LÖG ÍÞRÓTTAFÉLAGSINS

Lög fyrir íþróttafélagið Dímon.

1. grein

Félagið heitir Íþróttafélagið Dímon. Heimili þess og varnarþing er Íþróttamiðstöðin á

Hvolsvelli.

Starfssvæði þess er Rangárvallasýsla. Þó er félagsaðild ekki bundin við þetta svæði.

Félagið er myndað af einstaklingum samkvæmt sérstakri spjaldskrá. Sameiginleg

aðalstjórn er æðsti aðili félagsins milli funda.

Félagi er:

a) Einstaklingur sem sótt hefur um inngöngu í félagið og fengið samþykki aðalstjórnar

eða stjórnar deildar.

b) Hver sá einstaklingur sem stundar æfingar eða keppir á vegum félagsins.

c) Einstaklingur sem sótt hefur um inngöngu í félagið sem styrktarfélagi og fengið

samþykki aðalstjórnar eða stjórnar deildar. Styrktarfélagi skal undanþeginn öllum

skyldum innan félagsins og er

ekki kjörgengur til neinna embætta innan félagsins.

2. grein

Markmið félagsins er að taka yfir íþróttastarfsemi ungmennafélaganna: Baldurs,

Dagsbrúnar, Njáls, Þórsmerkur og Trausta og jafnframt stuðla að eflingu íþróttastarfs á

þessu svæði.

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með fundahöldum, námskeiðum, íþróttaæfingum,

félagsstarfi, keppni og ýmsu sem best þykir á hverjum tíma.

3. grein

Málefnum félagsins stjórna:

a) Aðalfundur

b) Aðalstjórn

Reikningsár félagsins og deilda þess er almanaksárið.

4. grein

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Seturétt á aðalfundi, með

málfrelsi og tillögurétt, eiga allir félagar, og atkvæðisrétt allir félagar 18 ára (á árinu) og

eldri. Þeir síðarnefndu eru kjörgengir til allra embætta hjá félaginu, nema til formanns,

gjaldkera og skoðunarmanna, þar sem þeir skulu vera fullra 18 ára. Aðalfund skal

halda ár hvert fyrir Héraðsþing HSK. Hann skal boða skriflega með minnst viku

fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað. Á aðalfundum, sem

annars staðar, hefur hver félagsmaður 1 atkvæði. Einfaldur meirihluti ræður

ákvörðunum, nema um sé að ræða lagabreytingar, þá þarf 2/3 hluta til.

Aðalfundur ákveður upphæð árgjalds og þau aldursmörk sem innheimta skal miðast

við. Kaup og sala fasteigna félagsins skal háð aðalfundarsamþykkt.

Aðalfundur setur aðalstjórn erindisbréf og aðalstjórn deildarstjórnum erindisbréf, þar

sem fram koma meginverkefni stjórnanna.

 565. grein

Aukafundi skal halda svo oft sem þurfa þykir að mati stjórnar eða að 1/10

félagsmanna krefjist þess.Ekki má gera lagabreytingar á aukafundum. Að öðru leyti

gilda sömu reglur og um aðalfund, nema hvað fyrirvari boðunar þarf ekki að vera meiri

en 4 dagar.

6. grein

Aðalfundur-Störf,dagskrá:

1. Formaður setur fund.

2. Kosnir starfsmenn fundarins.

3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.

4. Skýrsla stjórnar lögð fram.

5. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins og einstakra deilda á liðnu ári.

6. Umræður um skýrslur og reikninga og afgreiðsla þeirra.

7. Fjárhagsáætlun næsta árs.

8. Ákvörðun um árgjöld.

9. Verðlunaafhending.

10.Stjórnarkjör. 5 manna stjórn, 3 til vara.

11.Kosnir 2 skoðunarmenn og 2 til vara.

12.Kosnir fulltrúar á HSK þing.

13.Lagabreytingar.

14.Önnur mál.

15.Fundi slitið.

7. grein

Kosningar skulu að öðru jöfnu vera leynilegar. Þó er heimilt að leggja fram tillögur að

skipun í embætti hvort sem er frá kjörnefnd (sem skipuð er af aðalstjórn) eða

einstaklingum. Þá er fundarstjóra skylt að óska eftir fleiri tilnefningum. Komi þær ekki

er sjálfkjörið í viðkomandi embætti, annars skal kjósa milli tilnefndra leynilegri

kosningu.

8. grein

Aðalststjórn er skipuð fimm mönnum sem kosnir eru beinni kosningu á aðalfundi;

formanni, gjaldkera, ritara sem jafnframt er varaformaður og tveimur meðstjórnendum.

Kjörtímabil þeirra skal vera tvö ár. Þó skal kjörtímabil fyrsta ritara og formanns

félagsins vera eitt ár frá fyrsta aðalfundi. Eigi skal hver stjórnarmaður sitja lengur en

þrjú kjörtímabil samfellt. Ofangreindum stjórnarmönnum er heimilt að sitja í stjórn

einnar deildar innan félagsins, en ekki þó gegna formennsku þar. Að auki starfa með

aðalstjórn með málfrelsi og tillögurétt formenn allra starfandi deilda eða fulltrúar þeirra.

Meirihluti ræður úrslitum mála í aðalstjórn. Fastar tekjur félagsins sem aðalstjórn

ráðstafar eru:

. Árgjald félagsmanna.

. Sölulaun af getraunum innan félagsins, Lottóúthlutun og aðrar fjáraflanir á vegum

íþróttahreyfingarinnar.

. Ágóði af sameiginlegum fjáröflunum félagsins.

. Öðrum tekjuöflunum sem ekki koma inn á svið deilda.

. Framlög og styrkir.

 579. grein

Aðalstjórn ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna.

Meginverkefni aðalstjórnar eru skilgreind í sértöku erindisbréfi sem aðalfundur setur.

(Sjá erindisbréf f. aðalstjórn)

10. grein

Hver deild félagsins hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag og hefur tekjur af:

. Æfingagjöldum.

. Styrktarfélagsgjöldum

. Ágóða af mótum/skemmtunum viðkomandi deildar.

. Styrkjum og öðru fjármagni til skipta.

Öðrum fjáröflunum skv. heimild frá aðalstjórn.

Stjórn hverrar deildar skipa 3 menn: formaður, gjaldkeri og ritari og skulu þeir kosnir

beinni kosningu á aðalfundi deildar, ásamt 2 til vara. Kjörtímabil deildarstjórnar er tvö

ár og skulu kjörtímabil skarast þannig að kosinn er stjórnarmaður og tveir varamenn

annað hvert ár, en tveir stjórnarmenn hin árin. Aðalfund deilda skal halda fyrir 25.

janúar ár hvert. Heimilt er deildarstjórnum að afla deildinni styrktaraðila.

Deildarstjórnum ber að halda nákvæma spjaldskrá yfir félaga deildarinnar, bæði virka

og óvirka. Nýir félagar sem skráðir eru inn í deildir skulu skráðir á þar til gerð

eyðublöð “beiðni um félagsaðild” í tvíriti og afritið sent aðalstjórn.

11. greinTillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á löglegum aðalfundi

og þarf tillaga þess efnis að hafa borist aðalstjórn 1 viku fyrir aðalfund. Til samþykktar

þarf minnst 2/3 hluta atkvæða. Eignir félagsins skulu þá skiptast jafnt á millli

ungmennafélaganna; Baldurs, Njáls, Dagsbrúnar, Þórsmerkur og Trausta til

uppbyggingar íþróttastarfi á sínum svæðum.

12. grein

Um þau atriði sem ekki eru tekin fyrir í lögum þessum gilda ákvæði í lögum ÍSÍ.

Erindisbréf fyrir aðalstjórn:

. Hún hefur umráðarétt yfir öllum sameiginlegum eignum félagsins og ræður starfsemi

þess í samráði við deildarstjórnirnar.

. Hún skal sjá til þess að sjóðir félagsins og deilda þess séu ávaxtaðir í banka eða

sparisjóði.

. Hún sér um að framfylgja ákvörðunum aðalfundar.

. Hún hefur heimild til að víkja mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra og/eða

gjörðir vítaverðar.

. Hún hefur heimild til að skipa nefndir sem þörf er talin á.

. Hún fer með yfirstjórn fjáraflana í nafni félagsins og getur veitt einstökum deildum

heimild til að nýta þær.

. Hefur yfirumsjón með niðurröðun í tíma Íþróttafélagsins í íþróttamannvirki og setur

reglur um innheimtu æfingagjalda í samráði við deildir.

. Vanræki einhver deild að halda aðalfund á tilsettum tíma skal aðalstjórn boða til

fundarins og sjá um framkvæmd hans.

 58. Tekur ákvörðun um skiptingu styrkja og annars fjármagns sem félagið hefur aflað.

. Hefur úrskurðarvald í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan félagsins og

til hennar er skotið.

. Hún hefur heimild til að fela einstökum deildum innheimtu árgjalda.

. Hún heldur fundi eigi sjaldnar en annan hvern mánuð og skal um þá haldin sérstök

gerðabók.

. Hún ber ábyrgð á útgáfu fréttabréfs á félagssvæðinu, hvort sem hún sér um það sjálf

eða felur það öðrum. Stefnt skal að útgáfu 6 sinnum á ári, eða svo oft sem þurfa þykir.

. Hún sér um útgáfu ársskýrslu félagsins samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja frá

deildum.

. Hún sér um að halda nákvæma spjaldskrá yfir félaga, þar sem fram kemur í hvaða

deild hver og einn er skráður. Þá er einnig heimilt að skrá félaga utan deilda eða í

fleiri en eina.

Erindisbréf fyrir stjórnir deilda:

Helstu hlutverk stjórna deilda eru þessi:

. Að setja deildinni markmið til lengri og skemmri tíma. Skulu þau markmið lögð fyrir

aðalstjórn og aðalfund deildar til samþykktar.

. Að halda sem best verður á kosið utan um starf deildarinnar þannig að hvetjandi sé til

iðkunar,og iðkendum séu sköpuð sem best skilyrði til að stunda íþrótt sína eftir því

sem aðstæður leyfa og bæta árangur sinn

. Að beita sér fyrir foreldrastarfi í kringum barna og unglingaíþróttir.

. Að ráða þjálfara eftir því sem þurfa þykir og semja um kjör hans í samráði við

aðalstjórn.

. Að skipuleggja æfingar og ákveða æfingagjöld í samráði við aðalstjórn.

. Að sjá um fjáraflanir til að standa straum að rekstri og/eða einstökum verkefnum.

. Að skipuleggja keppnir og keppnisferðir, s.s. með því að skrá og velja í lið.

. Að gæta fjármuna deildarinnar og halda reikning yfir þá. Einnig skal haldin gjörðabók

yfir fundi á vegum deildar og skráðir helstu viðburðir á vegum deildarinnar

. Að taka saman skýrslu um starfsemi deildarinnar með skoðuðum reikningum og

leggja fyrir aðalfund deildar. Sú skýrsla skal síðan leggjast fram til aðalstjórnar til

birtingar í ársskýrslu félagsins.

Gera tillögu að verðlaunaveitingum á vegum deildar, eftir nánari reglum þar um, m.a.

um Íþróttamann ársins í viðkomandi grein.

(Eftir breytingar á aðalfundi 19.2.’03)