Fjórðungsglíma Suðurlands

Fjórðungsglíma Suðurlands og Skjaldarglímur Bergþóru og Skarphéðins

Fjórðungsglíma Suðurlands verður haldin að Laugarvatni fimmtudaginn 8. nóvember og hefst keppni kl. 18:00. Keppt verður í flokkum 10 ára og yngri, 11, 12, 13, 14 og 15 ára og fullorðinsflokkum 16 ára og eldri. Rétt til þátttöku í Fjórðungsglímu Suðurlands eiga allir félagar íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu frá Skeiðará að Hvalfjarðarbotni að Reykjavík undanskilinni.

Skjaldarglímur Bergþóru og Skarphéðins fara fram á sama stað og sama tíma og gefst þá glímufólki innan raða HSK að keppa um þá glæsilegu verðlaunaskildi sem kenndir eru við mæðginin kunnu úr Njálssögu, Bergþóru og Skarphéðinn.

Skráningar berist til Stefáns Geirssonar formanns glímuráðs HSK á netfangið stegeir@hotmail.com til þriðjudagsins 6. nóvember.

Deild: