Greiðslur fyrir samfellustarf vorið 2019 og íþróttaskóla haust 2018- vor 2019:

Enn er ekki búið að innheimta æfingagjöld fyrir vorönn 2019 í íþróttastarfi Dímonar og eins eiga margir eftir að greiða fyrir íþróttaskólann síðasta vetur. Á mánudag verða sendir út greiðsluseðlar vegna þessa (ath birtast einungis í heimabanka sem Greiðslumiðlun, æfingagjöld og skýring á seðlinum Er DIMONÍTROT.

Óski fólk frekar eftir að greiða með korti má endilega gera það núna um helgina með því að fara inn á ranga.felog.is. ATH að haka úr liðin tímabil þar sem verið er að greiða fyrir námskeið síðasta vor.

Þeir sem eru að greiða fyrir samfellu - velja námskeiðið Samfella og íþróttastarf. Æfingagjöld vorannar 2019 eru 7000 kr. Þeir sem æfðu fimleika 2x í viku síðasta vor skrá sig einnig á það námskeið og greiða fyrir það 12.000 kr

Gjöld fyrir Íþróttaskóla leikskólabarna eru 3500 kr fyrir áramót og 4000 kr eftir áramót - má einnig velja námskeið sem heitir Allur veturinn og greiða báðar annirnar í einu.

Endilega nýtið ykkur þennan möguleika og gerið upp fyrir íþróttastarfið - það sparar okkur vinnu og ykkur greiðsluseðlagjöld ef greitt er með korti.

Inni á ranga.felog.is er einnig hægt að sækja kvittun og sjá fyrri skráningar ykkar barna.

Ef þið óskið eftir aðstoð eða upplýsingum má hringja í Örnu í s. 8687708.

 

Deild: