Skráningum lokið - einhverjir sem eiga eftir að skrá sig?

Nú hefur kerfið ranga.felog.is lokað fyrir skráningu á námskeið í gegnum vefinn. Ég vil þakka foreldrum fyrir að taka þátt í þessu með okkur að koma kerfinu í notkun. Við erum strax farin að finna við það mikla kosti, þó byrjunarerfiðleikar séu enn einhverjir. Einn af kostunum er mætingarappið Nóri. Ég hvet foreldra og eldri iðkendur til að setja það upp í símanum hjá sér. Í gegnum það geta þjálfarar sent skilaboð og einnig getið þið merkt við forföll á æfingar ef einhver eru (bæði leyfi/veikindi á stökum æfingum eða lengri tímabil í einu s.s. ef þið/ börn ykkar eruð frá vegna ferðalaga eða meiðsla).

Áfram verður þó opið fyrir skráningu í íþróttaskólann. 

Ef einhver á eftir að skrá sig í íþrótt/ir vinsamlegast hafið samband í gegnum facebook-síðu Íþróttafélagsins Dímon eða sendið tölvupóst á arna@dimonsport.

Kveðja, Arna s. 8687708

Deild: