Stjórnarfundur, apríl 2023

Vinnufundur stjórn Dímonar Haldinn í Hvolnum þriðjudag 18.04.2023 kl 19.00 Mættir Oddný Steina Valsdóttir, Sigurður Kristján Jensson, Esther Sigurpálsdóttir, Christiane Bahner. Formaður Dímonar var á fundi með formanni Heklu og formanni fimleikadeildar Heklu um að finna fimleikunum farveg hér hjá Dímoni, en það er mikill vilji að hafa fimleikaþjálfun hér. Nýr dósagámur er kominn í gagnið, skrifa þarf frétt og þakka þeim sem styrktu verkefnið og unnu það. Starfsskýrslu skil eru fyrir 31. maí. Fara þarf yfir félagatal og setja inn ársreikninga. Starfsmaður á leikjanámskeið, ekki hefur fundist neinn starfsmaður enn þá. Tala á við nokkra einstaklinga sem eru líklegir til að taka að sér starfið. Hvetja á deildir til að halda námskeið eða æfingar í sumar.