Ársskýrsla fimleikadeildar 2020

Ársskýrsla fimleikadeildar 2020

Í upphafi árs var auglýst eftir fimleikaþjálfara þar sem Ásdís Rut Kristinsdóttir óskaði eftir því að taka sér pásu frá þjálfun fimleika. Ung stúlka frá Moldavíu, Elizaveta Livadnova, bauð sig fram. Hún er  með talsverðan grunn í dansi og einhverja aðkomu að fimleikum í barnæsku. Var hún ráðin og henni til aðstoðar var Belinda Margrét Birkisdóttir, og einnig komu stúlkur úr 6. og 7. bekk sem eru að æfa fimleika inn á æfingar henni til aðstoðar. Vegna ákveðinna agavandamála í sumum hópum, var tekin sú ákvörðun að reyna að manna allar æfingar með aðstoðarmanni. Þetta gafst mikið betur og ákváðum við svo í haust að halda þessu fyrirkomulagi og manna allar æfingar með aðstoðarþjálfara einum eða jafnvel tveimur ef þannig stendur á. Eru þjálfarar mikið ánægðari og fæst meira útúr hverri æfingu en áður.

Elizaveta Livadnova þjálfaði yngri flokka á Hvolsvelli framan af æfingaári 2019-2020, eða þar til allt lokaðist vegna Covid, en þá hafði hún verið nýfarin heim til Moldavíu og komst svo ekki til baka. Allt starf lagðist niður það sem eftir var vetrar.

Farið var af stað í haust með krafti. Héldum stjórnarfund með þjálfurum til að leggja línurnar fyrir veturinn og svo fundaði ég með formanni Dimonar og forsvarsmönnum Umf. Heklu og þjálfurum beggja félaga.  Ræddum þar frekara samstarf félagana og er það opið plagg, allt snýst þetta um að manna þjálfara á æfingum en allir eru opnir fyrir frekara samstarfi. Eldri stelpurnar eru áfram á Hellu en yngri flokkar á Hvolsvelli.

Þjálfarateymi okkar æfingaárið 2020-2021 eru : Ásdís Rut Kristinsdóttir, Rebekka Rut Sverrisdóttir Martína Holmgren og Sara Lind Sölvadóttir. Þeim innan handar er svo Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir.  Þær Skipta með sér æafingum og gengur þetta nokkuð vel. Aftur stoppaði allt útaf codid en þó féllu æfingar bara niður í ca mánuð. En vegna covid hefur ekkert verið í gangi engin mót engar sameiginlegar æfingar eða heimsóknir í önnur fimleikahús eins og stóð til, en vonandi horfir þetta til betri vegar.

Bóel Anna Þórisdóttir, formaður fimleikadeildar

Dagsetning: 
Sunday, January 31, 2021