Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Formaður, Benoný Jónsson, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.
2. Kosnir starfsmenn fundarins, Benoný Jónsson formaður var fundarstjóri og Þuríður Vala Ólafsdóttir ritari.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar var lögð fram til samþykktar.
4. Skýrsla stjórnar lögð fram. Formaður Benoný Jónsson las upp skýrslu stjórnar og sagði frá starfi deilda, starfi framkvæmdastjóra, kaupum a tækjum, helstu íþróttamótum og afrekum iðkenda.
5. Stjórn lagði fram endurskoðaða reikninga a liðnu ári og gjaldkeri skýrði frá stöðu reikninga. Félagið var tæpum 3,7 milljónum krónum lægra í tekjum þetta ár miðað við síðasta ár sem skýrist af kaupum a fimleika dýnu og því að launamiði vegna framkvæmdastjóra kom seint. Tap ársins var u.þ.b.. 260.000 kr.
6. Umræður um skýrslur og reikninga og afgreiðsla ?þeirra. Formaður ræddi reikninga, tekjur og gjöld. Kostnaður vegna starfsmanns kemur tvöfaldur á árinu, einnig er fjárfesting fimleikabúnaðar stór hluti útgjalda og því er halli a rekstri félagsins. Æfingagjöldin voru hækkuð úr 4.000 i 5.000 kr. en þau munu ekki dekka þennan halla að mati formanns. Verkefni komandi stjórnar er að fara i viðræður við sveitarfélagið um breytingar a samstarfssamningi með tilliti til þess að hækka fjárhæðir styrks til félagsins. Styrkurinn er nú 2,9 milljónir og er verðtryggður en ljóst er að þessi upphæð mun ekki duga félaginu. Hallarekstrinum þarf að snúa við að mati formanns og vinna að því hörðum höndum að bæta fjárhag félagsins. Páll spyr gjaldkera hvort reiknað sé með að óinnheimt félagsgjöld komi ekki inn, gjaldkeri a von a því að þau verði greidd. Reikningar bornir upp og samþykktir.
7. Gjaldkeri greindi frá fjárhagsáætlun. Formaður bendir a að ekki verður tekjuafgangur næsta ár.
8. Ákvörðun um árgjöld. Tillaga stjórnar að hækka félagsgjöld úr 1.000 kr. i 1.200 kr. Tillagan borin upp og samþykkt.
9. Stjórnarkjör:
Tillaga stjórnar að nýrri stjórn var eftirfarandi:
Formaður: Ásta Laufey Sigurðardóttir
Gjaldkeri: Ólafía Ásbjörnsdóttir
Ritari: Magnús Ragnarsson
Meðstjórnendur: Kristin Jóhannsdóttir og Anna Kristin Helgadóttir,
Varamenn: Þröstur Sigfússon og Theódóra Guðnadóttir.
Tillagan borin upp og samþykkt.
10. Kosnir 2 skoðunarmenn og 2 til vara. Jóna Kristin Guðmundsdóttir og Ingibjörg Marmundsdóttir gáfu kost a sér áfram og var það samþykkt af fundarmönnum með lofaklappi. Varamenn eru Sigurjón Sváfnisson og Garðar Guðmundsson.
11. Kosning fulltrúa a HSK þing i mars. Ásta Laufey Sigurðardóttir, Ólafía Ásbjörnsdóttir, Ólafur Eli Magnússon og Kristin Jóhannsdóttir buðu sig fram til a? fara á þingi.
12. Lagabreytingar. Stjórn gerir engar tillögur um lagabreytingar.
Hlé gert a fundinum og farið í kaffi.
13. Verðlaunaafhending
Sund yngri hópur: Sundmaður ársins var Inga Rós Sveinsdóttir. Viðurkenningu fyrir mestu framfarir hlaut Svandís Rós Treffer Jónsdóttir og Svanhildur Aðalsteinsdóttir fyrir bestu ástundun.
Sund eldri hópur: Sundmaður ársins var Ástríður Björk Sveinsdóttir. Viðurkenningu fyrir mestu framfarir hlaut Ásta Sól Helgadóttir og Högni Þór Þorsteinsson fyrir bestu ástundun.
Í frjálsum íþróttum i flokki 11-14 ára voru útnefndir 5 einstaklingar. Freyja Friðriksdóttir, Elín Eva Sigurðardóttir, Sindri Ingvarsson, Björn Ívar Björnsson og Þormar Elvarsson hlutu viðurkenningar vegna árangurs á mótum i sínum greinum.
Glíma: þrjár stúlkur úr 5.-7. bekk, ??r Dorothea Oddsdóttir, Birgitta Saga Jónasdóttir og Kolbrá Lóa Ágústsdóttir hlutu viðurkenningar vegna góðrar frammistöðu a mótum ársins.
Glíma: fjórir strákar úr 5.-7. bekk hlutu einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur. Það voru þeir Ágúst Aron Guðjónsson, Gestur Jónsson, Sindri Ingvarsson og Kristján Bjarni Indriðason.
Í Borðtennis, yngri flokki stráka hlutu viðurkenningu Matthías Jónsson og Benedikt Óskar Benediktsson.
I Borðtennis yngri flokki stelpna hlutu viðurkenningu Ástríður Björk Sveinsdóttir og Fanndís Hjálmarsdóttir. Guðrún Margret Sveinsdóttir hlaut mætingaverðlaun i borðtennis. Borðtennismaður Dímonar í fullorðins flokki kvenna var Bergrun Linda Björgvinsdóttir og borðtennismaður Dímonar i fullorðins flokki karla var Bjarmi Bergþórsson.
14. Önnur mal.
Erla Berglind Sigurðardóttir bendir á upplýsingaskort á heimasíðu. Gerir einnig athugasemd við fundarboð, að iðkendur og foreldrar séu boðaðir 14:30-15 en fundarmenn kl. 14. Leggur til að allir mæti kl. 14. Hún hefði líka vilja? sjá fleiri þjálfara viðstadda a fundinum. Benoný tekur undir með Erlu að fréttir mættu vera fleiri og tíðari inni a heimasíðunni, hann bendir á að Facebook síðan haldi að mestu utan um fréttir. Lilja, bendir á að setja meiri kröfur a þjálfara t.d. varðandi mót, að það væri gott fyrir foreldra að fá skipulag um það í byrjun annar. Benoný segir frá því að a næsta foreldradegi i skólanum i mars, verði lögð fyrir könnun á starfi félagsins og samfellunnar og hvetur foreldra að taka þátt i könnuninni. Ásta Laufey þakkaði Benoný fyrir setuna sem formaður og Þuríði sem ritara.
Benoný fráfarandi formaður sleit fundi kl. 15:30.
Fundargestir voru um 40 talsins.