Gott gengi kvennaliða í blaki

A-lið kvenna fór á Siglufjörð 13-14 okt til að spila í 3.deild Íslandmóts. Liðið spilaið 6 leiki og unnu 5 sem þýðir að þær eru í 2.sæti eftir 6 umferðir.
B-liðið fór fljúgandi á Ísafjörð 13-14 okt til að spila í 5.deild.  Þær tóku 4 leiki, unnu 3 og eru í 3.sæti eftir 4.umferðir.

Framundan í blakinu eru hraðmót HSK sem verða 1.nóv. Konur keppa á Hellu og er stefnt á að fara með 3 lið. Keppni karla mun fara fram í Hveragerði og er stefnt á að fara með 1 lið þangað.

Héraðsmót kvenna verður síðan haldið 20. nóvember á Flúðum og héraðsmót karla verður haldið á hér á Hvolsvelli 28. nóvember.

Krakkablakæfingar ganga ágætlega, líklega þó ekki stefnt á mót fyrr en í febrúar þar sem mjög langt er að sækja á þau mót sem eru framundan.

Deild: