1.Fundarsetning
Formaður félagsins Sigurður Kristján Jensson setti fund og bauð fundar gesti velkomna.
2. Starfsmenn fundarins kosnir
Sigurður stakk upp á Oddný Steinu Valsdóttur sem fundarstjóra og Esther Sigurpálsdóttur sem fundarritara. Samþykkt samhljóða
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar
Fundargerð síðasta aðalfundar liggur frammi útprentuð og á heimasíðu félagsins. Fundarstjóri leitar eftir athugasemdum við fundargerð, engar athugasemdir voru gerðar. Skoðast því fundargerð síðasta fundar samþykkt.
4. Skýrsla Stjórnar
Sigurður formaður les upp skýrslu stjórnar.
Skýrsla stjórnar 2024
Badminton, blak, borðtennis, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, körfubolti, rafíþróttir, og sund. Dímon bíður upp á yfir 30 æfingar á viku fyrir börn á grunnskólaaldri.
Meistaraflokk í blaki og svo má ekki gleyma Ringó, nýleg íþrótt á íslandi sem Ólafur Elí vinnur í að breiða út. Hann hefur verið með sýnikennslu á kirkjubæjarklaustri og ætlar að fara næst á Vík.
Hvar sem við keppum náum við árangri.
Íþróttaskólinn er ávallt á sýnum stað. Spurning er hvað verður um leikjanámskeið Dímonar. Undanfarin ár hefur reynst erfitt að manna og verið þung byrgði á fólk sem er jafnvel í annari vinnu á sama tíma. Í nýjum samning við sveitarfélagið er ekkert minnst á leikjanámskeið og það ekki lengur grunndvöllur samnings okkar við sveitarfélagið og liggur það þá í höndum sveitafélagsins núna.
Í áranna raðir hafa sjálfboðaliðar haldið uppi íþróttastarfi en í dag hefur næstum engin tíma. Þar má nefna meðal annars mönnun dómgæslu, telja dósir og flöskur og skutlast hingað og þangað. Í stað þess að vera alltaf að fara annað á mót þá erum við vel í stakk búin að halda þau sjálf og láta fólk keyra hingað. Ef aðstaðan er ekki í lagi þá skulum við berjast fyrir því .
Ég skora á samfélagið að gera betur og taka meiri þátt.
Hvað ætlum við að gera þegar Óli Elí hættir? Leggja 50% af íþróttastarfi niður? Þurfum við ekki að hafa fjölbreytni til að allir krakkar geti fundið sig?
5. Reikningar félagsins lagðir fram
Christiane Bahner gjaldkeri fór yfir skoðaða reikninga félagsins
Gjaldkeri gaf orðið laust, engar spurningar um reikninga félagsins.
6. Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins, engin bað um orðið. Fundastjóri bar skýrslu stjórnar og reikninga félagsins upp til samþykktar, samþykkt samhljóða.
7. Fjárhagsáætlun næsta árs
Gjaldkeri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár
Fjárhagsáætlun Íþr.fél.Dímonar 2024
Fjárhagsáætlun Íþróttafélags Dímonar 2024 | ||
Tekjur | Gjöld | |
Lottó HSK | 1,400,000 | |
Félagsgjöld | 500,000 | |
Samstarfss. við Rangárþing Eystra | 5,300,000 | |
Æfingagjöld | 5,400,000 | |
Fjáröflun | 300,000 | |
Styrktarsjóður | 140,000 | |
Kostnaður HSK | 72,000 | |
Greiðslur vegna sérsambanda | 20,000 | |
Kostnaður vegna aðalfunds | 50,000 | |
Mótakostnaður | 30,000 | |
Auglýsingakostnaður | 30,000 | |
Kostnaður vegna bókhaldsþjónustu | 220,000 | |
Íþróttir utan deilda | 170,000 | |
Laun og launatengd gjöld | 11,000,000 | |
Styrkir til rafíþróttadeildar | 750,000 | |
Ýmis útgjöld | 150,000 | |
12,900,000 | 12,632,000 | |
Tekjur umfram gjöld | 268,000 | |
Hvolsvelli 23.02.2024 | ||
Christiane L. Bahner | ||
Gjaldkeri Aðalstjórnar Íþr.fél.Dímonar |
Fundarstjóri gefur orðið laust um fjárhagsáætlun félagsins, engin bað um orðið
Fundarstjóri ber fjárhagsáætlun upp til samþykktar, fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
8. Ákvörðun um árgjöld.
Fundarstjóri kynnir tillögu stjórnar að óbreyttu félagsgjaldi 1500 kr á ári og verði innheimt á 2 ára fresti. Orðið gefið laust engar athugasemdir. Tillagan borin upp til samþykktar, tillagan samþykkt samhljóða.
9. Verðlaunaafhending.
Verðlaunaveitingar fyrir árið 2023 á aðalfundi Dímonar,
Badminton
Badmintonmaður 2023: Alexander Ívar Helgason
Badmintonmaður 2023: Ívar Ylur Birkisson
Badmintonmaður 2023: Viktor Máni Ólafsson
Framfarir og ástundun í badminton 2023: Jakob Freyr Ólafsson
Glíma
Glímumaður 2023: Ingvar Máni Bjarnason
Glímukona 2023: Hildur Vala Smáradóttir
Framfarir og ástundun í glímu 2023: Jens Eyvindur Ágústsson
Framfarir og ástundun í glímu 2023: Saga Ársælsdóttir
Borðtennis
Borðtennismaður 2023: Alexander Ívar Helgason
Borðtenniskona 2023: Magnea Ósk Hafsteinsdóttir
Framfarir og ástundun í borðtennis 2023: Marsibil Silja Jónsdóttir
Framfarir og ástundun í borðtennis 2023: Álfheiður Silla Heiðarsdóttir
Framfarir og ástundun í borðtennis 2023: Dagný Lilja Ólafsdóttir
Framfarir og ástundun í borðtennis 2023: Valur Freyr Stefánsson
Framfarir og ástundun í borðtennis 2023: Alexander Lis
Framfarir og ástundun í borðtennis 2023: Franek Nogal
Rafíþróttir
Rafíþróttamaður 2023: Alexander Ívar Helgason
Framfarir og ástundun í rafíþróttum 2023 Aron Logi Þrastarsson
Sund
Sundmaður 2023: Lúkas Týr Sigurðsson
Framfarir og ástundun í sundi 2023: Guðjón Garri Ragnarsson
Framfarir og ástundun í sundi 2023: Eldey Ívarsdóttir
Körfubolti
Körfuboltamaður 2023: Ívar Ylur Birkisson
Framfarir og ástundun í körfubolta 2023: Jens Sigurðsson
Framfarir og ástundun í körfubolta 2023: Amadeusz Stanislaw Kosecki
Hlé
10. Stofnun skákdeildar
Stofnfundur skákdeildar hefur verið haldin og er Anton Guðjónsson formaður deildarinnar. Stofnun skákdeildar var samþykkt samhljóða.
10. Stjórnarkjör. 5 manna stjórn, 3 til vara.
Kjör stjórnar: Fundarstjóri leitar eftir framboðum, engin framboð, fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar að stjórn Dímonar
Sigurður Kristján Jensson formaður
Esther Sigurpálsdóttir ritari og varaformaður
Christiane L. Bahner gjaldkeri
Ólafur Elí Magnússon meðstjórnandi
Oddný Steina Valdóttir meðstjórnandi
Stjórn kjörinn með lófaklappi
Kjör varamanna: Fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar af varamönnum
Ragnar Jóhannsson
Sigurþór Árni Helgason fulltrúi unga fólksins
Varastjórn kjörin með lófaklappi
11. Kjör tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara
Fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar
Páll Eggertsson og Bóel Anna Þórisdóttir sem skoðunarmenn
Garðar Guðmundsson og Sigurjón Sváfnisson sem varamenn
Tillaga samþykkt samhljóða
12. Kjör fulltrúa á HSK þing
Dímon sendir þrjá fulltrúa fyrir sig á þingið. Fundarstjóri óskar eftir framboði, engin framboð. Ákveðið var að stjórn félagsins taki þetta fyrir á fundi og finni fulltrúa, samþykkt samhljóða.
14. Önnur mál.
Orðið gefið laust, spurt var hversu margir eru í íþróttafélaginu Dímon, í Dímon eru 635 manns skráðir.
Formaður ræddi um að íþróttafélagið Dímon hyggst skrifa undir samstarfsyfirlýsingu við Heklu til að geta skoðað hvort það sé grundvöllur fyrir auknu samstarfi en það er nú þegar töluvert. Athuga á hvort það sé hagkvæmt og góður kostur fyrir félögin og iðkendur þeirra. Fundargestir tóku vel í það.
Formaður ræddi um styrktarsjóð Dímonar. Til er styrktarsjóður hjá aðalstjórn Dímonar sem ekki hefur verið úthlutað úr í töluverðan tíma, endurskoða þarf reglur sjóðsins svo auðvelt sé að úthluta úr sjóðnum. Rætt var um að stjórnin vinni að nýjum reglum sjóðsins og farið verði í að úthluta úr sjóðnum.
Rætt var um sportabler forritið, galla þess sem mætti skoða nánar og ætlar formaður að ganga í það.
15. Fundi slitið.