Fundur 9. apríl 2019

Fundur í aðalstjórn 9. apríl 2019

 

•Undirskrift vegna gjaldkeraskipta hjá Frjálsíþróttadeild

•Undirskrift vegna gjaldkeraskipta hjá Aðalstjórn

•Umráða vegna 10% lottó = Valdi og Ásta Laufey klára og leggja inn.

•Felix = Valdi, Ásta Laufey og Óli Elí klára, reyna í næstu viku að klára.

• 01.Okt klára HSK

•SS búningakaup 1.maí

•Reikningurinn sem heitir minningarsjóður Ólafs Bjarnasonar.  Hugmynd um að það sé hægt að nota þennann reikning sem sjóð til að nýta til styrkveitninga til íþróttafólks Dímonar.  Jafnvel hugmynd um að nýta lottótekjurnar sem innáborgun á reikninginn og nýta vextina.

•Þarf að svara bréfi Guðlaugar í Glámu um beiðni fyrir styrkveitingu Birtu Sigurborgar sem stefnir á að fara til Gautaborgar í sumar.  Láta hana vita að það sé verið að vinna í þessu og á eftir að ákveða endalega upphæð og að svar muni berast næstu daga.

•Ákveða þarf val okkar um íþróttamenn ársins frá félaginu og senda Ólafi íþrótta og æskulýðsfulltrúa.  Hugmyndir okkar eru ; 
 Birta Sigurborg, Þorsteinn Ragnar, Vala Saskia.  Senda þarf þessar tillögur fyrst til þjálfara deildanna sem þau eru að æfa hjá, það er að segja frjálsíþróttadeildar,taekwondo-þjálfar og sunddeildar til að fá samþykki þeirra og fá þá til að fylla út umsögn um þessa iðkendur.

•Valdi spurði um reikning sem var merktur sem verðlaun fyrir iðkendur. Honum fannst hann heldur of hár eða yfir 120 þús og kom með þá hugmynd hvort það væri hægstæðara að hafa farandbikar að einhverju leiti og hvort það þyrfti að herða eitthvað reglurnar um hver fengi verðlaun og hvort þau þyrftu að vera svona mörg. Skoða þetta og ræða frekar. Annað sjónarmið era ð viðurkenningar eru mikil lyftistöng fyrir iðkendur og stefna Dímonar hefur verið að verðlauna frekar fleiri en færri, horfa til eintaklingsmiðaðara framfara og ástundunar.

•Dósakassar = Óli Elí og Ásta Laufey hittu Atla og Þuríði og spurðu hvort strákarnir þeirra gætu tekið að sér að smíða nýja dósakassa sem hægt væri að setja við Hliðarenda og einn við gámasvæðið.  Tekið var vel í það og farið verður í að teikna þá og skipuleggja hvernig þeir myndu líta út.  Svo er nauðsynlegt að leita tilboða í efnakaup fyrir kassana því járn er mjög dýrt í dag.  Einnig hugmynd hvort það væri hægt að fjármagna smíðina að einhverju leyti með sölu á auglýsingum utaná kassana.

•Nóri. Valdi vill endilega að þjálfara meldi sig inn á nórann þegar æfingar eru svo hægt sé að hafa allar skráningar á einum stað og auðveldar þá alla vinnu með útreikninga launa.  Kom einnig með þá spurningu hvort það þyrfti ekki að herða allar reglur um hvernig þjálfarar skrá sína vinnu.

•Valdi kom með þá hugmynd um að breyta launatímabilinu og hafa það frá 25. Hvers mánaðar til 24.þann næsta til að skapa svigrúm 
 til að ganga frá útreikningum launa.  Tekið var vel í þessa hugmynd og stefnt á að breyta þessu fljótlega, jafnvel í sumar svo 
 þetta verði klár fyrir haustið þegar allt íþóttastarf fer á fullt aftur eftir sumarfrí.

•Valdi ætlar að skrifa nokkra punkta niður um hugmyndir sem við getum notað til hliðsjónar um styrkveitingar og ætlar að hafa það tilbúið fyrir næsta fund.

Ekki fleiri mál rædd og fundi slitið 22:30.
Inga Birna Baldursdóttir
 

 

Dagsetning: 
Tuesday, April 9, 2019
Deild: