Greiðsla fyrir Íþróttaskóla, haust 2018

Kæru foreldrar barna í Íþróttaskóla Dímon

Við erum að taka í notkun nýtt skráningarkerfi sem heitir Nóri og viljum því biðja ykkur að skrá og greiða rafrænt fyrir þau börn sem hafa sótt skólann hjá Óla Elí, Önnu Rún og Ásdísi í haust. Gjaldið fyrir önnina er 3500 kr

Vinsamlegast farið inn á vefsíðuna ranga.felog.is og skráið ykkur inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Vefurinn biður ykkur að skrá nauðsynleg netföng og símanúmer. Þegar þið eruð komin inn á svæðið ættu þið að geta valið kennitölu barns ykkar og séð hvað er í boði fyrir þeirra aldur. Hakið við Nýskráning. Veljið Íþróttaskólann og hakið við að fá sendan greiðsluseðil. Greiðsluseðil mun þá birtast í heimabanka.

Ef einhver vandræði koma upp við skráninguna má hafa samband í gegnum skilaboð á facebook síðu Dímonar og í gegnum netfangið arna@dimonsport.is

Með fyrirfram þökkum og takk fyrir góða samveru í haust.

Stjórn Dímonar