Stjórnarfundur, febrúar 2022

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar

Haldinn í Hvolnum þriðjudaginn 1. feb 2022 kl. 20:30

Mættir voru Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Sigurður Kristján Jensson og María Rósa Einarsdóttir.

Fréttir deilda

Blakdeild: Það er búið að vera rólegt hjá okkur erum bara fyrst núna að byrja að æfa eftir áramót. 
Það kom póstur frá blaksambandi Íslands í dag og ætla þeir að stefna á að halda umferð tvö í Íslandsmóti helgina 26-27 feb ef það finnast mótshaldara.  Rætt var hvort deildin hér gæti ekki sótt um að halda mótið hér og á Hellu, ákveðið að María Rósa athugi málið betur.  

Starfsemi í borðtennisdeild, blakdeild og glímudeild hefur legið í dvala eftir áramótin.
Æfingar þó að hefjast.  Engin tíðindi.  Næstu skref endurskoðun og aðalfundir deilda

Frjálsíþróttadeild: Meistaramót Íslands  11 til 14 ára sem átti að vera í febrúar var frestað þar til 12-13 mars. Stefnt að því að halda aðalfund sem fyrst.

Aðalfundir deilda verða haldnir á næstu dögum, reikningar deilda eru að verða klárir til endurskoðunar 

Önnur mál

Arna Dögg Einarsdóttir ætlar að auglýsa aðalfund félagsins.

Ólafur Elí ætlar að athuga hvort það verða verðlauna afhentingar hjá deildum á aðalfundi Dímonar

Sportabler er kominn í gagnið. Það hefur eitthvað verið um að foreldrar eigi erfitt með að skrá sig inn. Forritið var tilbúið seint eftir áramótin og því ekki skrítið að eitthvað vanti enn upp á skráningar. Hvetja þarf foreldra til að skrá börnin og fá þjálfara til að halda utan um skráningar á sínum æfingum, þá er hægt að yfirfara þær og skrá iðkendur á Sportabler. 

Unnið er að eineltisáætluninni fyrir fyrirmyndarskýrsluna, verið er að leggja lokahönd á hana. 

Sækja þarf um fyrirmyndarfélags vottun fyrir deildirnar sem falla undir þá skilgreiningu og athuga hvort fyrirmyndarfélags fánarnir fyrir deildirnar verði tilbúnir fyrir aðalfund Dímonar.

Athuga á hjá deildum Dímonar hvort þeir hafi einhverja tilnefningu að íþróttamanni ársins á aldrinum 16–18 ára. 

Rætt var um hvort Dímon og/eða deildir Dímonar eigi að bjóða uppá meira af íþróttum fyrir fullorðna.

Ákveðið að okkar hlutur í gallakaupasjóði verði nýttur í að kaupa keppnisbúninga fyrir þær deildir sem þurfa á að halda. Athuga þarf þörfina hjá deildum.

Ákveðið var að hafa samband við Jako sport til að útbúa galla fyrir Dímon þannig að foreldrar geti þá pantað sjálfir galla. Panta á peysur fyrir þjálfara og auglýsa fyrir foreldra hvar þeir geti pantað galla.

Sigurður leggur til að Dímon greiði æfingabolta fyrir stelpurnar í körfuboltanum. Tillagan samþykkt samhljóða.                                                                                                              Fundi slitið kl. 22:10

 

 

 

 

Dagsetning: 
Thursday, February 17, 2022