16. október 2018

Fundur aðalstjórnar og formanna deilda 16. október 2018 kl 20:30. Mætt eru Kristín J, Gina, Arnheiður, María Rósa, Eyrún, Óli Elí og Anna Rún. Inga Birna, Ásta Laufey og Bóel boðuðu forföll

Blakdeild:

María Rósa segir frá fullorðinsblakinu en þar hefur gengið mjög vel. Kvennalið A-liðið fór á Siglufjörð 13-14 okt til að spila í 3.deild Íslandmóts tókum 6 leiki og unnum 5 erum í 2.sæti eftir 6 umferðir.
Kvennalið B-liðið fór fljúgandi á Ísafjörð 13-14 okt til að spila í 5.deild.  Tóku 4 leiki unnum 3 og erum í 3.sæti eftir 4.umferðir.
Framundan eru hraðmót HSK 1.nóv karlar Hveragerði 1 lið
Hraðmót HSK konur 1.nóv Hella 3 lið, jafnvel karlalið líka

Héraðsmót 
Karlar 28.nóv Hvolsvelli 1 lið
Konur 20.nóv Flúðir 2 lið

Krakkablakæfingar ganga ágætlega, líklega þó ekki stefnt á mót fyrr en í febrúar þar sem mjög langt er að sækja á þau mót sem eru framundan.

Sunddeild:

Anna Rún segir frá námskeiðinu sem hún fór á í Finnlandi. Mjög vel heppnað og fróðlegt. 12 Íslendingar fóru og myndaðist þar góður hópur. Bæði fyrirlestrar og verklegar æfingar/sýnikennsla og Anna Rún er þegar farin að nýta tækniæfingar og fleira í þjálfuninni. Mikill fjöldi er að æfa í 1.-2. bekk og stór hópur í 3.-4. en mæting er misjöfn í 5. bekk og eldri. Æfingar ganga vel. Mót eru í skoðun.

Glíma:

Óli Elí segir frá aðalfundi Glímuráðs sem var fyrir ca hálfum mánuði síðan. Rætt um mót. Næsta mót verður á Reyðarfirði en ákveðið var að taka ekki þátt þar núna. Fjóðungsmót Suðurlands verður á Laugarvatni 8. nóvember. Mót verður hér fyrsta miðvikudag í febrúar, líklega hér í Hvolsvelli. Grunnskólamót Íslands verður haldið á Hvolsvelli 19. mars.

Badminton:

Góð mæting er á æfingar, allir vellir uppi og yfir 20 krakkar. Líklega Unglingamót HSK í Þorlákshöfn í nóvember

Borðtennis:

Mikið stuð er á borðtennisæfingum. Góð mæting á miðvikudögum og breiður aldur og ágæt mæting líka á föstudögum. Stefnt er að móti um miðjan nóvember.

Frjálsar:

Eyrún segir æfingar ganga vel hjá eldri krökkunum og líka á báðar styrkæfingarnar. Silfurleikar verða í lok nóvember og líklega mörg mót eftir áramót. Óli segir einnig ganga vel hjá yngri.

Íþróttaskólinn:

Í síðustu viku leystu Lárus Viðar og Ásdís Kristinsson Óla Elí af í íþróttaskólanum með Önnu Rún.

Geymslumál:

Í íþróttahúsi er uppi hugmynd um að taka hluta af geymslunni fyrir æfingasal. Fundurinn leggst gegn þeirri lausn. Full þörf er á geymslurýminu og fyrirséð að eitthvað bætist við af áhöldum. Til dæmis er fimleikadeildin að stefna að að kaupa hest. Dímon ætlar að fjarlægja gamla fimleikagólfið en lítið annað má fara. Auk þess vill Íþróttafélagið gjarnan koma upp góðum læstum skápum, einni fyrir hverja deild svipað og skápurinn sem er nú. Gjarnan mætti vera pláss fyrir boltagrind inni í svona skáp t.d. fyrir blakdeild.

Einnig telur fundurinn ýmislegt athugavert við að nýta svona geymslu fyrir hópa. Rýmið er gluggalaust, neyðarútgang vantar og setja þarf upp myndavélakerfi.  Til að koma salnum í stand þarf væntanlega að leggja út í töluverðan kostnað þó lausnin sé ekki varanleg.

Fundurinn er þó sammála um að þörf sé á aukasal og telur nauðsynlegt að skoða frekar möguleikan á að byggja slíkan sal, t.d. á milli íþróttahallar og búningsklefa sundlaugar eins og einhvern tímann var á teikniborðinu. Aðgengi að slíkum sal yrði mun betra, ekki þarf að ganga í gegnum íþróttasalinn og salurinn nýtist líka þegar hann er laus fyrir iðkendur í ræktinni en þar vantar betra pláss fyrir teygjur, erobic o.fl. Að öðrum kosti mætti finna hentugt húsnæði í þorpinu/sveitarfélaginu sem mætti standsetja og nota, þau auðvitað hafi það mikla kosti að hafa alla íþróttastarfsemi á sama stað.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 22:35

Dagsetning: 
Tuesday, October 16, 2018
Deild: