Aldursflokkamót HSK í sundi

Dímon sendi vaska sveit til leiks á aldursflokkamót HSK í sundi sem haldið var í sundlauginni á Hvolsvelli þriðjudaginn 29. apríl sl.

Í yngsta flokknum, 10 ára og yngri, er ekki keppt til verðlauna en allir sem synda fá þátttökuviðurkenningu.

Dímon lenti í öðru sæti í stigakeppni félaga með 52 stig en Selfoss sigraði nokkuð örugglega með 170 stig. Í þriðja sæti varð svo Hamar frá Hveragerði.

Meðan á mótinu stóð voru grillaðar pylsur frá SS sem fá kærar þakkir fyrir góðan styrk.

Fleiri Fréttir

Dímon/Hekla sendi þrjú lið á Öldung

Stærsta blakmót ársins, Öldungur, fór fram í Kópavogi dagana 1.-3. maí þar sem mikill fjöldi blakiðkenda safnaðist saman en þátttökulið voru yfir 160. Í fyrsta

HSK mót unglinga í blaki

HSK mótið í blaki unglinga fór fram í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli föstudaginn 11. apríl sl. 8 lið mættu til leiks, 5 drengja- og blönduð lið

Dímon sigraði heildarstigakeppni HSK 2024

Íþróttafélagið Dímon náði frábærum árangri í Heildarstigakeppni HSK árið 2024 með því að lenda í 1. sæti með 159 stig. Heildarstigakeppnin samanstóð af 28 héraðsmótum