6. mars 2018

Fundur í aðalstjórn Dímonar haldinn þriðjudagskvöldið 6. mars kl 20:30.

 

Mætt eru úr stjórn Arnheiður, Ásta Laufey, Gina, Inga Birna, Magnús og frá deildum Óli Elí, María Rósa, Eyrún og Bóel

Sunddeild:

Harpa Mjöll

Anna Rún

Kristín Svandís jónsdóttir

Tinna og Gina Varamenn

Anna Rún er að taka við æfingum

Blakdeild: María Rósa segir fréttir af blakdeild: Aðalfundur var haldinn 7.feb. Mættir 12

Stjórn
Formaður María Rósa Einarsdóttir
Ritari Þórunn Óskarsdóttir
Gjaldkeri Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Með stj. Anne Bau, Guðný Indriðadóttir, Sigríður Þórðardóttir.
Héldum unglingamót HSK í samstarfi við blaknefnd HSK 2.mars á Hellu.  Úrslit drengir 1.sæti Hekla, 2.sæti Dímon A og 3.sæti Dímon B.  Stúlkur 1.Sæti Hekla,2.sæti Dímon A og 3.sæti Dímon B.
Kvennaliðin fóru svo á Þorramót Aftureldingar á Mosó 3.mars. A-lið spilaði í 2.deild og varð í 2.sæti og B-lið spilaði í 4.deild og varð í 1.sæti.
María Rósa og Guðný Indriðadóttir fóru svo á ársþing Blí á sunnudaginn 4.mars.
Næstu verkefni Íslandsmót 17-18 mars.

Frjálsíþróttadeild: Eyrún

15.feb

Bikarkeppni er framundan og önnur mót.  Fæ skýrslu senda

Glímudeild: Óli Elí

Aðal

Formaður: Ólafur Elí

Ritar: Harpa Sif

Gjaldkeri: Fanney Björk

Meðstjórnendur: Antón Guðjónsson Magnús Ingi Guðjónsson

Grunnskólamót HSK var haldið og var unnið Þrír bikarar af fjórum möguleigum

Grunnskólamót Íslands er framundan 10.mars næstkomandi og verður farið með rútu með keppendur.  Það verður haldið í Grindavík í þetta skiptið.  Mótið mun byrja kl 13:00

Borðtennis

Guðmann ’Oskar Magnússon

Ritari Ranný

Gjaldkeri óli Elí

Reynir Björgvinsson,  Róbert Sweindom

Tekið var ákvörðun um að fara ekki á unglingamót sem verður haldið á Akureyri.  Haldið upp á 19.apríl sumardaginn fyrsti mót þar sem allir eru boðnir.  Og reyna að vera með í apríl Héraðsmót.

Fimleikadeild : Bóel Anna Þórisdóttir

15.feb

Formaður Bóel

Anna kristín og Sunna gengu úr stjórn

Ásta rut og Helga Kristín komu inn í staðin

Löngunin er að halda mót hérna á Hvolsvellien ekki er búið að finna dagsetningu.  Er verið að skoða á seinnipartinn á föstudegi eða einhverja aðra frídaga sem koma inní eins og t.d 1.maí

5 bekk og eldri var bætt inná föstudögum

Æskufulstrúinn var ekki alveg nógu liðlegur með að aðstoða við að hliðra til æfingum svo að þessir bekkir gætu komist inná á föstudögum. Formaður þyrfti að sjá um það sjálf.

 

Myndir:

Myndir inná síðuna.  Má birta þessar myndir?  Helst væri persónuvernd sem gæti svarað þessu.  Stangari reglur inná síðum sem eru opnar eins og á facebook. 

Vilji er fyrir að safna myndum með öllum viðburður sem eru haldnir á vegum félagssins

Þjálfararáðstefna Árborgar

Þjálfararáðstefna sem verður haldin á Selfossi 16:30 -22:00 þar verður haldin ýmsir fyrirlestrar og var það kynnt fyrir formennum sem voru mættir á fundin.  Hsk sendi á félagið.  Verður haldinn fimmtudaginn 8.mars

Íþróttamaður sveitafélagsins:

Íþróttamaður sveitafélagsins beðið um að formenn verði með þetta í huga.  Hverjir geta verið tilnefndir

Heimasíða félagsins:

Grunnurinn er inni og er hægt að breyta því eins og hægt er og hafa hverjar deildir sér link og geta sett inná fréttir og fundargerðir

Hægt er að færa inná nýju síðuna allar gamlar fundargerðir og fréttir en allar myndir hurfu vegna þess að gamla síðan hrundi .

Næsta skref er að finna hýsingu þar sem netfang fylgir

1984 maggi mælti með því þar er góð tengingu gott pláss og mjög hagkvæmt að vera þar t.d 30.000 fyrir þrjú ár.  Þar er hægt að bæta við formum sem nýtis vel við t.d þegar pantaðir eru búningar, hægt að setja upp viðburðar dagatal og allar upplýsingar um öll email sem þarf að vera til staðar til að halda starfseminni gangandi,  skráningar á mót og þá er hægt að prenta strax út alla lista.

Stefna að því að koma heimasíðuna upp sem fyrst og fá Nóra í notkun einnig fyrir sumarið áður en leikjanámskeiðin byrja.  Hafa þau sem tilraun fyrir haustið þar sem reynsla verður komin á og sjá hvernig það virkar.  Heldur um allar skráningar, æfingar, mót, mætingu.

Hægt að bjóða öðrum með t.d eins og Kfr eða einhver önnur félög sem eru að nota íþróttahúsið og  hægt er að sjá hverjir eru að nota húsið hverju sinni.  Einnig er hægt að hafa þarna inni allt sem er í gangi í sveitafélaginu.

Það er framtíðarsýnin en byrjunin er að koma félaginu þarna inn og félög sem eru tengd því til að sjá hvað er í gangi hverju sinni. 

Fundargerðir deilda er ábótavant og er þess vegna nauðsynlegt að koma þessu í gagnið til að koma inn upplýsingum inn .  Það skiptir máli hversu létt síðan er svo ekki verður erfitt að vinna þar inni því nettengingar eru mismunandi góðar í sveitarfélaginu.

Nauðsynlegt að koma heimasíðunni í gagnið svo fólk geti leitað uppi upplýsingar sem það þarf á að halda hverju sinni og sérstaklega fyrir fólk sem er nýtt í sveitarfélaginu.  Fólk hefur þurft að fara ýmsar krókaleiðir til að komast að hverjir eru í stjórn í hverri deild eftir að gamla síðan hrundi.

’Akveðið er að fara ekki aftur í tímann heldur að byrja núna og setja inn helstu upplýsingar og svo framvegis. 

Halda áfram að hafa fundargerðir á pappírsformi til að halda uppá.

Búningakaup í skoðun:

Búningar sameiginlegir búningar með Heklu.Fá auglýsingu frá ss.  Farið er ekki af stað með að skoða tillögur að búningum.  Verið er að bíða eftir svari um hvenær fundur verður með fólki frá sláturfélaginu.

Keppnisbúningar fyrir frjálsar þar sem búnigar eru að verða of litlir og gaman væri að fá  líka upphitunarpeysur.

Önnur mál:

Byggja hús á íþróttalóðinni fyrir félagið.  Leyndur draumur Ástu.  Vallarhús þar sem allt sem fylgir íþróttastarfinu er inní, klósett, möguleiki fyrir gistingu og jafnvel smá aðstaða fyrir smá eldhús.  Þá myndi sveitarfélagið koma þarna inní til að aðstoða en fyrst er að koma skipulaginu á íþróttasvæðinu á hreint.

Undirritaðir pappírar fyrir mannaskiptingu stjórnar.

Dagsetning: 
Friday, October 26, 2018
Deild: