Dímon sigraði heildarstigakeppni HSK 2024

Íþróttafélagið Dímon náði frábærum árangri í Heildarstigakeppni HSK árið 2024 með því að lenda í 1. sæti með 159 stig. Heildarstigakeppnin samanstóð af 28 héraðsmótum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Selfoss varð í öðru sæti með 157 stig og Ungmennafélag Laugdæla í þriðja sæti með 110 stig.

Árangur Dímonar sýnir fram á mikla þátttöku og kraft í starfinu okkar, bæði meðal keppenda og þeirra sem standa að baki hverjum árangri. Þetta er afar ánægjulegt og sýnir að við erum á réttri leið! Við viljum þakka öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag. Þetta væri ekki hægt án ykkar allra!

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurð Kristján Jensson, formann Íþróttafélagsins Dímon, með bikarinn góða en með honum á myndinni er Guðmundur Kr. Jónsson heiðursformaður HSK.

Mynd: HSK

Fleiri Fréttir

Aldursflokkamót HSK í sundi

Dímon sendi vaska sveit til leiks á aldursflokkamót HSK í sundi sem haldið var í sundlauginni á Hvolsvelli þriðjudaginn 29. apríl sl. Í yngsta flokknum,

Dímon/Hekla sendi þrjú lið á Öldung

Stærsta blakmót ársins, Öldungur, fór fram í Kópavogi dagana 1.-3. maí þar sem mikill fjöldi blakiðkenda safnaðist saman en þátttökulið voru yfir 160. Í fyrsta

HSK mót unglinga í blaki

HSK mótið í blaki unglinga fór fram í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli föstudaginn 11. apríl sl. 8 lið mættu til leiks, 5 drengja- og blönduð lið