Stjórnarfundur 15.apríl 2020 kl 19:30

Stjórnarfundur 15.apríl 2020 kl 19:30

Mættir eru ; Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Christiane Bahner, María Rósa Einarsdóttir og Inga Birna Baldursdóttir.

Stefnt er á að leikjanámskeiðin byrji 25.maí og verði framm að 17.júní.  Eftir þann tíma verður boðið upp á tvær vikur til viðbótar ef næg þáttaka verður.

Verðum að athuga hvort að búið verði að opna aðstöðuna í íþróttahúsinu eftir breytingar og finna stað sem hægt er að nota undir matar og kaffitíma.  Athuga með Hvolinn eða skólastofur.

Ætlum að auglýsa eftir umsjónarmönnum, gott að hafa 2-3 til að skipta tímabilinu á milli sín.

Fá það á hreint hvenær samningurinn við sveitarfélagið rennur út svo hægt sé framlengja hann.

Stjórnin gefur Ástu Laufeyju Sigurðardóttur leyfi til að vinna við og ganga frá fyrirmyndarskýrslunni fyrir félagið.

Fundi slitið 9:31

Dagsetning: 
Sunday, January 31, 2021
Deild: