Fundur 7. maí 2019

Fundur í aðalstjórn Dímonar haldinn þriðjudagskvöldið 7. maí 2019 kl 20:30

Mætt eru úr stjórn:

Arnheiður, Ólafur Elí, Ástvaldur Helgi, Inga Birna (Gina boðaði forföll) og frá deildum ,María Rósa, Eyrún, Bóel

Fundur settur kl   20:30

Fréttir frá deildum:

Blakdeild:

Tókum þátt í Öldungamótinu sem var haldið 25-28 apríl í Reykjanesbæ.  
A-liðið spilaði í 4.deild og endaði í 3.sæti og spilar því áfram í 4.deild
B-liðið spilaði í 8.deild og endaði í 2.sæti og fer því upp í 7.deild á næsta ári.
Semsagt bæði lið á palli bara glæsilegt.  
Formlegum æfingum fer að ljúka en spilum eitthvað óformlega áfram.

Frjálsar:

Æfingar fyrir yngri komnar í frí Æfingar fyrir eldri halda áfram út maí. Vormót HSk er 20 maí ath starfsmenn. Héraðsleikar HSK 10 ára og yngri og Aldurflokkamót HSK 11-14 ára sunnudaginn 2 júní í þorlákshöfn. ath Starfsmenn. 

Ekki reiknað með miklum æfingum í sumar, en í skoðun.

Fimleikar

Íslands mót í stökkfimi fyrir 4 og 5 fl fór fram 4 maí. Frá okkur fóru 3 lið. Eitt í yngri hópnum en það er stelpur fæddar 2010. Þær  urðu Íslands meistarar nokkuð örugglega með  26.050 stig og 2.600 stigum fyrir ofan næsta.

Tvö lið voru svo í eldri hóp. Þar var 2008 árgangur saman í liði og svo 2009 árgangur með 2007 árgangi þar sem 2009 árgangur náði ekki í lið. 2008 árgangur lenti í 2 sæti með 26.700 stig og 0.350 fra 1 sæti og hitt liðið í 5 sæti með 25.100 stig og 1.950 stig frá 1 sæti. Þannig að minnstu mistök skiptu sköpum og var þetta mjög jöfn og spennandi keppni.  Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þessa íþrótt er að það þurfa ekki allir i sama liðinu að gera sömu æfingarnar heldur gerir hver þá æfingu sem hann hefur náð góðum tökum á. 

Þjálfara mál. Aníta hefur ákveðið að hætta hjá okkur en aðra eins fagmanneskju er erfitt að finna a þessu svæði og er  þvílíkur missir af henni . Ásdís ætlar að halda áfram en lengra erum við ekki komnar í þeirri vinnu.

Æfingar verða eitthvað áfram og stefnt er á vorferð.

Reikna með að það verði fleirri hópar á næsta ári þar sem við skiptum þeim meira sérstaklega 5 til 9 ára. Strakahópur verður ekki með í þeirri mynd sem var í vetur þar sem ekki gengur upp svo breiður aldurshópur

Áhöld trampólin og renningur mögulega önnur lendingar dýna seinna.

Borðtennis:

Borðtennismót var haldið 4.maí á Hvolsvelli og voru 64 keppendur í allt sem tóku þátt og var meiri en helmingurinn frá Dímon.  Mótið gekk mjög vel.

Badminton:

Áætlað er að fara með hóp á Badmintonmót til Þorlákshafnar.

Sunddeild:

Sundmót var haldið á Hvolsvelli 5.maí og gekk það mjög vel fyrir sig.  Framundan í sundinu er 17.nóv unglingamót HSK á Selfossi.  20.apríl 2020 aldursflokkamót HSK á Hvolsvelli.  04.júní 2020 Héraðsmót HSK í Hveragerði

Önnur mál:

  • Skrifað var undir umboð skipti á reikningi fyrir fimleikadeildina
  • Velt var upp þeirri spurningu hvenær uppfæra ætti bókina fyrir fyrirmyndarfélagið.  Er það í ár eða það næsta ? Verðum að komast að því til að geta verið með það tilbúið.
  • Rætt var um hvort það ætti að bjóða upp á handbolta eða körfubolta í haust og vetur í samfellustarfinu.  Athuga hvort hægt væri að skipta því niður á annir.  Kanna þarf áhugan hjá krökkunum.
  • Rætt var um styrkveitinguna til Birtu og ákveðið var að styrkja hana um 50.000 kr.
  • Valdi las upp reglur félagsins um styrkveitingu sem voru samdar 2001 af stjórninni á þeim tíma.  Til er sér reikningur sem ætlaður er sérstaklega fyrir styrki og er rúm 800 þús inn á honum.
  • Kom upp sú hugmynd að sameina nokkra sjóði/reikninga sem er engin hreyfing á og setja á styrkveitingareikninginn og skíra reikninginn „ styrktarsjóð Ólafs Bjarnasonar„
  • Ef við viljum breyta einhverjum reglum félagsins um styrkveitingar þá þurfum við að hafa það tilbúið fyrir næsta aðalfund því það þarf samþykki fyrir breytingunum á aðalfundi félagsins.  Uppfæra þarf nokkra punkta í reglunum og þurfum við að fara vel yfir það fljótlega.
  • Hugmynd kom upp um að eyrnamerkja lottótekjur félagsins til styrkveitninga og vaxtatekjur reikningsins væri þá hægt að eyrnamerkja fyrir bensínpening.  Með því væri hægt að halda reikningnum í vissu jafnvægi og engin hætta á því að hann myndi tæmast þegar upp sú staða kæmi upp að margir væru að sækja um styrki.
  • Leikjanámseið sumarsins verða í 4 vikur í sumar.  Hugmynd að fá 2-3 úr vinnuskólanum og rótera svolítið og skipta út krökkum.
  • Hugmynd kom upp að senda frá sér ársrit frá félaginu í byrjun haustsins þar sem fréttir verða settar inn um starfssemi félagsins og upplýsingar um komandi starf haustsins og vetrar.  Þetta væri mjög gott fyrir fólk að fá sem eru ný flutt til sveitarfélagsins til að fá allar þær upplýsingar á einum stað hvað væri í boði og hvernig starfið færi fram og hvernig allar skráningar væru framkvæmdar.  Þarna væri einnig staður fyrir félagið að koma að nýjum upplýsingum sem það þarf að koma frá sér og eins ef einhverjar breytingar eru framundan í starfinu.
  • Hvetja formenn deilda og þjálfara til að setja saman fréttir/myndir og senda frá sér til DFS.
  • Samþykkt var að samfellugjaldið fyrir hverja önn verði 10.000 kr núna í komandi starfi félagsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 23:00

Inga Birna Baldursdóttir

Dagsetning: 
Thursday, September 12, 2019
Deild: