Stofnfundur Íþróttafélags á félagssvæði UBH, UMF. Þórsmerkur, UMF.
Dagsbrúnar og UMF.Njáls.
Haldinn Í Hlíðarenda á Hvolsvelli þann 1. júní 1997.
Sem formaður undirbúningsnefndar setti Eggert Sigurðsson fundinn og
stakk upp á Ólafi Elí Magnússyni sem fundarstjóra og Guðmanni Óskari
Magnússyni sem fundarritara og voru þeir samþykktir.
Fyrsta mál fundarins var því næst tekið fyrir en það var að fara
yfir lög félagsins og samþykkja þau. Fundarstjóri fékk leyfi til að
geima 1. gr. að hluta þar sem nafn félagsins kemur þar fyrir.
Athugasemdir voru gerðar við eftirtalin atriði í lögunum : Í 1. gr. að
skilgreina Landeyjar sem A- og V- Landeyjar. Í 6. gr. að bæta við
dagskrá aðalfundar og gera að 15. máli að lesa upp uppkast
fundargerðar. Í 8. gr. að breyta orðalagi úr ”fastar tekjur
aðalstjórnar” í ”fastar tekjur félagsins sem aðalstjórn ráðstafar”.
Einnig í 8. gr. að bæta við umfjöllun um kjörtímabil að það skuli vera
hugsað frá 1. aðalfundi, (þetta kemur til af því að ekki er nema
u.þ.b. 1/2 ár í aðalfund 1998 og þar sem starfið kemur varla til með
að byrja að fullu fyrr en eftir hann, þá skyldu þessi ákvæði taka
gildi).
Aðrar breytingar voru ekki gerðar á lögunum eins og þau komu fyrir,
en fyrirspurnir voru um nokkur atriði: Í 10. gr. spurt út í dagsetn.
aðalfunda deilda, útskýrt að nauðsynlegt væri að deildir væru búnar að
ganga frá sínum málum fyrir aðalfund félagsins. spurt var hvort ekki
væri skylda hjá deildum að skila ársreikningum, mun svo að sjálfsögðu
vera. Í 11. gr. spurt hvort eignir rynnu ekki aftur í gömlu félögin
ef Íþr. félagið legðist niður, eftir nokkrar umræður var ákveðið að
gera engar breytingar á 11. gr. en sjá hvernig málin þróast og það
mætti þá skoðast á aðalfundum hvort vilji væri fyrir lagabreytingu.
Lögin eins og þau líta út eftir samþykkt stofnfundar:
1. grein
Félagið heitir Íþróttafélagið Dímon. Heimili þess og varnarþing er
heimili formanns hverju sinni.
Starfssvæði þess er Hvolhreppur,austur og vestur Landeyjar og
Fljótshlíð. þó er félagsaðild ekki bundin við þetta svæði. Félagið er
myndað af:
Einstaklingum samkvæmt sérstakri spjaldskrá. Sameiginleg aðalstjórn
er æðsti aðili félagsins milli funda.
Félagi er:
a) Hver sá einstaklingur sem stundar æfingar eða keppir á vegum
félagsins. Skal árgjald greitt um leið og æfingar eru hafnar eða
skráð til keppni.
b) Einstaklingur sem sótt hefur um inngöngu í félagið og fengið
samykki aðalstjórnar eða stjórnar deildar.
2. grein
Markmið félagsins er að taka yfir íþróttastarfsemi
ungmennafélaganna;Baldurs, Dagsbrúnar, Njáls og Þórsmerkur a.m.k. til
3 ára, og jafnframt stuðla að eflingu íþróttastarfs á þessu svæði.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með fundahöldum, námskeiðum,
íþróttaæfingum, félagsstarfi, keppni og ymsu sem best þykir á hverjum
tíma.
3. grein
Málefnum félagsins stjórna:
a) Aðalfundur
b) Aðalstjórn
Reikningsár félagsins og deilda þess er almanaksárið.
4. grein
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Seturétt á
aðalfundi, með málfrelsi og tillögurétt, eiga allir félagar, og
atkvæðisrétt allir félagar 14 ára (á árinu) og eldri sem skuldlausir
eru við félagið. þeir síðarnefndu eru kjörgengir til allra embætta hjá
félaginu, nema til formanns, gjaldkera og skoðunarmanna, þar sem þeir
skulu vera fullra 18 ára. Aðalfund skal halda ár hvert eigi síðar en
15. Febrúar. Hann skal boða skriflega með minnst viku fyrirvara.
Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað. Á aðalfundum, sem
annars staðar, hefur hver félagsmaður 1 atkvæði. Einfaldur meirihluti
ræður ákvörðunum, nema um sé að ræða lagabreytingar. þá þarf 2/3 hluta
til. Aðalfundur ákveður upphæð árgjalds og þau aldursmörk sem
innheimta skal miðast við. Kaup og sala fasteigna félagsins skal háð
aðalfundarsamþykkt.
Aðalfundur setur aðalstjórn erindisbréf og aðalstjórn
deildarstjórnum erindisbréf, þar sem fram koma meginverkefni
stjórnanna.
5. grein
Aukafundi skal halda svo oft sem þurfa þykir að mati stjórnar eða að
1/10 félagsmanna krefjist þess.Ekki má gera lagabreytingar á
aukafundum. Að öðru leyti gilda sömu reglur og um aðalfund, nema hvað
fyrirvari boðunar þarf ekki að vera meiri en 4 dagar.
6. grein
Aðalfundur-Störf,dagskrá:
1. Formaður setur fund.
2. Kosnir starfsmenn fundarins.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
4. Skýrsla stjórnar lögð fram.
5. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins og einstakra
deilda á liðnu ári.
6. Umræður um skýrslur og reikninga og afgreiðsla þeirra.
7. Fjárhagsáætlun næsta árs.
8. Ákvörðun um árgjöld.
9. Verðlunaafhending.
10.Stjórnarkjör. 5 manna stjórn, 3 til vara.
11.Kosnir 2 skoðunarmenn og 2 til vara.
12.Kosnir fulltrúar á HSK þing.
13.Lagabreytingar.
14.Önnur mál.
15.Uppkast að fundargerð lesið.
7. grein
Kosningar skulu að öðru jöfnu vera leynilegar. Þó er heimilt að
leggja fram tillögur að skipun í embætti hvort sem er frá kjörnefnd
(sem skipuð er 1 fulltrúa frá hverjum hreppi) eða einstaklingum. Þá
er fundarstjóra skylt að óska eftir fleiri tilnefningum. Komi þær
ekki er sjálfkjörið í viðkomandi embætti, annars skal kjósa milli
tilnefndra leynilegri kosningu.
8. grein
Aðalststjórn er skipuð fimm mönnum sem kosnir beinni kosningu á
aðalfundi; formanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum.
Kjörtímabil þeirra skal vera tvö ár. Þó skal kjörtímabil fyrsta ritara
og formanns félagsins vera eitt ár frá fyrsta aðalfundi. Eigi skal
hver stjórnarmaður sitja lengur en þrjú kjörtímabil samfellt.
Ofangreindum stjórnarmönnum er heimilt að sitja í stjórn einnar
deildar innan félagsins, en ekki þó gegna formennsku þar. Að auki
starfa með aðalstjórn með málfrelsi og tillögurétt formenn allra
starfandi deilda eða fulltrúar þeirra. Meirihluti ræður úrslitum mála
í aðalstjórn.
Fastar tekjur félagsins sem aðalstjórn ráðstafar eru:
. Árgjald félagsmanna.
. Sölulaun af getraunum innan félagsins, Lottóúthlutun og aðrar
fjáraflanir á vegum íþróttahreyfingarinnar.
. Ágóði af sameiginlegum fjáröflunum félagsins.
. Öðrum tekjuöflunum sem ekki koma inn á svið deilda.
. Framlög og styrkir.
9. grein
Aðalstjórn ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í
hvívetna. Meginverkefni aðalstjórnar eru skilgreind í sértöku
erindisbréfi sem aðalfundur setur. (Sjá erindisbréf f. aðalstjórn)
10. grein
Hver deild félagsins hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag og
hefur tekjur af:
. Æfingagjöldum.
. Styrktarfélagsgjöldum
. Ágóða af mótum/skemmtunum viðkomandi deildar.
. Styrkjum og öðru fjármagni til skipta.
Öðrum fjáröflunum skv. heimild frá aðalstjórn.
Stjórn hverrar deildar skipa 3 menn: formaður, gjaldkeri og ritari og
skulu þeir kosnir beinni kosningu á aþalfundi deildar, ásamt 2 til
vara. Kjörtímabil deildarstjórnar er á milli aðalfunda viðkomandi
deilda. Aðalfund deilda skal halda fyrir 25. janúar ár hvert.
Heimilt er deildarstjórnum að afla deildinni styrktaraðila.
Deildarstjórnum ber að halda nákvæma spjaldskrá yfir félaga
deildarinnar, bæði virka og óvirka. Nýir félagar sem skráðir eru inn
í deildir skulu skráðir á þar til gerð eyðublöð “beiðni um
félagsaðild” í tvíriti og afritið sent aðalstjórn.
11. grein
Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á löglegum
aðalfundi. Til samþykktar þarf minnst 2/3 hluta atkvæða. Eignir
félagsins skulu þá renna til Héraðsnefndar Rangæinga til uppbyggingar
íþróttastarfi í héraðinu.
12. grein
Um þau atriði sem ekki eru tekin fyrir í lögum þessum gilda ákvæði í
lögum ÍSÍ.
Fundarstjóri fór því næst yfir ”erindisbréf fyrir aðalstjórn” til
samþykktar. Ólafur Bjarnason taldi að hugsanlega mundi ÍSÍ gera
athugasemd við erindisbréfið þar sem það hefði ekki beint lagalegt
gildi. Ekki voru gerðar neinar breytingar á erindisbréfinu en
fyrirspurnir voru um: hvort ekki væri hægt að fara í fjáröflun án
samþykktar aðalstjórnar, því var svarað að aðalstjórn vildi fá að
fylgjast með fjáröflunum deilda (koma í veg fyrir hagsmuna árekstra).
Einnig var spurt hvort deild fengi sérstaklega ef hún mundi sjá um
innheimtu félagsgjalda, því var svarað að það væri hugsanlegt það
mætti semja um það.
Erindisbréf fyrir aðalstjórn:
. Hún hefur umráðarétt yfir öllum sameiginlegum eignum félagsins og
ræður starfsemi þess í samráði við deildarstjórnirnar.
. Hún skal sjá til þess að sjóðir félagsins og deilda þess séu
ávaxtaðir í banka eða sparisjóði.
. Hún sér um að framfylgja ákvörðunum aðalfundar.
. Hún hefur heimild til að víkja mönnum úr félaginu álíti hún framkomu
þeirra og/eða gjörðir vítaverðar.
. Hún hefur heimild til að skipa nefndir sem þörf er talin á.
. Hún fer með yfirstjórn fjáraflana í nafni félagsins og getur veitt
einstökum deildum heimild til að nýta þær.
. Hefur yfirumsjón með niðurröðun í tíma Íþróttafélagsins í
íþróttamannvirki og setur reglur um innheimtu æfingagjalda í samráði
við deildir.
. Vanræki einhver deild að halda aðalfund á tilsettm tíma skal
aðalstjórn boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.
. Tekur ákvörðun um skiptingu styrkja og annars fjármagns sem félagið
hefur aflað.
. Hefur úrskurðarvald í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan
félagsins og til hennar er skotið.
. Hún hefur heimild til að fela einstökum deildum innheimtu árgjalda.
. Hún heldur fundi eigi sjaldnar en annan hvern mánuð og skal um þá
haldin sérstök gerðabók.
. Hún ber ábyrgð á útgáfu fréttabréfs á félagssvæðinu, hvort sem hún
sér um það sjálf eða felur það öðrum. Stefnt skal að útgáfu 6 sinnum á
ári, eða svo oft sem þurfa þykir.
. Hún sér um útgáfu ársskýrslu félagsins samkvæmt upplýsingum sem
fyrir liggja frá deildum.
. Hún sér um að halda nákvæma spjaldskrá yfir félaga, þar sem fram
kemur í hvaða deild hver og einn er skráður. þá er einnig heimilt að
skrá félaga utan deilda eða í fleiri en eina.
Fundarstjóri las yfir”erindis bréf fyrir stjórnir deilda”, þar
var spurt hvort deildir mættu ráða sér þjálfara án samþykktar
aðalstjórnar, því var svarað að þær mættu það, þær ættu að vera
ábyrgar gerða sinna. Umræður voru um fjármál deilda, talið æskilegt að
deildir hefðu samráð við aðalstjórn. Bent var á að aðalstjórn hefði
vald til að breyta erindisbréfi fyrir stjórnir deilda hvenær sem er
samkvæmt lögum.
Erindisbréf fyrir stjórnir deilda:
Helstu hlutverk stjórna deilda eru þessi:
. Að setja deildinni markmið til lengri og skemmri tíma. Skulu þau
markmið lögð fyrir aðalstjórn og aðalfund deildar til samþykktar
. Að halda sem best verður á kosið utan um starf deildarinnar þannig
að hvetjandi sé til iðkunar,og iðkendum séu sköpuð sem best skilyrði
til að stunda íþrótt sína, eftir því sem aðstæður leyfa, og bæta
árangur sinn
. Að beita sér fyrir foreldrastarfi í kring um barna og
unglingaíþróttir.
. Að ráða þjálfara eftir því sem þurfa þykir og semja um kjör hans í
samráði við aðalstjórn.
. Að skipuleggja æfingar og ákveða æfingagjöld í samráði við
aðalstjórn.
. Að sjá um fjáraflanir til að standa straum að rekstri og/eða
einstökum verkefnum.
. Að skipuleggja keppnir og keppnisferðir, s.s. með því að skrá og
velja í lið.
. Að gæta fjármuna deildarinnar og halda reikning yfir þá. Einnig skal
haldin gjörðabók yfir fundi á vegum deildar og skráðir helstu
viðburðir á vegum deildarinnar
. Að taka saman skýrslu um starfsemi deildarinnar með skoðuðum
reikningum og leggja fyrir aðalfund deildar. Sú skýrsla skal síðan
leggjast fram til aðalstjórnar til birtingar í ársskýrslu félagsins.
Gera tillögu að verðlaunaveitingum á vegum deildar, eftir nánari
reglum þar um, m.a. um íþróttamann ársins í viðkomandi grein.
Fundarstjóri mælti með kaffi hléi og benti fundarmönnum á að hugsa
um nafn á félagið og voru teknar niður eftirfarandi tillögur eftir
kaffi hlé:
Goði Tindur Sókn Óðinn
Gjallarhorn Siginn Muninn Dímon
Dugur Fjarkinn Hreyfing Völlur
Mjölnir Einhyrningur Rangæingur Iðunn
Hlíðarendi Þríhyrningur Fyrirspurn
Þessi nöfn höfðu að sjálfsögðu fyrirsögnina Íþróttafélagið ……..
Kosningar: Samkvæmt tillögu undirbúningsnefndar voru eftirtaldir
kosnir í stjórn félagsins:
Formaður: Ólafur Bjarnason Stóru-Hildisey A-Landeyjum s: 4878580
Gjaldkeri: Ingveldur Sveinsdóttir Rauðuskriðum Fljótshlíð s:
4878506
Ritari: Guðmann Óskar Magnússon Móeiðarhvoli Hvolh. s: 4878694
Meðstjórn.: Þórhildur Bjarnadóttir Hátúni V-Landeyjum s: 4878511
Meðstjórn.: Björgvin Guðmundsson Vorsabæ A-Landeyjum s: 4878502
Til vara: Eggert Sigurðsson Smáratúni Fljótshlíð s: 4878482
Til vara: Rúnar Guðjónsson Klauf V-Landeyjum s: 4878565
Til vara: Ólafur Elí Magnússon Króktúni 9 Hvolsvelli s: 4878692
Skoðunarmenn voru kosnir: Garðar Guðmundsson Holmi A-Landeyjum
Jóna Kristín Guðmundsdóttir Kirkjulæk Fljótshlíð.
Vara skoðunarmenn: Páll Eggertsson Kirkjulæk Fljótshlíð
Sigurjón Sváfnisson Hvolsvegi 23 Hvolsvelli.
Ólafur Bjarnason kom í púlt og þakkaði fyrir kosninguna, sagðist
vona að stofnun þessa félags væri jákvætt skref, en það yllti á
starfseminni hvernig til tækist. Hann hét á gömlu félögin að standa
við bakið á nýja félaginu. Taldi óljóst að starfið yrði mikið á þessu
ári, þyrfti að móta það smásaman, það væri ekki sérlega fjölbreitt
íþróttastarf í félögunum nema UBH, en vonandi mundi það virkjast í
heild. Við ættum að flíta okkur hægt að vera með margar deildir, slá
t.d. saman bolta deild. Að lokum vonaðist hann eftir umræðu á
fundinum um áherslur stjórnar í starfi í upphafi.
Þá var komið að því að velja nafn á félagið, ákveðið var að hver
fundarmaður skrifaði niður 3 nöfn (af þeim nöfnum sem var stungið upp
á áður) og skilaði inn. Atkvæði fóru þannig:
(4)Goði (9)Tindur (2)Sókn (0)Óðinn
(0)Gjallarhorn (0)Siginn (0)Muninn (17)Dímon
(4)Dugur (7)Fjarkinn (1)Hreyfing (1)Völlur
(4)Mjölnir (1)Einhyrningur(5)Rangæingur (0)Iðunn
(0)Hlíðarendi (2)Þríhyrningur(0)Fyrirspurn
Stofnfundur ákvað að nota nafnið Dímon með fyrir vara um samþykki
aðalfundar í febrúar 1998.
Fundarstjóri tók nú fyrir 1. gr. laga sem var frestað áður og var
hún samþykkt.
Rætt um skráningarblöð fyrir félag, merki félags, talað um að ekki
væri rétt að ganga frá fyrri en endanleg samþykkt væri fyrir nafni.
Spurt út í víxlu íþróttahússins á Hvolsvelli 17. júní 1997, hvort
Íþróttafélagið ættli að gera eitthvað þar, því var svarað að trúlega
yrði sýningar mót í frjálsum, stjórnin mundi væntanlega skipuleggja
það með skipuleggjendum víxlu.
Spurt um kjörtímabil skoðunarmanna, svar: kosið árlega á aðalfundum.
Spurt hvort félagið ættlaði að vera með sem flestar íþróttir á
sínum snærum, því var svarað að það yrði reynt.
Rætt um árgjöld, hafa eitt árgjald.
Fundi slitið.
Mættir á fundinn:
Eggert Sigurðsson Ólafur Bjarnason Haraldur B. Kristjánsson
Helgi Einarsson Örvar Ólafsson Guðmundur E. Kristjánss.
Hildur G. Kristjánsd. Ólöf G. Eggertsdóttir Jóna Kristín Guðmundsd.
Garðar Guðmundsson Guðmundur Garðarss. Sigurjón Sváfnisson
Páll Eggertsson Erna Árfells Valdís Leifsdóttir
Ingveldur Sveinsdóttir Þórhildur Bjarnadóttir Eyþór Hólm Sigurðsson
Hafdís Skjóldal Ólafur Elí Magnússon Guðmann Óskar Magnúss.
Ásta Sóllilja Karlsdóttir Guðrún Jónsdóttir.