Haldinn í Hvolnum þriðjudag 09.01.2025 kl. 19:30
Mættir voru Ólafur Elí, Christiane Bhaner, Sigurður Kristján Jensson, Esther Sigurpálsdóttir, Oddný Steina og María Rósa.
Fréttir deilda
Frjálsar: Æfingar hjá frjálsíþróttadeild hafnar, og mæting ágæt. Nú er keppnistímabilið hafið, Stórmót ÍR um síðustu helgi þar átti Dímon 5 keppendur, og nú n.k. laugardag er Aldursflokkamót HSK og Unglingamót HSK og skráning hafin. í febrúar eru svo Meistaramót.
Ítreka mikilvægi þess að elstu iðkendur Dímonar í frjálsum þurfa að hafa aðgang að æfingum í lyftingasal, og eyða þarf óvissu um þessi mál.
Svara þarf þessum spurningum
1) Hvað er aldurstakmark í salin (aldur eða bekkur?)
2) Hverjir meiga fara í salin með foreldrum sínum eru þá foreldar sjálfir í ræktinni eða þarf að fylgjast með barninu allan tíman?
3) Ekki er hægt að fá aukaæfingar íþróttasal og kallað eftir aukaæfingum því tel ég að það sé ekki réttlætanlegt hjá sveitarfélaginu að rukka iðkendur Dímonar (KFR) fyrir þjálfun í lyftingarsalnum þar sem lyftingar eru nauðsynlegar til viðbótar þjálfunar, tilvalið til að styrkja þessa krakka bæði til forvarna og sem hluti af heilsueflandi samfélagi.
Rafíþróttadeildin: er loksins komin af stað í nýju húsi. Það er búið að vera hausverkur að fá net í húsið en það tókst að lokum. Við náðum að tengja allar tölvur með framleingjasnúrum og fjöltengjum. Ég er Búin að heyra í Óla Rúnars varðandi möguleika uppá að fjölga rafmagnstengum og nettenglum. En þær framkvæmdir eru bara a frumstigi og ekkert komið af stað.
Það er litil skráning eins og er hjá okkur. Flestir krakkar eru í 3 og 4 bekk. Ég er búin að fá athugasmedir hjá fólki í sambandi við æfingagjöldin. Þannig að eg ef þurft að útskýra það fyrir fólki að 12 þús er bara fyrir dímon og 10þús er aukalega fyrir rafíþróttir. Við verðum með fund fljólega til að fara yfir malin hja okkur. Svo erum við lika að býða með hvenær við getum farið i dósasöfnum.
Borðtennisdeildin: er farin aftur af stað og æfinatímar eru þeir sömu og áður, mánudagar og föstudagar. Óli Elí er á mánudögum og Óli Guðmar hefur aðstoðað hann. Rubén sér um æfingar á föstudögum. Það er misjöfn mæting á föstudögum en oftast 6-10 krakkar.
Blakdeild: Æfingar ganga vel.
Um síðustu helgi 17-19. jan tóku liðin þátt í 2.umferð í Íslandsmóti.
3.deildar liðið spilaði hjá Þótti Reykjavík í laugardaglshöll og 5.deildarliðið spilaði í Mosfellsbæ.
Bæði lið enduðu í neðri hluta deildana sina og í næstu umferð sem er spiluð um miðja mars tekur við barátta um að halda sér uppi í deildini.
Stjórn
Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 16. mars. Deildir þurfa að halda sína aðalfundi fyrir lok febrúar.
Í kjölfar erindis sem við sendum á sveitarstjórn eftir síðasta fund hefur Sigurði formanni verið boðið á nefndarfund hjá Heilsu, íþrótta og æskulýðsnefnd.
Fundi slitið kl 21:00