Aðalfundur íþróttafélagsins Dímonar haldinn í Hvolnum 12. mars 2023 

1. Fundarsetning

Formaður félagsins Sigurður Kristján Jensson setur fund og býður fundagesti velkomna.

2. Skipun fundarstjóra og fundaritara

Sigurður stakk upp á Oddný Steinu Valsdóttur sem fundarstjóra og Christiane Bahner sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar

Fundargerð síðasta aðalfundar hefur verið aðgengileg á heimasíðu Dímonar frá síðasta aðalfundi og liggur hér frammi útprentuð. 

Fundarstjóri leitar eftir athugasemdum við fundargerð, engar athugasemdir voru gerðar. Skoðast því fundargerð síðasta fundar samþykkt.

4.  Skýrsla stjórnar

Sigurður formaður les upp skýrslu stjórnar.  

Skýrsla stjórnar 2022

Starfið hélst stöðugt seinni part árs. Iðkendur æfa eina og jafnvel mun fleiri greinar í viku en sama gjald er tekið fyrir það. Greinum hefur fjölgað síðustu misseri en því miður duttu fimleikar út þennan veturinn. 

33 æfingar eru í hverri viku í 6 deildum og heldur aðalstjórn uppi 3 af þeim æfingum. Ofan á það er Meistarflokkur í blaki og Ringó fyrir 16 ára og eldri á föstudagskvöldum.

Dímon er rekið með styrk frá sveitafélaginu, iðkendagjöldum, félagsgjöldum og söfnunum. Aðalstjórn safnar hólkum frá bændum og deildirnar safna dósum og flöskum. Kemur þetta út í litlum aukagjöldum hjá foreldrum og forráðamönnum. Ásamt þessu fær félagið tekjur af getraunum og lottó.

Með sjálfboðaliðum helst félagið á floti, hvort það er að telja dósir,skutla, dæma eða vinna í sjoppu þá er það ómetanlegur stuðningur við samfélagið og er ekkert meira hvetjandi fyrir iðkendur en að foreldrar sýni áhuga á starfinu.

Aðalstjórn fundaði einu sinni í mánuði og verður því haldið áfram. Formenn deilda eru boðaðir á fundina og er skráð hvað er að gerast hjá þeim reglulega. 

Árið 2022 voru vel yfir 200 iðkendur og bauð Dímon upp á 9 íþróttagreinar ásamt íþróttaskóla og leikjanámskeið.

HSK skýrsla

Íþróttafélagið Dímon

Aðalfundur félagsins var haldinn 4. mars 2022. Stjórn félagsins er þannig skipuð; Formaður: Sigurður Kristján Jensson, Gjaldkeri: Christiane Bahner.  Ritari: Esther Sigurpálsdóttir Meðstjórnendur: Ólafur Elí Magnússon og Oddný Steina Valsdóttir. Varamaður: Ragnar Jóhannsson. Fulltrúar unga fólksins: Veigar Páll Karelsson og Tumi Snær Tómasson.

Árið fór hægt af stað en hélst stöðugt seinni hlutann. Mót hafa verið sótt og gengið nokkuð vel þá sérstaklega í frjálsum þar sem mörg verðlaun hafa verið unnin.

Félagið býður upp á fjölmargar greinar fyrir yngri iðkendur 6 til 15 ára, íþróttaskóla fyrir leikskólaaldur. Einnig er Ringo spilað alla föstudaga fyrir 16 ára og eldri og Meistaraflokkur kvenna í blaki fóru upp um deild og urðu þær HSK meistarar á árinu.

Félagið hefur fjölgað æfingum mikið og endurnýjaði fyrirmyndafélag ÍSÍ á árinu.

5. Reikningar félagsins.

Christiane Bahner gjaldkeri fór yfir skoðaða reikninga félagsins.

Ársreikningur aðalstjórnar íþr.f.  Dímonar 2022   
 TekjurGjöld
Styrkur frá Rangárþingi Eystra4,494,296 
Útbreiðslustyrkur HSK1,364,737 
Æfingagjöld6,304,649 
Félagsgjöld522,600 
Fjáröflun503,400 
Íslenskar getraunir215 
Styrkur Umf. Baldur578,808 
Endurgr. Fimleikadeild121,235 
Kostnaður vegna aðalfundar  
HSK 89,415
Kostnaður Valitor 34,730
Sérsambönd 25,000
Mótagjöld 22,000
Auglýsingakostnaður 83,502
Bókhaldsþjónusta 153,388
Annað 130,570
Kostnaður vegna leikjanámskeiðs 44,500
Laun og launatengd gjöld 11,249,275
Bankakostnaður 37,177
Styrkir til rafíþróttadeildar 560,000
Innvextir82,880 
Fjármagnstekjuskattur  18,233
Samtals13,972,82012,447,790
   
Inneign á reikningi 01.01.2022 616102,731,376 
Inneign á reikningi 31.12.2022 61610 4,035,054
Inneign á reikningi 01.01.2022 83629,186 
Inneign á reikningi 31.12.2022 836 18,542
Inneign á reikningi 01.01.2022 3708662,227,098 
Inneign á reikningi 31.12.2022 370866 2,273,313
Inneign á reikningi 01.01.2022 15580 
Inneign á reikningi 31.12.2022 1558 185,781
 18,960,48018,960,480
   
Gjöld umfram tekjur1,525,030 
   
   
Christiane L. Bahner, gjaldkeri aðalstjórnar Íþr.fél. Dímonar  

Fundarstjóri gefur orðið laust varðandi skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. 

Fyrirspurnir úr sal, en engar athugasemdir. 

Bar þá fundarstjóri skýrslu stjórnar og reikninga félagsins upp til samþykktar. 

Samþykkt samhljóða.

6. Fjárhagsáætlun næsta árs.

Gjaldkeri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

7. Ákvörðun um árgjöld.

Fundarstjóri kynnir tillögu stjórnar að óbreyttu félagsgjaldi 1500 kr á ári og verði innheimt á 2 ára fresti. 

Fundarstjóri gefur orðið laust varðandi fjárhagsáætlun og tillögu um árgjöld, engar athugasemdir. 

Fundarstjóri ber fjárhagsáætlun og tillögu varðandi árgjöld upp til samþykktar, samþykkt samhljóða.

8. Verðlaunaafhending.

Viðurkenningar sem við veitum í dag eru byggðar að mestu á ástundun æfinga og framförum.

Badminton: Ívar Ylur Birkisson

Blak: Guðný Ósk Atladóttir

Borðtennis: Emma Guðrún Bahner Jónsdóttir og Kristján Birgir Eggertsson

Glíma: Jens Eyvindur Ágústsson og Valur Ágústsson

Körfubolti: Ívar Ylur Birkisson

Ringó: Sigurþór Árni Helgason og Þorgerður Rán Þorkelsdóttir

9. Stjórnarkjör. 5 manna stjórn, 3 til vara. 

Kjör stjórnar: Fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar að stjórn Dímonar

Sigurður Kristján Jensson formaður

Esther Sigurpálsdóttir ritari og varaformaður 

Christiane L. Bahner gjaldkeri

Ólafur Elí Magnússon meðstjórnandi

Oddný Steina Valdóttir meðstjórnandi

Fundarstjóri leitar eftir öðrum framboðum, engin framboð, stjórn kjörinn með lófaklappi 

Kjör varamanna: Fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar af varamönnum 

Ragnar Jóhannsson

Sigurþór Árni Helgason, fulltrúi unga fólksins

Tillaga samþykkt með lófaklappi.

10. Kjör tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

Fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar 

Páll Eggertsson og Ólafía B. Ásbjörnsdóttir  sem skoðunarmenn 

Garðar Guðmundsson og Sigurjón Sváfnisson sem varamenn

Tillaga samþykkt með lófaklappi.

11. Kjör fulltrúa á HSK þing.

Dímon sendir þrjá fulltrúa fyrir sig á þingið. Fundarstjóri óskar eftir framboði, engin framboð. Ákveðið var að stjórn félagsins taki þetta fyrir á fundi og finni fulltrúa

Samþykkt samhljóða.

12. Önnur mál.

Fundarstjóri opnar á umræðu um hvort fundarmönnum lítist á að stofna nýtt sameiginlegt félag með örðum íþróttafélögum í sýslunni og þá hvort áhugi sé á að sveitarfélögin leiði þá vinnu í samstarfi við íþróttafélögin.

Frjálsar umræður. 

13. Fundi slitið.

Dagsetning: 

Wednesday, March 15, 2023

Fleiri Fréttir

Vormót í körfu á Klaustri

Vormót Ungmennafélagsins Ás í körfubolta fór fram á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 29. mars. Keppendur mættu frá Dímon, Garp, Heklu, Kötlu og Ás og var gríðarlegt fjör

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Dímonar verður 16.mars kl 13:00 í Hvolnum litla sal. Venjulega aðalfundastörf