Haldinn í Pálsstofu í Hvolnum þriðjudagskvöld 05.11.2024 kl 19:00
Mættir Ólafur Elí, Christiane Bhaner, Oddný Steina Valsdóttir, Sigurður Kristján Jensson, Esther Sigurpálsdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir, Sigrún Elfa, Stefán Ragnarsson og María Rósa Einarsdóttir Unnur Lilja Bjarnadóttir.
Fréttir deilda
Frjálsar: Æfingar ganga vel og keppnis tímabilið fer að byrja. Silfurleikar ÍR eru núna um miðjan nóvember,þetta er bætingamót sem foreldrar sjá um að skrá iðkendur á og borga keppnisgjöld sjálf. Skráning hefur gengið vel.
Blakdeild: Höfum verið í fjáröflun og tókum að okkur barinn á viðburðinunm Raddir úr Rangárþingi 15.ágúst, fengum 120.000 kr. fyrir það og erum að fara að vinna á árshátíð Geysis 23.nóv.
Við vorum með 3 kvennalið í hraðamóti HSK sem við héldum hér á Hvolsvelli 30.sep í samstarfi við blaknefnd HSK.
Það fóru 15 frá okkur á leikreglunámskeið sem blaknefnd HSK bauð uppá 22.okt.
Við erum að fara að spila fyrstu umferð í Íslandsmóti núna um helgina 8-10 nóv.
3.deildar liðið er að fara að spila á Húsavík og 5.deildar liðið er að fara að spila á Laugarvatni.
Við erum svo búnar að skrá 3 kvennalið í héraðsmótið.
Æfingar ganga vel og erum um 20 að mæta á þær.
Sund: Æfingar ganga vel, Unglingamót HSK núna á selfossi 17. Nóv
Badmington: Æfingar ganga vel 45 iðkendur skráðir, fullt hús á æfingum.
Krakkablak: Æfingar ganga vel. Verið að stefna á hraðamót á næstunni.
Borðtennis: Aldursflokkamót var haldið í íþróttahúsinu 26. okt, 70 keppendur og gekk mótið mjög vel.
Glíma: Miðvikudaginn 27. nóv mun fara fram á Hvolsvelli fjórðungsglíma Suðurlands þar sem keppt er í karla og kvenna flokki og aldurflokkum stelpna og stráka.
Körfubolti: Lava mótið var haldið í byrjun okt. Ca 100 keppendur tóku þátt og gekk vel. Farið var með 1. – 4. bekk á Selfoss á mót sem gekk vel. Bætti við æfingum hjá 5. og 6. bekk. Fyrsta handboltaæfing vetrarins hjá 1 – 4 bekk var haldin um daginn í staðinn fyrir körfuboltaæfingu.
Stjórn
Rætt um launamál, hvort hægt er að einfalda úrvinnslu þeirra eitthvað.
Rætt um hvenær best er að halda aðalfund Dímonar. Stefnt að því að halda fundinn síðustu vikuna í febrúar eða í byrjun mars.
Hólkasöfnun í vinnslu enn eftir að fara á nokkra staði.
Fundi slitið 20:45