Maí fundur íþróttafélagsins Dímonar 

Haldinn í Pálsstofu í Hvolnum Hvolsvelli, þriðjudag 15.05.24. Kl. 20

Mættir Ólafur Elí Magnússon, Sigurður Kristján Jensson, Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir, Stefán Ragnarsson, María Rósa, Eyrún María Guðmundsdóttir og Unnur Lilja Bjarnadóttir

Fréttir deilda

Borðtennisdeild: Á aðalfundi borðtennisdeildarinnar í febrúar var stjórnin endurkjörin en í henni sitja Árný Lára, formaður, Ólafur Elí, gjaldkeri, Ragnhildur, ritari, og Reynir og Óli Guðmar meðstjórnendur.

Æfingar hafa verið á mánudögum og föstudögum. Æfingarnar á mánudögum eru hluti af

samfellunni og þar hefur Óli Elí séð um þjálfun og fengið með sér þær Hildi Völu og

Magneu. Einnig hefur Óli Guðmar hjálpað til við þjálfun. Um 25 krakkar úr 1.-10. bekk eru

að mæta á þessar æfingar. Á föstudögum hefur Ruben séð um æfingarnar og hafa 10-12

krakkar verið að mæta á þær æfingar og eitthvað af foreldrum hafa líka mætt og spilað með.

Æfingum er að ljúka núna í þessari viku (13. – 17. maí) en við munum halda áfram að hafa

opna tíma á föstudögum fyrir þá sem vilja, allavega út maí.

Í janúar kepptu tvær sveitir á Íslandsmótinu í flokkakeppni sem haldið var á Selfossi. Í

flokkakeppni er keppt sem lið í einliða- og tvíliðaleik. Þær Magnea Ósk og Hildur Vala urðu

Íslandsmeistarar í sínum aldursflokk og Alexander Ívar og Kristján Birgir stóðu sig afar vel.

Íslandsmót unglinga í borðtennis var haldið í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli helgina 16.-17. mars.

BTÍ heldur mótið en greiðir Dímon fyrir aðstöðu, uppsetningu og aðra aðstoð. Mótið tókst

afar vel, um 90 keppendur voru skráðir til leiks, þar af 11 frá Dímon. Marsibil Silja Jónsdóttir

vann 2 Íslandsmeistaratitla og fleiri keppendur frá Dímon unnu til verðlauna og stóðu sig afar

vel.

HSK mótið fór fram í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli 25. apríl og voru 77 keppendur frá 4 liðum

mætt til leiks. Í fyrsta sinn í fjölda ára vann Garpur stigakeppnina en Dímon varð í öðru sæti.

Dímon vann 4 HSK titla og fjölda annarra verðlauna. Ánægjulegt var að sjá fjölda kvenna

sem kepptu í 40+ en 7 mættu til leiks.

Mótin sem haldin hafa verið í íþróttahúsinu á Hvolsvelli hafa gengið vel en það er kannski

fyrst og fremst vegna elju þjálfara, stjórnarmeðlima og fjölskyldu þeirra sem eru í stjórn sem

það hefur gengið svona vel. Afar erfitt er að fá foreldra til að hjálpa til við uppsetningu og

frágang sem og dómgæslu á mótum sem þó er ekki erfitt verkefni í borðtennis. Við í

stjórninni erum hugsi yfir þessari þróun og erum handviss um að erfiðara og erfiðara verði að

halda úti fjölbreyttu íþróttastarfi meðan þátttaka í utanumhaldi sé svona lítið. Enginn er eilífur

og fólk í þjálfun og stjórn brennur hraðar út í þessum aðstæðum. Þetta á væntanlega við um

flest allar greinar sem stundaðar eru innan Dímon. Hvað svo sem hægt er að gera til að fá

foreldra/aðstandendur til að taka meiri þátt veit ég ekki en við náum vonandi sem félag að

finna einhverja möguleika og lausnir til þátttökuhvatninga.

Rafíþróttir: Bæði vilja ritari og gjaldkeri hætta í stjórn og finna þarf því nýja meðlimi í stjórnina. Deildin er að missa núverandi húsnæði, en deildin hefur verið í húsnæði sem er í eigu SS. Deildin þakkar SS fyrir aðstöðuna. Verið er að vinna að því í samstarfi við sveitastjóra að finna nýtt húsnæði, það ætti að koma í ljós á næstu dögum. Stefnan er að vera komin á nýjan stað og byrja starfsemi í ágúst. 

Blakdeild: Helgina 9-12 maí deildin á Ödungamót Íslands sem haldið var í Mosfellsbæ.  Spilaðir voru um 450 leikir í heildina á 15 völlum. Liðin okkar stóðu sig sérlega vel og var Dímon-Hekla A sem spilar í 5.deild í 3.sæti og Dímon-Hekla B sem spilar í 7.deild vann deildina. Farið var á Kjörís mótið núna í apríl með eitt lið og gekk það mjög vel. 

Við erum svo búnar að skrá 2 lið í Íslandsmót næsta vetur en skráning rennur út 15.maí.  Við verðum með lið í 3.deild og 5.deild kvenna

Margrét Ísólfsdóttir kom inn í stjórn deildarinnar sem gjaldkeri.

Blak barna: Blakið gekk mjög vel í vetur. Iðkendum fækkar mikið í maí og er því spurning hvort ekki ætti að hætta með æfingar í byrjun maí. 

Glíma: Ca 20 krakkar fóru á HSK mót á Laugarvatni farið var með rútu, keppt var í öllum flokkum nema kvennaflokki og gekk deildinni vel.

Badmington: Fór með 4 krakka á mót í Hveragerði það mót var illa sótt en okkur krökkum gekk vel. 

Fimleikar: Ca.37 iðkendur voru í fimleikum í vetur frá 1 – 4 bekkur. Farið var í vetur til Þorlákshafnar og í Egilshöllina en það kom mjög vel út og iðkendur mjög ánægðir. Verið er að kaupa allskonar dót fyrir fimleikana næsta vetur en sumt hefur þurft að endurnýja og einnig er verið að kaupa inn ný tæki. Nýjir meðlimir eru komnir í stjórn deildarinnar en það eru þær Heiðbrá Ólafsdóttir sem gjaldkeri og Hildur Tryggvadóttir ritari.

Frjálsar: Búið að vera rólegt undanfarið en nú fer móta tímabilið að byrja en það er núna um miðjan maí. Mikið er af mótum í sumar sem tekið verður þátt í. Nokkrir iðkendur fara einnig til Gautaborgar að keppa. Iðkendum fækkar mikið sem mæta í maí mánuði og því er spurning hvort það ætti að hætta fyrr með vetraræfingar sem eru í samfellu og byrja með opnu sumaræfingarnar uppúr miðjum maí

Stjórn Dímonar

Stjórn Dímonar harmar það að ekki var hægt að halda úti æfingum sleitulaust alla önnina þar sem íþróttahúsið var upptekið í annarskonar starfsemi en íþróttir. Við vitum ekki betur en að sveitafélagið eigi nokkur önnur hús sem myndu nýtast vel fyrir annað starf en íþróttir. Viljum við hvetja til þess að skoðaðar séu aðrar lausnir en að teppa íþróttahúsið í langan tíma.

Fulltrúar í nefndinni um samfellustarfið á vegum Dímonar verða Sigurður Kristján Jensson og Esther Sigurpálsdóttir fundað verður í ágúst.

Dósasöfnun: Hvetja þarf fólk til að taka þátt í dósasöfnun en illa hefur gengið að fá iðkendur og foreldra til að taka þátt. Stjórnir deilda þurfa að kynna og auglýsa dóssöfnunina enn frekar fyrir sínum deildum og reyna að virkja fólk til þáttöku. 

Samstarf við Heklu, ef deildir sjá sér hag í því að æfa í samstarfi við Heklu þá er hægt að ræða þann möguleika. 

Foreldrahandbók er í vinnslu fyrir félagið og verið er að sækja um styrk til að þýða bókina á fleiri tungumálum.

Starfsskýrslan er í vinnslu en lokafrestur á skilum er 31. Maí

Dímon fékk peninga að gjöf frá  ungmennafélaginu Baldri Hvolsvelli þegar félagið var lagt niður. Hefur stjórn Dímonar ákveðið að láta hluta af því fé renna til meistarflokks kvenna í blaki. Starfsemin hjá deildinni hefur eflst mikið undanfarið og viljum við styðja við það flotta starf sem fer þar fram. 

Fundi slitið kl 22:10

Fleiri Fréttir

Vormót í körfu á Klaustri

Vormót Ungmennafélagsins Ás í körfubolta fór fram á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 29. mars. Keppendur mættu frá Dímon, Garp, Heklu, Kötlu og Ás og var gríðarlegt fjör

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Dímonar verður 16.mars kl 13:00 í Hvolnum litla sal. Venjulega aðalfundastörf