Ívar Ylur stóð sig frábærlega á NM U20 í frjálsum

Ívar Ylur Birkisson keppti fyrir Íslandshönd á Norðurlandameistaramóti U20 í frjálsum í lok júlí sl. og stóð sig afar vel. Ívar Ylur keppti í 110m grindahlaupi og setti þar HSK met í 16-17 ára flokki með því að hlaupa á 14,73 sek og hafnaði í 7. sæti. Ívar Ylur keppti einnig í hástökki og stökk þar 1,83m og nældi sér í 9. sæti í aldursflokknum. Frábær árangur hjá Ívari Yl.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Sunnlenska sem skrifaði frétt um árangur sunnlendinga á mótinu.

Fleiri Fréttir

Aldursflokkamót HSK í sundi

Dímon sendi vaska sveit til leiks á aldursflokkamót HSK í sundi sem haldið var í sundlauginni á Hvolsvelli þriðjudaginn 29. apríl sl. Í yngsta flokknum,