Stjórnarfundur, Maí 2022
Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar
Haldinn í Hvolnum 5. maí 2022 kl. 20:30
Mættir voru Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir og Sigurður Kristján Jensson
Fréttir deilda
Blakdeild: Fórum á öldungamótið í Kórnum 28-30 apríl
A-lið spilaði í 4 deild og endaði í 6. sæti
B-lið spilaði í 7 deild og endaði í 4.sæti.
Þá er formlegu starfi okkar lokið í vetur.
Unglingamót HSK veður haldið hér á Hvolsvelli 13.maí og er í okkar umsjón. Við stefnum á að mæta með 2 strákalið og 2 stelpulið
Körfuknattleiksdeild: keppti á vormóti USVS og vann þar til verðlauna í unglingaflokki. Dímon var með 3 lið eitt í unglingaflokk(7-10bekkur) eitt í 3. -4. bekk og eitt í 5. - 6. bekk .
Fyrsta tímabilið hjá 10.flokk er lokið. Stefnt er á að skrá lið í 9.flokk á næsta tímabili þar sem engir í 9.bekk hafa verið að æfa.
Önnur mál
Nóra skráningakerfið sem við höfum hætt að nota er enn að senda sveitarfélaginu reikning. Búið að láta vita að félagið er hætt að nota kerfið en það þarf að ítreka það enn frekar formaður og gjaldkeri fara í það.
Ákveðið að yfirfara vel réttindi þjálfara í haust á fundi með öllum þjálfurum svo þetta sé allt skýrt.
Leikjanámskeið sumarasins byrjar 25. maí þar sem skóla lýkur 24. maí. Búið er að ráða umsjónarmenn til að sjá um námskeiðið. Leikjanámskeið verður í 4 vikur. Ákveðið að formaður hitti umsjónarmenn á næstu dögum til að ræða skipulag og framkvæmd námskeiðsins. Auglýsa á námskeiðið á næstu dögum formaður sér um það.
Samningur Dímonar við sveitarfélagið. Endurnýja á samninginn næsta haust og var ákveðið að stjórnin skoði núverandi samning vel fyrir næsta fund svo hægt sé að leggja drög að nýjum samningi.
Fundi slitið 10.15