Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar 

Haldinn í Litla salnum Hvolnum þriðjudag 03.09.2024 kl. 19:30

Mættir voru Ólafur Elí, Christiane Bhaner, Sigurður Kristján Jensson, Esther Sigurpálsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Sigrún Elva Guðmundsdóttir og Stefán Ragnarsson.

Fréttir deilda

Rafíþróttadeild: Er komin með húsnæði en eftir er að græja rafmagn, net og snyrtingu. Þegar það er klárt hefjast rafíþróttir. Þegar rafíþróttir hefjast verður það auglýst.

Sunddeild: Starfið hafið og æfingar farnar af stað og ganga vel.

Badminton: Æfingar hafnar og ganga vel.

Borðtennis: Æfingar farnar af stað og ganga vel.

Blak: Æfingar hafnar, ganga vel.

Glíma: Er að hefjast, fyrsta æfing á morgun.

Frjálsar: Æfingar byrjaðar og ganga vel. 

Körfuknattleiksdeild: Æfingar byrjaðar og ganga vel. Ragnar Jóhannsson mun koma og þjálfa handbolta fyrir yngrideildina einu sinni í mánuði í staðinn fyrir körfubolta.  

Stjórn

Íþróttaskólinn byrjar 11. sept skráning fer fram á Abler.

Skák verður haldin í Litla salnum Hvolnum á sunnudögum í vetur og hefjast æfingar næstkomandi sunnudag. 8 sept kl: 11. Frítt fyrir félagsmenn.

Árný Lára hefur verið fengin til að aðstoða stjórn við að halda utan um Facebook síðu félagsins.

Aðalstjórn ætlar að kaupa svampbolta 15 stk fyrir handbolta æfingarnar.

Formaður Dímonar ætlar að skoða hvað kostar að kaupa gám en nauðsynlegt er að finna aðstöðu fyrir dósasöfnunina. 

Samþykkt að þjálfarar hjá Dímon fái frí grunngjöld vegna æfinga barna sinna veturinn 2024. – 25.

Þjálfarar þurfa að hleypa börnum sem fara með skólabíl út kl: 14:45 og kl:16:45 til að þau nái skólabíl á réttum tíma. 

Fundi slitið kl. 21

Fleiri Fréttir

Aldursflokkamót HSK í sundi

Dímon sendi vaska sveit til leiks á aldursflokkamót HSK í sundi sem haldið var í sundlauginni á Hvolsvelli þriðjudaginn 29. apríl sl. Í yngsta flokknum,

Dímon/Hekla sendi þrjú lið á Öldung

Stærsta blakmót ársins, Öldungur, fór fram í Kópavogi dagana 1.-3. maí þar sem mikill fjöldi blakiðkenda safnaðist saman en þátttökulið voru yfir 160. Í fyrsta

HSK mót unglinga í blaki

HSK mótið í blaki unglinga fór fram í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli föstudaginn 11. apríl sl. 8 lið mættu til leiks, 5 drengja- og blönduð lið