Fundargerð aðalfundar 24. febrúar 2019

Íþróttafélagið Dímon

Íþróttamiðstöðinni Vallarbraut 16  860 Hvolsvelli.

     Kt: 510697-2279  Reikn.nr.: 0182-05-061610

 

Aðalfundur Íþróttafélagsins Dímonar

haldinn í Hvolsskóla 24.2.2019

Aðalfundur-störf,dagskrá: 
1. Formaður setur fund.
2. Kosnir starfsmenn fundarins.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
4. Skýrsla stjórnar lögð fram.
5. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins og einstakra deilda á liðnu ári.
6. Umræður um skýrslur og reikninga og afgreiðsla þeirra.
7. Fjárhagsáætlun næsta árs.
8. Ákvörðun um árgjöld.
9. Verðlunaafhending.
10.Stjórnarkjör.  5 manna stjórn, 3 til vara.
11.Kosnir 2 skoðunarmenn og 2 til vara.
12.Kosnir fulltrúar á HSK þing.
13.Lagabreytingar.
14.Önnur mál.

15.Fundi slitið.

 

1. Formaður Arnheiður  setti fundinn um kl:14:00 og bauð fundargesti velkomna.

2. Arna stakk upp á Árna Þorgilssyni sem fundarstjóra og Óskari Magnússyni sem fundarritara og var það samþykkt.

3. Ritari Inga Baldursdóttir las fundargerð síðasta aðalfundar. Fundarstjóri bað um ath. semdir, sem komu ekki , skýrsla samþykkt.

4. Arna formaður Dímonar las upp skýrslu stjórnar. 

5. Arna las kveðju frá Ástu Laufey, gjaldkera, sem gat ekki setið fundinn vegna veikinda, Arna skýrði frá stöðu reikninga.

6. Fundarstjóri gaf orðið laust um reikninga og skýrslu stjórnar.

Enginn hvað sér hljóðs.

Skýrsla stjórna og reikningar samþykktir.

7. Fjárhagsáætlun aðalstjórnar Dímonar árið 2019:

                                                                                 Tekjur                                                            Gjöld

Lottótekjur                                                                           900.000

Félagsgjöld                                                                           300.000    

Samstarfssamningur við Rangárþyng eystri                 4.050.000

Æfingagjöld                                                                         2.600.000

Óinnheimtar kröfur æfingagj.                                            604.198

Endurgreitt lán frá gallakaupasjóði                                  400.000

Óinnheimtar kröfur félagsgj.                                               50.000

Áætlað að taka úr sjóði                                                    2.000.000

Skattur til HSK                                                                                                                                                           80.000

Greiðslur vegna sérsambanda                                                                                                                               250.000

Kostnaður vegna viðurk. Á aðalfundi                                                                                                                   100.000

Mótakostnaður                                                                                                                                                         300.000

Akstur á mót                                                                                                                                                             100.000

Kostnaður vegna heimasíðu                                                                                                                                     50.000

Kostnaður vegna Bókhaldsþjónustu                                                                                                                      140.000

Kostnaður vegna íþró.utan deilda                                                                                                                           150.000

Laun og launatengd gjöld                                                                                                                                       8.500.000

Ýmis útgjöld                                                                                                                                                               550.000

Ráðstöfun í útbreyðslu barna og unglingast.                                                                                                         600.000

                                                                                          10.904.198                                                                    10.820.000

Fjárhagsáætlun samþykkt.

8. Stjórn leggur til að árgjöld verði hækkuð í 1500 kr. á 16 ára og eldri, rukkað annað hvert ár (3000 kr.). Var það samþykkt.

9. Viðurkenningar veittar á aðalfundi Dímonar fyrir árið 2018

Borðtennis:

Óli Guðmar Óskarsson og Guðrún Margrét Sveinsdóttir

Óli Guðmar hefur stundað æfingar mjög vel og hefur sýnt miklar framfarir á árinu, hann tók þátt í héraðsmóti HSK, innanfélags mótum ásamt mótum á höfuðborgarsvæðinu, til hamingju Óli Guðmar.

Guðrún Margrét hefur stundað æfingar mjög vel og hefur sýnt miklar framfari á árinu, hún tók þátt í héraðsmóti HSK innanfélagsmótum ásamt mótum á höfuðborgarsvæðinu. Til hamingju Guðrún Margrét.

Framfarir  og ástundun í borðtennis:

Stepan Vassiljev og Magnea Ósk Hafsteinsdóttir

Þau hafa stundað æfingar mjög vel og hafa sýnt miklar framfarir á árinu. Þau tóku þátt í héraðsmóti HSK, íslandsmótaröð aldursflokka og innanfélagsmót. Til hamingju Stepan og Magnea.

Viðurkenningar í glímu:

Í flokki 11 – 12 ára drengja eru 4 tilnefndir:

Bjarni Þorvaldsson, Rúnar Þorvaldsson, Tómas Indriðason og Valur Ágústsson.

Bjarni og Rúnar tóku þátt í grunnskólamóti HSK, fjórðungsglímu Suðurlands og hérðasmóti HSK. Þeir eu sigursælir á mótum og eru mikilvægir hlekkir í liðsheild Dímonar. Til hamingju Bjarni og Rúnar.

Tómas Indriðason tók þátt í grunnskólamóti HSK, héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu Suðurlands. Tómas mætir á allar glímuæfingar og er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Tómas.

Valur Ágústsson tók þátt í grunnskólamóti HSK, héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu Suðurlands. Hann mætir á allar glímuæfingar og er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Valur.

Í flokki 11 – 12 ára stúlkna eru 4 tilnefndar:

Emelía Rós Eyvindsdóttir, Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Hanna Birna Hafsteinsdóttir og Birna Mjöll Björnsdóttir.

Emelía Rós tók þátt í grunnskólamóti HSK, héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu Suðurlands. Emelía Rós er dugleg og metnaðarfull glímukona , hún er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Emelía Rós.

Guðrún Margrét tók þátt í grunnskólamóti HSK, héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu Suðurlands. Guðrún Margrét er dugleg og metnaðarfull glímukona , hún er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Guðrún Margrét.

Hanna Birna tók þátt í grunnskólamóti HSK og fjórðungsglímu Suðurlands, Hanna Birna stendur sig vel á glímumótum hún er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Hanna Birna.

Birna Mjöll tók þátt í grunnskólamóti HSK, héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu Suðurlands. Birna Mjöll stendur sig vel á glímumótum og er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Birna Mjöll.

Í unglingaflokki drengja eru 2 tilnefndir:

Kristján Bjarni Indriðason og Aron Sigurjónsson.

Kristján Bjarni tók þátt í grunnskólamóti HSK, grunnskólamóti Íslands, héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu Suðurlands. Kristján er einn öflugasti glímumaður í sínum aldursflokki, hann er metnaðarfullur og flinkur glímumaður og er góð fyrirmynd annarra í glímuíþróttinni. Til hamingju Kristján.

Aron tók þátt í grunnskólamóti HSK, héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu Suðurlands. Aron er fylginn sér og metnaðrfullur glímumaður og hann er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Aron.

Í flokki 13 – 14 ára stúlkna eru 2 tilnefndar:

María Sif Indriðadóttir og Svanhvít Stella Þorvaldsdóttir.

María Sif tók þátt í grunnskólamóti HSK, héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu HSK. Hún er öflug í glímu og er í stöðugri framför. Hún keppti í fyrsta sinn í fullorðinsflokki í fjórðungsglímu HSK og lenti þar í 2. sæti. Til hamingju María Sif.

Svanhvít Stella tók þátt í héraðsmóti HSK og fjórðungsglímu HSK. Hún er í stöðugri framför og er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Svanhvít Stella.

Í flokki 13 – 14 ára drengja:

Sindri Sigurjónsson.

Sindri tók þátt í grunnskólamóti HSK, fjórðungsglímu Suðurlands og héraðsmóti HSK.

Sindri er metnaðarfullur glímumaður sem hefur verið nær ósigrandi. Hann er mikilvægur hlekkur í liðsheild Dímonar. Til hamingju Sindri.

Efnilegasti iðkandi í glímu:

Hildur Vala Smáradóttir og Pawel Broniszewski

Þau tóku þátt í sínu fyrstu mótum á árinu og stóðu sig mjög vel. Það verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum. Til hamingju Hildur og Pawel.

 

Viðurkenningar í Blaki í unglingaflokki:

Fyrir ástundun og framfarir í blaki hlýtur Óli Guðmar Óskarsson viðurkenningu.  Hann æfir á elsta stigi hjá okkur í 8-10 bekk.  Óli hefur æft blak í mörg í mörg ár hjá okkur, hann mætir mjög vel á æfingar og uppsker eftir því og hefur gaman af leiknum.  Hann tekur tilsögn vel og er tilbúin að gera krefjandi æfingar.
Hann var lykil maður í liði Dímonar á unglingamóti HSK þar sem Dímon varð í 2.sæti, einnig spilaði hann á hraðmóti HSK og Héraðsmóti HSK. Til hamingju Óli Guðmar.
Fyrir ástundun og framfarir í blaki hlýtur Cynthia Anne  viðurkenningu .  Hún æfir á elsta stigi hjá okkur í 8-10 bekk.  Anne hefur æft blak í nokkur ár hjá okkur.  Hún mætir vel á æfingar og hefur hún mjög gaman af leiknum, hún tekur tilsögn vel og er tilbúin að gera krefjandi æfingar.
Hún tók þátt í unglingamóti HSK þar sem Dímon varð í 2.sæti.  Til hamingju Cynthia Anne.

 

Viðurkenning í Badmintoni:

Óli Guðmar Óskarsson.

Óli Guðmar tók þátt í héraðsmóti HSK, unglingamóti HSK og aldurflokkamóti HSK. Hann er í stöðugri framför og er mikilvægur hlekkur í liði Dímonar. Til hamingju Óli Guðmar.

 

Viðurkenningar í fimleikum:

Efnilegastar

Margrét Ósk Guðjónsdóttir og Katrín Eyland Gunnarsdóttir.

Margrét hefur síðustu ár stundað fimleika af miklu kappi, hún er dugleg að mæta á æfingar og leggur sig mikið framm. Á síðstliðnu tímabili varð hún ásamt liði sínu í 2. sæti á Íslandsmóti í stökkfimi í 5. Flokki, þar sem hún var ein af lykilmanneskjum liðsins. Margrét hefur bætt við sig miklum erfiðleika í stökkvum í vetur og verður spennandi að fylgjast með þessari efnilegu fimleikakonu í framtíðinni. Til hamingju Margrét Ósk.

Katrín hefur stundað fimleika frá unga aldri, hún er einstaklega áhugasöm um fimleika og leggur sig mikið fram við að ná nýjum stökkvum. Hún er góður liðsfélagi en hún varð í 2. Sæti ásamt liði sínu á Íslandsmóti í stökkfimi í 4. Flokk á síðasta tímabili. Katrín er kappsöm og metnaðarfull og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Til hamingju Katrín.

Ástundun og framfarir:

Eik Elvarsdóttir, Sigríður Ír Björnsdóttir og Freyja Magnúsdóttir.

Eik hefur stundað fimleika af miklu kappi í vetur, hún er dugleg að mæta á æfingar og leggur sig vel fram á æfingum, hún er góður liðsfélagi sem hvetur aðra áfram á æfingum. Áhuginn leynir sér sannarlsega ekki hjá þessari ungu og efnilegu fimleikakonu og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Til hamingju Eik.

Sigríður Ýrr hefur mætt vel á æfingar í vetur þar sem hún liggur sig alltaf 100% framm. Hún hefur náð að bæta við sig erfiðleika í stökkvum og með einstaklega góða tækni í þeim æfingum sem hún framkvæmir. Hún lenti ásamt liði sínu í 2. Sæti á Íslandsmóti í stökkfimi, þar sem hún framkvæmdi stökk í öllum umferðum. Það verður spennandi að fylgjast áfram með þessari duglegu fimleikakonu. Til hamingju Sigríður Ír.

Freyja er ung og efnileg fimleikakona sem hefur stundað fimleika af miklum metnaði í vetur. Hún hefur mætt vel og lagt sig mikið fram á æfingum að ná nýjum stökkvum. Hún er lykil manneskja í 5. Flokki liðs Dímonar sem endaði með naumindum í 2. Sæti á Íslandmóti í stökkfimi. Freyja er einstaklega kraftmikil fimleikakona og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Til hamingju Freyja.

Ástundun og framfarir:

Bjarki Rafnsson og Viktor Máni Ólafsson

Bjarki og Viktor hafa stundað fimleika af miklum áhuga í vetur og hafa staðið sig með príði. Þeir hafa sýnt góðar framfarir og ástundun. Eru alltaf jákvæðir og hressir á æfingum og hvetja félaga sína óspart áfram á æfingum. Til hamingju Bjarki og Viktor.

 

Sundviðurkenning Dímonar í unglingaflokki 2018:

Vala Saskia

Vala fær sundviðurkenningu í unglingaflokki. Vala hefur æft sund frá því hún hóf grunnskólagöngu sína. Vala er dugleg, metnaðarfull og áhugasöm. Hún mætir ekki eingöngu á þær sundæfingar sem eru skipulagðar, hún hefur einnig haft það sem val utan skóla.  Til hamingu Vala

Sundviðurkennig fyrir ástundun og farmfarir 2018:

Lilja Sigríður Einarsdóttir og Alexander Ívar Helgason

Lilja Sigríður og Alexander Ívar hafa sýnt miklar framfarir í sundi síðastliðið árið. Ástundun þeirra er mjög góð. Þau fara ávallt eftir fyrirmælum, eru áhugasöm, jákvæð og góðir sundmenn. Til hamingju Lilja og Alexander.

 

Frjálsíþróttadeild Dímonar veitir viðurkenninguna Frjálsíþróttamaður Dímonar 15-22 ára fyrir árið 2018:

Birta Sigurborg Úlfarsdóttir

Árið 2018 keppti Birta á Héraðs-, Meistara-, Bikarkeppnum inn og úti, unglingalandsmóti UMFÍ og auk annara bætingamóta með mjög góðum árangri, þar helst ber að nefna að hún náði lámarki í úrvalshóp unglinga FRÍ í 400m hlaupi.  Til hamingju Birta.

Frjálsíþróttadeild Dímonar veitir viðurkenningu fyrir framfarir og mætingu15-22 ára fyrir árið 2018:

Monika Margrét Pétursdóttir.

Monika hefur verið dugleg að mæta á æfingar og keppt á héraðsmótum og meistaramótum inni og úti unglingalandsmóti UMFÍ og auk þess keppti hún á Guðtarborgarleikunum síðastliðið sumar. Hún stendur sig vel á æfingum og hefður bætt sinn árangur í keppni.  Til hamingju Monika.

 

Taekwondo:

Arna sagði nokkur orð um taekwondo. Er ekki með verðlaun að þessu sinni, en það koma margir til greina. Langaði að segja aðeins frá  íþróttinni. Þau ákváðu að verðlauna ekki núna þar sem þetta er svo ný íþrótt hjá okkur. Þetta er mikil sjálfsagaíþrótt og leggur mikið upp úr mætingum. Eldri iðkendur hefðu mátt sýna betri mætingu. Eigum marga efnilega iðkendur. Íþróttin er líka gott fjölskyldusport.

 

Fundarstjóri  gerði fundarhlé , verðlaunahafar í myndatöku og síðan boðið í kaffi.

10.

Stjórn Dímonar eftir aðalfund:
Formaður:    Arnheiður Dögg Einarsdóttir     Guðnastöðum                                 S: 8687708  

   Gjaldkeri:     Ástvaldur Helgi Gylfason          Hvolstúni 32b Hv.                         S: 8676141
   Ritari:           Inga Birna Baldursdóttir            Seli                                              S: 4878234    8624323
   Meðstjórn.:   Gina Christie                            Nýbýlavegi                                   S: 

   Meðstjórn.:   Ólafur Elí Magnússon              Króktún 9 Hv.                             S: 4878692    8486196
   Til vara:       Magnús Ragnarsson                Gilsbakka 31 Hv.                       S: 4875503    8680546

   Til vara:       Anna Runólfsdóttir                   Fljótsdal                         S: 4878497    8645062
   Til vara:       Elísabet Lind Ingólfsdóttir        Hvolstúni 32b Hv.                        S: xxxxxxx    8669005

Samþykkt tillaga.

 

11. Skoðunarmenn og varaskoðunarmenn:

Skoðunarmenn:             

Páll Eggertsson                             Kirkjulæk  Fljótshlíð
Ólafía B. Ásbjörnsdóttir                 Gilsbakka 32  Hvolsvelli.

Vara skoðunarmenn:   

Garðar Guðmundsson                    Hólmi  A-Landeyjum
Sigurjón Sváfnisson                        Njálsgerði 12 Hvolsvelli.

 

12. Héraðsþingið er 14. mars á fimmtudegi, Laugalandi í Holtum.

Ólafur Elí hann stefnir á að fara á þingið, Reynir Björgvinsson er til í að fara, Arna bauð einhverjum úr sal að koma á þing. Arna fer sem formaður. Enginn bauð sig fram á fundinum svo stjórn finnur 4. mann.

13. Ekki neinar tillögur.

14. Fundarstjóri gaf orðið laust en enginn hvatti sér hljóðs. Fundarstjóri óskaði nýkjörinni stjórn til hamingju með að vera kosin í stjórn og óskaði þeim velfarnaðar í starfi. Þakkaði kærlega fyrir sig. Gaf formanni orðið.

Arna formaður þakkar fráfarandi stjórnarkonum og þeim sem hafa lagt félaginu lið:

Ég vil biðja hér aðeins um orðið til að þakka þeim tveimur sómakonum sem nú er ljóst að láta af störfum í stjórn félagsins en reynsluboltarnir okkar þær Ásta Laufey og Kristín Jóhanns hafa óskað eftir að fá að minnsta kosti smá frí frá okkur. Við sleppum þeim með miklum trega en viljum jafnframt sýna þeim þakklæti okkar fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem þær hafa unnið.

Ásta Laufey hefur setið í aðalstjórn Dímonar samtals í 19 ár, alltaf boðin og búin að græja og gera hvað sem það er. Gjaldkeri eða formaður og eiginkona þjálfara sem ég hef grun um að sé kannski annasamasta starfið af þessum þremur! Hún fær nú ekki að segja af sér í því en við erum til í að létta af henni stjórnarstörfunum í bili alla veganna. Hún verður samt áfram okkar mikilvægi viskubrunnur og ég vona að þau hjón haldi áfram að halda utanum eiginir félagsins eins og þau hafa gert svo vel alla tíð. Ég er búin að biðja Ástu um að við fáum áfram að leita til hennar þegar á þarf að halda um góð ráð og vona að við gerum ekki mikla vitleysu þess á milli.

En okkur langar hér að sína Ástu sem alltaf hefur verið svo útsjónarsöm og hagsýn fyrir hönd félagsins að hún hefur aldrei viljað taka nein laun fyrir störf sín þrátt fyrir samþykktir þess efnis á fundum því gjaldkerastarfið sérstaklega er þó nokkuð viðamikið og annasamt starf . …. - Gott að Valdi er ekki hérna núna – en það er hvort eð er orðið of seint fyrir hann að guggna núna, og svo vonum við líka að bæði Nóri og Ásta verði honum til aðstoðar.

Ásta er ekki á fundinum – en mig langar að biðja Óla Elí að koma fyrir hennar hönd og taka við þakklætisvott fyrir störf hennar í þágu félagsins og líka til að passa uppá að hún gleymi okkur ekki. Þetta er sem sagt að okkur finnst táknrænir minjagripir, stálbakki með líflegum íþróttaiðkendum allt um kring og krúsir sem má nota að vild sem skraut, kaffikrúsir eða eitthvað annað og mynda þær saman nafn félagsins Dímon

Gefum Ástu Gott klapp

Og svo er það Kristín Jóhanns, hún er búin að sitja í stjórn félagsins lengi lengi – ég held það viti enginn hversu lengi en einhvers staðar útundan mér heyrði ég 8 eða 9 ár – getur það passað Kristín? [Kristín svarar því til að hún haldi að það sé nú ekki en alla veganna 6 ár]

Hún hefur óskað eftir að fá smá pásu og ætlum við að verða við því í þetta sinn en biðjum þig samt að muna að þú mátt alveg koma aftur þegar þú ert búin að hvíla þig smá . Af þessu tilefni langar okkur að færa þér hér þessa Friðarlilju sem tákn um að nú færðu smá frið en svo kemur þú bara aftur! Er það ekki?

Ég vil biðja Kristínu um að koma hér og taka við Friðarliljunni – gefum henni gott klapp

Takk Kristín

Í framhaldi af þessu þá kviknaði sú hugmynd hjá mér í aðdraganda fundarins að búa til ný verðlaun til að veita á aðalfundi. Ég náði ekki alveg að föndra þetta en mun kannski bara koma með efnivið á næsta stjórnarfund og við græjum mögulega farandbikara fyrir næsta ár. Ég vil sem sagt hér með leggja til að við útbúum farandbikara fyrir dósa, flösku og keflameistara Dímonar og ef ég hefði nú haft gripina tilbúna þá vil ég nefna hér að keflameistarar 2018 eru Kristín Jóhannsdóttir og Inga Birna Baldursdóttir – og vil ég biðja ykkur að gefa þeim gott klapp. Þær hafa verið mjög drjúgar að keyra hér á pallbílum og/eða með kerrur að safna keflum innan úr plastrúllum og fært Guðmundi á Borgareyrum.

Dósa- og flöskumeistarar eru að öðrum ólöstuðum að sjálfsögðu Ólafur Elí og Ásta Laufey sem hafa í gegnum árin rekið gríðarlega afkastamikla talningastöð á pallinum hjá sér í Króktúninu og ásamt deildum stýrt smávöxnum gulum skósveinum hér um þorpið – sem heyrst hefur að hafi oftar en ekki bankað uppá og beðið um dósir fyrir hann Óla Elí .

Ekki meira í bili, takk fyrir.

15. Fundi slitið kl: 15:30.

Góð mæting á fundi , yfir 60 mans.

 

 

Dagsetning: 
Thursday, September 12, 2019
Deild: