Stjórnarfundur 14. ágúst 2017

Stjórnarfundur aðalstjórnar Dímonar 14. ágúst 2017

Mætt eru Ásta Laufey, Kristín, Óli Elí, Eyrún, María Rósa og Arnheiður. Bóel kom síðan einnig inn á fundinn.

Rætt um samfellu. Skipulag og hugmyndir um að hafa blandaðar íþróttir í boði fyrir yngri nemendur (1.-4. bekk). Einnig rætt um mikilvægi góðs samstarfs við skólans. Áætlaður er fundur á morgun, þriðjudag 15. ágúst kl 9 með þjálfurum og íþrótta- og æskulýðfulltrúa þar sem lögð verða drög að stundatöflu. Gott væri að stjórn fundi svo aftur í þessari viku og fara yfir niðurstöður fundarins á morgun. Einnig væri æskilegt að funda með skólastjórendum.

Rætt um hvenær samfella ætti að byrja, skiptar skoðanir en fleiri á því að samfella ætti að byrja ca viku eftir skólabyrjun. Gefa nemendum tíma til að aðlagast aftur skólanum og ganga frá skráningu svo allt liggi ljóst fyrir þegar æfingar byrja. Hins vegar sé stundatafla ljós við skólasetningu og skýrt komi fram hvaða dag hún byrjar. Í framhaldi einnig rætt um mikilvægi þess að auglýsa hvenær samfella hættir fyrir jólafrí og byrjar eftir jólafrí og sömuleiðis kringum páskafrí og síðasti dagur að vori.

Rætt um að leggja til og passa uppá að allar æfingar komi fram í töflu – líka þær sem eru utan samfellu. Tafla sé sýnileg í íþróttahúsi og skóla og einnig send heim.

Rætt um reglur og umgengni í íþróttahúsi og hvað sé hægt að gera til að skýra reglur og ábyrgð allra hlutaðeigandi, iðkenda, þjálfara og starfsfólks íþróttahúss. Einnig möguleika á samstarfi við Skólaskjól þegar fjölmennir hópar úr skjóli eru í íþróttum.

Tekið var fyrir bréf frá þremur þjálfurum vegna þjálfunar í samfellu. Bréfinu svarað og boðað til fundar með þessum þjálfurum á morgun ef mögulegt er þó fyrirvari sé stuttur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 23:00

 

 

Dagsetning: 
Wednesday, March 7, 2018