HSK mótið í blaki unglinga fór fram í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli föstudaginn 11. apríl sl. 8 lið mættu til leiks, 5 drengja- og blönduð lið og 3 stúlknalið frá Dímon, Hamri, Heklu og Laugdælum. Það var því líf og fjör í íþróttahúsinu og ekki annað að sjá en að allir keppendur skemmtu sér stórvel.
Dímon sendi 2 drengjalið og 2 stúlknalið sem öll stóðu sig gríðarvel. Dímon A urðu HSK meistarar í drengjaflokki og strákarnir í B sýndu góða takta og eiga algjörlega framtíðina fyrir sig á næstu HSK mótum. Dímon A varð í 2. sæti í stúlknaflokki og Dímon B varð í 3. sæti en Laugdælir sigruðu stúlknaflokkinn.

Lokaniðurstaðan á mótinu var því á þessa leið:
Stúlknaflokkur:
- Laugdælur – 6 stig
- Dímon A – 3 stig
- Dímon B – 0 stig
Drengjaflokkur:
- Dímon A – 12 stig
- Laugdælir – 8 stig
- Hekla – 5 stig
- Dímon B – 3 stig
- Hamar – 2 stig

