Allir að mæta á sundæfingu og skrá sundið í Sundkeppni sveitarfélaganna! Áfram Rangárþing eystra 

Sumarsundæfingar byrja á morgun þriðjudag 28. maí!

Sundæfingar fyrir eldri hóp (þeir sem fara í 6. bekk í haust og eldri) hefjast á morgun 28. maí. Sunddeildin kynnir nýjan þjálfara til leiks. Það er Patrycja Gaj frá Póllandi. Hún hefur tvívegis verið pólskur meistari í sundi og æft með landsliði Póllands. Hún hefur verið sundþjálfari í öllum aldurshópum. Hennar nálgun er að sameina þjálfun og skemmtun. Það er mikill fengur fyrir Dímon að fá Patrycja Gaj til liðs við okkur og við hvetjum krakka til að nýta tækifærið og mæta á sundæfingarnar og látið orðið berast til krakka sem vilja vera nýjir iðkendur í sumar. Þetta eru æfingadagarnir í sumar og allar æfingar hefjast klukkan 16:00 - Patrycja Gaj kennir á ensku (og pólsku).

Dagsetningar:
28. maí
Miðvikudagur 5. júní
Fimmtudagur 6. júní
Mánudagur 10. júní
Þriðjudagur 11. júni
Miðvikudagur 19. júní
Fimmtudagur 20. júní

Hún tekur stutt frí eftir það en er opin fyrir að halda fleiri æfingar í sumar ef næg þátttaka næst.

Látið orðið berast - sjáumst í sundi!

Myndir: 
Deild: