. Alls 17 stelpur, 14 úr Reykjavík.

Blakdeild: María Rósa segir frá starfi deildarinnar. B - lið Hamars kemur í æfingaleik til okkar á kvöld.
Annars Við fórum með 2 kvennalið á hraðmót hjá HK um helgina 6.jan. A-liðið spilaði í 3.deild og varð í 2.sæti
B-liðið spilaði í 5.deild og vaarð í 1.sæti.Næsta verkefni er svo Íslandsmót hjá A-liði í 3.deild í Garðabæ og 5.deild á Flúðum bæði um næstu helgi 13-14 jan.

Krakkablakið byrjaði í dag og Óli Elí segir að frá að áhugi sé á að halda unglingamót HSk í febrúar.

Frjálsíþróttadeild: Eyrún segir frá að HSk mót 11-14 ára, 15-18 ára og fullorðnir verður 14. jan í Kaplakrika og 20. Jan verður stórmót ÍR og meistaramót Íslands 11-14 ára er 27.-28. jan í Laugardal. 15-22 ára fara svo á mót 17.-18. Febrúar. Reiknað er með að fara á öll þessi mót. Athuga þarf með akstur/rútu á þessi mót og manna gistingu. Æfingar halda áfram eins og fyrir áramót.

Sunddeild: Tinna hefur tekið við að þjálfa sundið núna frá áramótum og Anna Rún kemur svo inn í mars. Til að byrja með verða æfingatímar alla veganna óbreyttir en skoða þarf æfingar elsta hópsins hvort hægt sé að breyta þeim tíma svo hann skarist ekki við fimleika og frjálsar.

Undirbúningur fyrir aðalfund: Ásta Laufey minnir á að deildir þurfa að skila ársreikningum og halda aðalfundi deilda fyrir miðjan febrúar og senda inn hvaða iðkendur fá viðurkenningu á aðalfundi félagsins. Stefnt er á að aðalfundur Dímonar verði sunnudaginn 25. febrúar.

Önnur mál:

Rætt um samstarf við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og stefnt að því að boða hann af og til á fundi. Rætt um umgengni og reglur í íþróttahúsi, heildartöflu íþróttahúss og mikilvægi samstarfs allra aðila v/ samfellu og fagnað því samstarfi sem nú er í gangi í þeim málum. Ólafur Örn ætlar að setja heildartöfluna inn á síðu íþróttahússins á morgun.

Unnið er áfram í heimasíðumálum.

Dagsetning: 
Monday, January 8, 2018
Deild: