Fundur 5. mars 2019
Fundur í aðalstjórn Dímonar haldinn þriðjudagskvöldið 5. mars 2019 kl 20:30
Mætt eru úr stjórn:
Arnheiður, Ólafur Elí, Ástvaldur Helgi, Elísabet, Inga Birna og frá deildum ,María Rósa, Eyrún og fyrrverandi gjaldkeri Ásta Laufey
Fundur settur 20.30. Ásta Laufey mætti til að skila af sér gögnum fyrir nýkjörin gjaldkera, Ástvald Helga. Stjórn skrifaði undir plögg til að skipta um prófkúruhafa. Ákveðið var að búa til nýtt netfang fyrir gjaldkera félagsins sem myndi þá fara áfram til næsta gjaldkera. Nauðsynlegt að hafa allt á einum stað. gjaldkeri@dimonsport.is....
Fréttir frá deildum:
Fimleikadeild Það gengur allt vel og mikil kraftur í þjálfurunum. Áætlað er að halda aftur Lava mót í vor hérna á Hvolsvelli.
Blakdeild 14 febrúar var aðalfundur blakdeildar og er óbreytt stjórn. 16-17 mars er Íslandsmót í Reykjavík og er áætlað að með tvö kvennalið. 5.apríl er áætlað að halda mót hérna í Hvolsvelli.
Frjálsar Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Dímonar var haldinn 19 feb í Hvolsskóla, og er sjórn skipuð þanning Eyrún María Formaður, Páll Eggertson Gjaldkeri, Reynir Björgvinsson ritari og Ingveldur Guðný og Ólafur Elí meðstjórnendur.
Badminton. Æfingar einu sinni í viku á föstudögum. Þá er helstu mót 11 ára og eldri búin og við tekur undirbúningstímabil fyrir sumar keppnistímabilið, en Héraðsleikar 10 ára og yngri verað haldnir á Hvolsvelli 10 mars n.k. Framundan er að fara á mót í Þorlákshöfn, reiknað er með að það verði í apríl
Borðtennis. Guðmann Óskar formaður, Ragnhildur Á Guðmundsdóttir ritari, Ólafur Elí gjaldkeri, Reynir Björgvinsson meðstjórnandi, Magnús Ágústsson meðstjórnandi. Stefnt er á að halda Héraðsmót hér á hvolsvelli í apríl. Búið er að halda æfingarbúðir hinsvegar fyrir stelpur sér og stráka sér og gist var í félagsmiðstöðinni. Mikil ánægja var með þetta fyrirkomulag. Með þessu fyrirkomulagi fengu stelpurnar að njóta sín. Stefnt er á að fara á Íslandsmót fyrir krakka 30-31 mars
Glíma Formaður er Harpa Sif Þorsteinsdóttir, Magnús Ingi ritari, Fanney Ólafdóttir gjaldkeri, Ólafur Elí og Anton Guðjónsson meðstjórnendur. Héraðsmót í glímu á Laugarvatni. Farið var með rútu og vann Dímon stúlknaflokkinn og er það í fyrsta skipti sem það gerist…………
(Óli Elí ætlar að senda póst um framhaldið)
Önnur mál:
Eyrún minnti á að frestur til að sækja um afreksíþróttastyrk sveitafélagsins rennur út 6. Mars næstkomandi. Kvatti hún til þess að þeir krakkar sem eiga rétt á að sækja um muni að gera það.
Komnir eru þrír vangar sem við báðum um að yrði smíðaðir fyrir félagið undir dýnur og tól eru komnir í notkun. Áætlað er að biðja um að smíða stærri kló undir stóru fimleikadýnurnar og fleiri tæki.
Umf. Framtíðin í Þykkvabæ sendi okkur erindi um hvort við vildum vera með í meðvirkninámskeiði frá Lausninni í Kópavogi sem félaginu langar að fá hingað á svæðið og bjóða fólki á svæðinu á. Ef 4 félög taka sig saman er kostnaðurinn 30 þúsund krónur á félag. Stjórn tók vel í þetta erindi og samþykkt var að taka þátt í verkefninu og eins að auglýsa vel svo íbúar nýti sér þetta tækifæri að fá frítt á svona námskeið.
Áætlað er að halda námskeiðið 1.apríl kl 18-22 og var talið um að við þyrftum að fara að auglýsa
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 22.11
Inga Birna Baldursdóttir