Samfella komin í sumarfrí en æfingar í einhverjum greinum halda áfram, sjá hér:

Formlegt samfellustarf er nú búið og ekki er lengur skólabíll kl 17, en nokkrar æfingar halda eitthvað áfram, hér má sjá yfirlit yfir það:

Sund

Sundæfingar halda áfram þessa viku, mánudag 6. maí og fimmtudag 9. maí og í næstu viku, mánudag 13. maí og fimmtudag 16. maí.

Taekwondo:

Æfingar á mánudögum eru komnar í frí en það verða æfingar á föstudögum á sömu tímum og venjulega næstu tvær vikur, föstudaginn 10. maí og föstudaginn 17. maí

Fimleikar:

Þar sem samfellan er komin í sumarfrí verða ekki fimleikar hjá samfelluhópnum (miðvikudaga kl.13:20-14 ) En það halda áfram æfingar hjá hópi 3 og hópi 4 eitthvað fram að skólaslitum.

Frjálsar eldri (5.-10. bekkur)

Æfingar verða út maí á miðvikudögum, þar sem marga rsamfelluæfingar eru búnar komumst við fyrr í salinn og getum líka farið út langar mig að hafa æfingarnar í maí kl 16 og 17:30. Vormót HSK fyrir ykkur eldri er 20 maí. Eyrún

 

Sumarfrí er hafið í:

Frjálsum og leikjum 1.-4. bekkur, Fimleikum á miðvikudögum kl 13:20-14, Glímu, Blaki, Borðtennis, Badminton og Styrk 5.-7. bekkur.