Stjórnarfundur, mars 2022

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar

Haldinn í Hvolnum 22. Mars 2022 kl. 20:30

Mættir voru Christiane Bahner, Esther Sigurpálsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Sigurður Kristján Jensson, Eyrún María Guðmundsdóttir, María Rósa, Veigar Páll Karelsson og Tumi Snær Tómasson.

Fréttir deilda

Blakdeild: Við sóttum um að halda Íslandsmót í blaki þegar BLÍ auglýsti eftir mótshöldurnum með stuttum fyrirvara, en mótið átti að vera 8-9 jan.  En vegna sóttvarnareglna var það ekki hægt.  Við fengum mótið og var 3.deild spiluð á Hellu og spilaðir þar 21 leikur.  Við erum í 4.sæti eftir þessa umferð og spilum því í A úrslitum á Siglufirði um næstu helgi.  Á Hvolsvelli var 4.deild spiluð, spilaðir voru þar 33 leikir.  Við erum í 7.sæti eftir þessa umferð og spilum því í B úrslitum á Akureyri um næstu helgi.  Næsta helgi 25-26 mars er úrslitahelgi í báðum deildum.  Þar sem við erum ekki rík af dómurum þá óskaði ég eftir að lið dæmdu þá leiki sem þau áttu umsjón með og gekk það mjög vel.  Við vorum þó líka að dæma og á Hvolsvelli dæmudum við 2/3 af leikjum.  Blí borgar 3500 krónur á leik og greiddi okkur því tæp 190.000.  Við greiddum þeim liðum dómgæslu sem sendu okkur reiknisupplýsingar en það svöruðu okkur ekki öll.  Við fengum því í afgang um 30.000 fyrir mótið.  Við greiddum þó okkar dómurum.  Um sjoppuna á Hvolsvelli sá körfuknattleiksdeild um og á Hellu sá unglingadeild björgunarsveitarnar um sjoppu.  Það var mikil styrkur fyrir okkur að hafa Guðný Rut til að hjálpa okkur t.d við að setja upp tölvunar fyrir leikina og líka skerpa á reglum fyrir dómarana okkar.  Einnig vil ég nefna Guðmann Óskar og Ástrúnu en þau sáu bara alveg um að mótið gengi hér á HVolsvelli og dæmdu mikið. 

Okkur tókst loksins að halda aðalfund 17.mars en óveður og covid er búið að hafa áhrif á okkur. 

Ný stjórn var kosin.  

Formaður: María Rósa Einarsdóttir

Gjaldkeri: Elín Fjóla Þórarinsdóttir

Ritari : Guðný H. Indriðadóttir  

Meðstjórnendur:  Sigríður Þórðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Svanhildur Hall.

 Út gengu Fanney Úlfarsdóttir og Anne Bau.

 Það á svo að halda Héraðsmót kvenna seinni umferð 5.apríl á Laugarvatni.  Við erum skráð með 3 lið þar.

Blak: Við ætlum að óska eftir að halda héraðs mót HSK í blaki unglinga í kringum sumardaginn fyrsta tekin verður ákvörðun um dagsetningu seinna

Borðtennis: Æfingar ganga vel. Við ætlum að óska eftir að halda héraðsmót unglinga HSK sumardaginn fyrsta. Íslandsmót unglinga var haldið 19. Mars í KR húsinu við Frostaskól við fórum með 7 keppendur fengum 1 silfurverðlaun í flokki 14 – 15 ára stúlkna ein bronsverðlaun fyrir 16- 18 ára stelpur. 

Frjálsar: Fjáröflun verður haldin þann 6. apríl í Gunnarshólma páskabingó til styrktar deildinni. MIkið af mótum hafa verið haldin undanfarið. EInn iðkandi er að fara til Gautaborgar á mót og vantar keppnisgalla. Sigurður er í sambandi við Jako sport og ætlar að fara í að það að panta galla. 

 

Önnur mál:

Skráningar iðkenda: Enn þarf að taka á skráningum iðkenda inn í Sportabler, við þurfum að taka á því og fá þjálfara til að fara yfir skráningar til að skrá þá iðkendur sem ekki hafa skráð sig. Það er nauðsynlegt að halda vel utan um skráningar. Þetta á að taka fyrir á fundi með þjálfurum sem á að halda fljótlega

Launaþrep þjálfara: Yfirfara þarf launaþrep þjálfara í tenglsum við menntun. Ákveðið að gjaldkeri ásamt ritara fundi um málið fyrir næsta fund.

Gjöld í sérgreinasambönd: Aðalstjórn er að leggja út peninga fyrir hverja deild til að greiða fyrir þær aðildargjöld og mótagjöld og er farið að ganga á sjóð aðalstjórnar. Stjórn Dímonar samþykkir að deildirnar greiði sjálfar sín aðildargjöld og þau mótagjöld sem við á. 

Leikjanámskeið: Aðalstjórn sér um leikjanámskeiðin, starfsmaður sem var með leikjanámskeiðin í fyrra hefur haft samband og óskað eftir því að vera með námskeiðin aftur. Stjornin fagnar því og verður í sambandi við hana við nánari útfærslu.

Samningur við Rangárþing eystra: Stjórnin ætlar að skoða samninginn fyrir næsta fund til að undirbúa nýja samningsgerð og óska eftir fundi með sveitarstjóra í framhaldi til að skoða samninga.  

Heimasíða: Búið er að uppfæra heimasíðuna eins og hægt er en eftir ca. hálft ár verður hún orðin úrelt og kostnaðurinn við að uppfæra kerfið er mjög kostnaðarsamt og því er betra að færar hanna inn í nýtt kerfi sem kostar ekkert eða mjög lítið. Ákveðið var að færa hana yfir í nýrra kerfi sem er ókeypis en mögulega verða einhver minniháttar útgjöld. Sigurður ætlar að gera þetta sjálfur.

Foreldraráð: Biðja deildirnar að skipa einn fulltrúa til að starfa í foreldraráði. Stjórn tilnefnir einn úr stjórn sem verður tengiliður. 

Ársskýrsla deilda: Ítreka þarf við deildir að skila ársskýrlum til stjórnar. Upplýsingar um nýjar stjórnir deilda þurfa að berast sem allra fyrst.

Fyrirlestur: Hugmynd um að halda fyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni fyrir þjálfara um jákvæð samskipti, ákveðið að ræða við önnur félög á svæðinu til að halda svona fyrirlestur saman. Sigurður ætlar að ræða við önnur félaög á svæðinu.

Skyndihjálparnámskeið: Stjórn vill halda skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara skoða á hvort ekki sé hægt að halda námskeið með öðrum félögum á svæðinu. Sigurður ætlar að ræða það við önnur félög.

Starf fyrir ungmenni á framhaldskólaaldri: Miklar umræður voru um hvort félagið gæti ekki boðið upp á einhverjar íþróttir fyrir iðkendur á framhaldsskólaaldri hugmyndir voru um að hafa frjálsan tíma einu sinni í viku. Ákveðið að Tumi og Veigar athugi áhuga hjá mögulegum iðkendum og hvaða dagur myndi helst henta. 

Stjórn Dímonar lýsir því yfir að flóttamenn frá Úkraníu eru velkomnir á æfingar hjá félaginu þeim að kostnaðarlausu.

Fundi slitið 22.30

Dagsetning: 
Tuesday, March 22, 2022