Aðalfundur 2021
Íþróttafélagið Dímon
Aðalfundur 2021
Aðalfundur Íþróttafélagsins Dímonar haldinn í Gunnarshólma 09.05.2021
1. Formaður félagsins Arnheiður Einarsdóttir setti fundinn kl 11:20 og bauð fundargesti velkomna.
2. Arnheiður stakk upp á sér sem fundarstjóra og Ingu Birnu Baldursdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.
3. Inga Birna ritari stjórnar las upp fundargerð síðasta aðalfundar. Arnheiður spurði um einhverjar athugasemdir. Spurt um framboð á íþróttagreinum félagsins, þar sem sú spurning kom upp á síðasta aðalfundi (2020) hvort framboð væri of mikið. Voru allir fundargestir sammála því að það væri mikill kostur að hafa fjölbreytileika á íþróttagreinum svo iðkenndur geti prófað sig áfram og fundið sína íþróttagrein.
Fundargerð síðasta aðalfundar samþykkt.
4. Arnheiður formaður Dímonar las upp skýrslu stjórnar. Arna lagði skýrsluna fram og gaf orðið laust fyrir athugasemdir.
Engar athugasemdir bárust og var skýrsla stjórnar samþykkt.
5. Christiane Bahner gjaldkeri dreifði afriti af reikningum félagsins til fundargesta og las þá upp.
6. Spurt um greiðslur til Sundsambands Íslands og Glímuráðs. Svar að greitt er fyrir hvern skráðann iðkanda. Spurt var hvort að hver deild fyrir sig ætti að sjá um þennan kostnað en ekki stjórn félagsins. Svar að stjórn ætlar að taka þá umræðu upp á stjórnarfundi og fara yfir með deildum félagsins. Spurt um fjáröflun félagsins. Svar að þeir fjármunir sem safnaðist fyrir félagið var fengið með dósasöfnun og söfnun og sölu á plasthólkum og pappakeflum undan rúlluplasti frá bændum sveitarfélagsins. Spurt hvort hægt væri að fá meira frá Íslenskum getraunum. Svar að hægt væri að setja upp númer félagsins í Björkina, svo fólk sem tippar geti vitað um númerið og haft þá val um að styrkja félagið í leiðinni. Spurt um tækjarkaup félagsins. Svar að keyptir voru körfuboltar og ringó hringir.
Reikningar samþykktir
7. Fjárhagsáætlun Íþr.fél.Dímonar 2021
Tekjur Gjöld
Lottó HSK 900.000
Félagsgjöld 350.000
Samstarfss. við Rangárþing Eystra 4.200.000
Æfingagjöld 2.600.000
Fjáröflun 250.000
Skattur til HSK 80.000
Greiðslur vegna sérsambanda 400.000
Kostnaður vegna aðalfunds 15.000
Mótakostnaður 30.000
Akstur á mót 80.000
Kostnaður vegna heimsíðu 50.000
Kostnaður vegna bókhaldsþjónustu 180.000
Kostnaður vegna íþrótta utan deilda 150.000
Laun og launatengd gjöld 7.000.000
Ýmis útgjöld 300.000
8.300.000 8.285.000
8. Spurt um hvort að kostnaður við heimasíðu félagsins sé of hár. Svar að inní þessari upphæð séu góðar varnir sem verja heimasíðuna fyrir netárásum og verja þar með að göng félagsins sem er inná heimasíðunni glatist.
Fjárhagsáætlun samþykkt.
9. Viðurkenningar til iðkennda félagsins voru ekki veittar að þessu sinni vegna covid áhrifa.
10. Kostningar
Arnheiður Einarsdóttir bauð sig aftur fram til formanns félagsins. Inga Birna Baldursdóttir gaf ekki kost á sér aftur sem ritari félagsins og kom í hennar stað Esther Sigurpálsdóttir. Anna Runólfsdóttir fór úr varastjórn og í hennar stað kom Sigurður Kristján Jensson
Stjórn Dímonar eftir aðalfund
Formaður : Arnheiður Dögg Einarsdóttir Guðnastöðum
Gjaldkeri: Christiane Bahner Vestri-Garðsauka
Ritari: Esther Sigurpálsdóttir Krossi
Meðstjórn: Oddný Steina Valsdóttir Butra
Meðstjórn: Ólafur Elí Magnússon Króktún 9
Til vara: Magnús Ragnarsson Gilsbakki 31
Til vara: Sigurður Kristján Jensson Öldugerði 11
Til vara: Elísabet Lind Ingólfsdóttir Hvolstúni 32b
Tillaga samþykkt
11. Skoðunarmenn og varaskoðunarmenn
Skoðunarmenn : Páll Eggertsson Kirkjulæk
Ólafía B. Ásbjörnsdóttir Gilsbakka 32
Varaskoðunarmenn: Garðar Guðmundsson Hólmi
Sigurjón Sváfnisson Njálsgerði 12
Tillaga samþykkt
12. Hsk þingið hefur þegar farið fram, og var það haldið þann 29. apríl síðastliðinn og var það rafrænt að þessu sinni. Fulltrúar Dímonar voru Sigurður Kristján Jensson, Ólafur Elí Magnússon og Arnheiður Einarsdóttir
13. Rætt um aðferðir til innheimtu félagsgjalda sem eru 1500 kr og eru innheimt annað hvert ár. Tillögur voru að innheimta félagsgjaldið um leið og æfingargjöld og hafa sér merkt svo greiðendur viti að um félagsgjald sé að ræða.
Stjórn falið að ræða þetta frekar og finna góða leið til að innheimta.
14. Önnur mál
Arnheiður biður Lilju Einarsdóttur sveitarstjóra velkomna á fundinn.
Lilja ávarpar fundinn og þakkar félaginu fyrir vel unnin störf og segir að það sé hagur sveitarfélagsins og allra íbúa þess að hafa gott og öflugt íþróttastarf.
Lilja og Arnheiður undirrita síðan samstarfssamning félagssins við Rangárþing-Eystra sem gerður er til tveggja ára að þessu sinni vegna ófyrirsjáanlega áhrifa covid 19
Myndir teknar í tilefni dagsins
Arnheiður bíður fundargesti að fá sér súpu og brauð í boði félagsins.
15. Fundi slitið 12:30
Mættu 8 manns á fundinn