Fundur 8. janúar 2019

Fundur í aðalstjórn Dímonar haldinn þriðjudagskvöldið 8. janúar 2019 kl 20:30.

Mætt eru úr stjórn Arnheiður, Ásta Laufey og Kristín og frá deildum Óli Elí, María Rósa, Eyrún og Bóel

Fréttir frá deildum:

Fimleikadeild

Æfingar hafnar að nýju og sama skipulag og fyrir áramót. Aðeins breytingar á skráningum. Nýverið keypti deildin hest frá deildinni á Hellu.

Blakdeild

Í kvennablakinu var ekki slegið slöku við yfir hátíðanar og æfingar 2 í viku, enda erum þær á leið á Íslandsmót núna um helgina 12-13 jan.  A-liðið er að spila í 3.deild í Kórnum Kópavogi og B-liðið er að spila í 5.deild á Akureyri. Krakkablakæfingar byrjuðu á mánudaginn.

Frjálsar

HSK mót verður í Kaplakrika um komandi helgi. Töluverður hópur keppanda í flokki 11 – 14 ára fer á mótið og nokkrir í 15-22 ára. Æfingar í eldri hópnum fara af stað á morgun, miðvikudag.

Önnur mál:

Umf. Framtíðin í Þykkvabæ sendi okkur erindi um hvort við vildum vera með í meðvirkninámskeiði frá Lausninni í Kópavogi sem félaginu langar að fá hingað á svæðið og bjóða fólki á svæðinu á. Ef 4 félög taka sig saman er kostnaðurinn 30 þúsund krónur á félag. Stjórn tók vel í þetta erindi og samþykkt var að taka þátt í verkefninu og eins að auglýsa vel svo íbúar nýti sér þetta tækifæri að fá frítt á svona námskeið.

Nú líður að skilum á HSK skýrslu og mun formaður skila henni í vikunni.

Eins er stjórn farin að huga að aðalfundi. Ákveðið að halda hann sunnudaginn 24. febrúar. Til þess að það gangi þurfa deildir að fara að halda sína fundi. Aðalstjórn þarf að vera búin að fá endurskoðaða og samþykkta reikninga deilda í fyrstu vikunni í febrúar.

Minna þarf deildir og þjálfara á að huga að verðlaunaveitingum fyrir bestu ástundun og mestu framfarir.

Tveir stjórnarmeðlimir í aðalstjórn óska eftir því að láta af störfum í stjórninni og rætt var um að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka sæti þeirra.

Vagnamál eru í vinnslu. Ólafur Elí hefur verið í samskiptum við áhaldahússmenn vegna þessa.

Rætt um að búnaður til að draga net niður á blakstöngum er í einhverju lamasessi – athuga hvort hægt sé að laga. Einnig þarf að fara að skipta út badmintonnetum.

 

Dagsetning: 
Tuesday, January 15, 2019