Stjórnarfundur 1. september

Stjórnarfundur íþróttafélagsins Dímonar

Haldinn í Hvolnum 1. sept 2021 kl. 20:30

Mættir voru Arna Dögg Einarsdóttir, Esther Sigurpálsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Sigurður Kristján Jensson, Harpa Mjöl Kjartansdóttir, María Rósa Einarsdóttir og  Eyrún María Guðmundsdóttir

Fréttir deilda:

Frjálsíþróttadeild:

Frjálsíþóttaæfingar eru hafnar eldri hópur 1-3 bekkur 1x í viku 4 bekkur og eldri 1x í viku auk auka styrktar æfingu fyrir 6 bekk og eldri 1x í viku, þjálfari Eyrún María. Í sumar voru æfingar 2x í viku ekki mikil þátttaka en þeir sem voru að mæta mættu vel þ.e.a.s voru að æfa og keppa í sumar með góðan árangur og bætingar auk þess að fara á auka æfingar á Selfossi. Eyrún María hefur verið að keyra krakkana. Samþykkt að greiða henni fyrir tíman og bílastyrk. 

Eyrún María óskar eftir auka þjálfara í frjálsíþróttatíman fyrir 1-3 bekk á mánudögum vegna fjölda iðkenda.

Rafíþróttadeild:

Búið að vera mikil vinna að koma þessu öllu á fót en gengið mjög vel og hafa rafíþróttirnar fengið góðar viðtökur. 53 iðkendur sem er mjög góð þátttaka og þarf að skipta hópunum upp. Stjórninni langar að nýta aðstöðuna meira, bjóða upp á tíma utan skólatíma td. fyrir unglinga, fyrirtækin í samfélaginu eða eitthvað annað sniðugt og er stjórnin að skoða það. Verið er að finna út hvaða leiki krakkarnir vilja spila og koma starfinu af stað.  

Blak: 

Blakið fer vel af stað. Blakvagninn er tilbúinn og er mikil ánægja með hann og vagninn vel gerður. Einfaldar starfið mikið.

Körfuboltinn: 

Verið að vinna í að merkja völlinn í íþróttahúsinu, Ákveðið að athuga með styrki til að hægt sé að kaupa stoppklukku. Góð mæting og fer starfið vel af stað, Eitt lið 10 flokkur drengja skráð á Íslandsmótið og er fyrsti leikur á laugardaginn á Hellu, allt klárt fyrir það.

Önnur mál

Unnur Lilja Bjarnadóttir sjúkraþjálfari kom á fund til að kynna fyrir okkur hugmynd að íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum eins til þriggja ára með foreldrum. Gerð yrði braut í íþróttahúsinu fyrir börnin sem foreldrar og barn færu í gegnum saman, góð fjölskyldustund. Unnur hefði þá yfirumsjón með tímunum en foreldrar yrðu með og tækju fullan þátt í tímanum.  Tekið vel í hugmyndina og ákveðið að prófa framm að jólum. 

Brotist var í dósagám Dímonar, stolið úr honum dósum og hann skemmdur þannig að erfitt er að loka honum. Ákveðið að láta lögregluna vita.

Rætt var um hvernig íþróttastarfinu eigi að vera háttað vegna covid í sambandi við mót sem eru um allt land og  þar sem ekki er hægt að fylgja sóttvarnarreglum. Er það á ábyrgð Dímonar eða íþróttasambanda að hafa slíkar keppnir eða ekki.

Mikill áhugi er á að byggja upp  starf í kringum skák. Rætt var um hvort kaupa eigi klukku, taflborð og taflmenn svo hægt sé að bjóða upp á skákkennslu t.d sem val í skólanum, eða á samfellu tíma og/eða helgarnámskeið.  

Ákveðið að athuga við sveitarfélagið hvort þjálfarar hjá Dímon fái frítt í sund og ræktina. 

Ákveðið að athuga við sveitarfélagið hvort ekki eigi að laga gólfið í íþróttahúsinu.

 

Fundi slitið kl. 23:00

Dagsetning: 
Wednesday, September 1, 2021