Stjórnarfundur, Október 2022

Októberfundur íþróttafélagsins Dímonar 

Haldinn í Hvolnum miðvikudag 22.8.2022 kl 19.00

Mættir Ólafur Elí, Oddný Steina Valsdóttir, Sigurður Kristján Jensson Eyrún María Guðmundsdóttir og Esther Sigurpálsdóttir

Fréttir deilda

Frjálsíþrótta deild: Eyrún mætti og fór yfir starfið. Frjálsíþróttaæfingar fara vel af stað í haust, æfingar eru fyrir yngri 1-3 bekkur á mánudögum kl 16-17 og eldri kl 17-18:30.

Auk þess er hægt að mæta í styrk frá kl 07:00 til 7:55 á þriðjudögum.

Tveir elstu iðkendur Dímonar hafa skrá sig á æfingar hjá Selfossi og stefna á að mæta að minnsta kosti 1 x í viku á selfoss.

Lítið um mót á haustin og byrjun vetrar en keppnistímabilið byrjar um áramót og þá verða mót næstum hverja helgi.

Körfubolti: Foreldrar eru að safna styrkjum fyrir búningum fyrir eldri hópinn og gengur það vel. Í framhaldi verður farið í búningakaup fyrir yngri flokkinn.  Leikirnir sem voru um síðustu helgi gengu vel.

Badminton: Stefnt að því að halda héraðsmót í nóvember og unglingamót í desember.

Glíma: Glímusamband Íslands í samstarfi við Dímon verður með æfingarbúðir í glímu 15. október hér á Hvolsvelli fyrir krakka 7 - 10 bekk af öllu landinu.

Blak: Æfingar eru á miðvikudögum klukkan 16-17 þrír þjálfarar sem koma að þjálfun og veitir ekki af þar sem mikil aðsókn er á æfingar. Kristján Valdimarsson frá Hamri óskaði eftir því að við myndum hafa sameiginlega æfingu með þeim tvisvar sinnum fyrir áramót ákveðið var að gera það.

Borðtennis: verður stórt aldurflokka mót haldið á Hvolsvelli fyrsta vetrardag. Stefnt er að því að fá Landsliðþjálfara karla til að koma og vera með æfingu hér fyrir mótið. Stefnt er einnig að því að halda æfingabúðir fyrir áramót.

Stjórn Dímonar

Sigurður formaður fór á fund með íþrótta og æskulýðsnefnd þar sem rætt var um uppbyggingu á íþróttasvæðinu  hann lagði mikla áherslu á að haldið væri betur utan um viðhald á núverandi íþróttasvæði því ekki er vanþörf á því. Einnig hvatti hann til uppbyggingar til alhliða tómstundaiðkunar á svæðinu.

Rætt var um byggingu á nýjum úti körfuboltavelli.

Fundi slitið kl. 8:16 

 

Dagsetning: 
Tuesday, November 1, 2022