Gallapantanir Dímon/Hekla

Gallapantanir Dímon/Hekla

Íþróttafélagið Dímon og Ungmennafélagið Hekla ætla með stuðningi Sláturfélags Suðurlands að vera með sameiginleg gallakaup fyrir félagsmenn. Um samskonar galla og síðast verður um að ræða þar sem gallar frá Jakó verða keyptir. Allir gallar verða merktir auglýsingu frá SS og síðan því félagi sem viðkomandi kýs. Einnig verður hægt að merkja gallana nöfnum. Verð galla er eftirfarandi: Barna heilgalli stærðir 116-164: 8.000 kr Fullorðins stærðir heilgalli stærðir S-3XL: 10.000 kr Einnig er hægt að fá stakar peysur og buxur sem verður hlutfallslega aðeins dýrara. Þeir sem áhuga hafa á að fá galla geta sett sig í samband við formenn félaganna. Arnheiður Dögg Einarsdóttir (Dímon), arna@dimonsport.is - s. 868-7708 Guðmundur Jónasson (Hekla) broi1970@mi.is - s: 868-1188

Deild: