Aðalfundur, 2022

 

Aðalfundur íþróttafélagsins Dímonar haldinn í Hvolnum 4. Mars 2022 

1.Fundasetning

Formaður félagsins Arnheiður Dögg Einarsdóttir setur fund og býður funda gesti velkomna.

2. Skipun fundarstjóra og fundaritara

Arnheiður stakk upp á Oddný Steinu Valsdóttur sem fundarstjóra og Esther Sigurpálsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.

3. Viðurkenning fyrirmyndarfélags 

Fundarstjóri býður Ragnhildi Skúladóttur velkomna en hún er kominn fyrir hönd ÍSÍ til að veita félaginu endurnýjun á viðurkenningu sem fyrirmyndar félag. Ragnhildur Skúladóttir þakkar fyrir og talar um hversu flott það er hjá íþróttafélaginu Dímon að hljóta þessa viðurkenningu í annað sinn. Jafnframt fer hún yfir það hversu mikilvægt er að nýta handbókina vel sem félagið er búið að leggja mikla vinnu í að útbúa og efast ekki um að við eigum eftir að gera það.  Veittir voru fánar hverri deild sem höfðu uppfyllt þau skilyrði að vera fyrirmyndardeild. 

Arnheiður dögg bað um orðið undir þessum lið þakkaði Ragnhildi kærlega fyrir og fór yfir þá vinnu sem félagið átti við gerð handbókarinnar til að hljóta þessa viðurkenningu fyrirmyndarfélags. Hún ræddi um hversu mikið ferli þetta var og hversu lærdómsríkt það hefur verið. Það hefur kennt okkur að nota bókina og verður hún nýtt enn betur. Þarna eru allar upplýsingar um félagið aðgengilegar sem er mjög gott fyrir iðkendur og foreldra. Handbókin er aðgengileg á vef Dímonar og hvatti hún alla til að nýta sér þessa bók.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar

Arnheiður les upp fundargerð síðasta aðalfundar,  Fundarstjóri leitaði eftir athugasemdum við fundargerðina. Engar athugasemdir voru gerðar og fundargerð síðasta aðalfundar samþykkt. 

5.  Skýrsla Stjórnar

Arnheiður formaður les upp skýrslu stjórnar.  Fundarstjóri lagði skýrslu stjórnar fram og gaf orðið laust. Enginn bað um orðið og var skýrsla stjórnar samþykkt.

Skýrsla stjórnar 2021

Starf Dímonar eins og annara íþróttafélaga hefur ekki farið varhluta af Covid-faraldrinum sem hefur marg sinnis orðið til þess að æfingar hafa verið felldar niður og mótahald í lágmarki. Æfingum er þó haldið úti í öllum greinum eins og hægt er og þjálfarahópurinn okkar er fjölmennur og góður. Stórir áfangar ársins 2021 voru t.d. árangur 5. flokks á Íslandsmóti í fimleikum í maí og stofnun Rafíþróttadeildar Dímonar. Deildin fékk húsnæði í Ormsvellinum og hefur unnið hörðum höndum að því að koma sér fyrir. Æfingar hófust svo í ágúst og eru mjög vinsælar og ganga vel. Einnig hefur körfuboltaæfingum verið fjölgað og nú í boðið fyrir allan aldur, 6-16 ára. Sameiginlegt lið Dímon, Garps og Heklu í 10. flokki er skráð á Íslandsmót og hefur farið í keppnisferðir meðal annars á Ísafjörð. Á haustdögum hefur verið unnið að uppfærslu handbókar til að fá áfram vottun sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og nú um áramót 2021/2022 verður Sportabler skráningarkerfi tekið í notkun í stað Nóra. Það er því þrátt fyrir allt mikill hugur í íþróttafólki í Rangárþingi eystra og mikið starf í gangi. Einnig er samfella í skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi í stöðugri þróun og mótun og tekur Dímon þar virkan þátt. Samfellan er frábær þjónusta fyrir börn og fjölskyldur þeirra, að geta stundað íþróttir og tómstundir strax að loknum skóla og þau sem eiga heima í dreifbýlinu eiga 3x í viku kost á aukaferð með skólabíl heim. Sem stendur bíður félagið upp á æfingar í: badminton, borðtennis, blaki, frjálsum, fimleikum, glímu, körfubolta, rafíþróttum og sundi, auk leikjanámskeiða á sumrin. 

Hvað starf stjórnar varðar þá höfum við fundað venju samkvæmt allt að 1x í mánuði og þar eru miklar umræður og færðar fundargerðir sem lesa má inni á dimonsport.is. Fulltrúar deilda eru alltaf boðaðir á þessa fundi og þannig fær aðalstjórnin tengingu við hverja grein. Stjórn ákvað í ágúst að prófa að ráða starfsmann í 25% starfshlutfall í hálft ár til að sinna ýmsum málum s.s. uppfærslu fyrirmyndarskýrslu, innleiðingu Sportabler, heimasíðunni og að vera tengiliður okkar inni í íþróttahúsi og víðar. Auk þess vinnur hann í að hægt verði að panta félagsbúninga og fatnað merktan félaginu í gegnum heimasíðuna okkar. Sigurður Kr Jensson hefur gengt þessu starfi frá því í byrjun október ásamt því að þjálfa körfuboltann og hefur ekki veitt af og verið mjög til bóta að hafa þarna aukinn kraft inn í starfið. Þessar vikurnar stendur svo yfir endurskoðun samfellustarfsins en Dímon vinnur ásamt KFR, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og Hvolsskóla að því að gera gott starf enn betra. Samfellan eins frábær og hún er er ansi flókin stofnun og alltaf má gera betur.

Að lokum – nú birtir af degi og smátt og smátt er vonandi að létta af okkur þeirri ógn og hömlum sem Covid veiran hefur sett á okkur síðastliðin tvö ár. Við sjáum strax aukin kraft í starfinu þar sem síðastliðnar tvær helgar hafa farið fram nokkuð stór íþróttamót hér heima í héraði í glímu og blaki þar sem Dímon náði að sjálfsögðu góðum árangri í báðum greinum. 

Handbókin okkar sem hún Ásta Laufey okkar lagði svo mikla vinnu í fyrir nokkrum árum er að koma sér mjög vel núna í að skerpa á ýmsum þáttum í starfi félagsins og það hefur verið lærdómsríkt að vinna að uppfærslu hennar. 

Í heildina hefur starf mitt fyrir Dímon einnig verið mikið lærdómsferli og mér þykir svo mikið vænna um félagið og kann svo sannarlega svo miklu betur að meta allt það góða starf sem þar fer fram,  alla mikilvægu þjálfarana okkar og iðkendur innan félagsins. Það þarf marga til en þegar allir leggjast á eitt fáum við líka mjög svo mikilvægt, heilbrigt og farsælt uppbyggingastarf fyrir börnin okkar og ef til vill eftir því sem áhugi er fyrir einnig fyrir okkur fullorðna fólkið – hlutirnir gerast bara aldrei af sjálfu sér og því er svo mikilvægt að fólk gefi kost á sér til starfa fyrir félagið og einnig að það sé regluleg endurnýjun svo ferskir vindar og góðar hugmyndir fái að njóta sín.

Að þessu sögðu þakka ég fyrir mig og óska félaginu alls velfarnaðar í framtíðinni þar sem ég mun ekki gefa kost á mér áfram til stjórnarstarfa.

6. Reikningar félagsins lagðir fram

Christiane Bahner gjaldkeri fór yfir skoðaða reikninga félagsins og einstakra deilda á liðnu ári. 

Gjaldkeri gaf orðið laust.

Spurt var hvort leikjanámskeiðin sem Dímon heldur skili tekjum, gjaldkeri sagði að hingað til hefði hún ekki haldið því sem snýr að námskeiðunum sér í reikningum félagsins, heldur fellur þetta undir aðrar æfingatekjur og annan launakostnað, en það væri eitthvað sem hún hugðist gera.

Fundarstjóri leitaði eftir athugasemdum við reikninga félagsins sem engar voru og bar þá fundastjóri reikninga félagsins upp til samþykktar, reikningar samþykktir. 

7. Fjárhagsáætlun næsta árs 

Gjaldkeri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár en hún er eftirfarand

Fjárhagsáætlun Íþr.fél.Dímonar 2022

 

 

 

Tekjur

Gjöld

Lottó HSK

1,000,000

 

Félagsgjöld

400,000

 

Samstarfss. við Rangárþing Eystra

4,300,000

 

Æfingagjöld

5,000,000

 

Fjáröflun

250,000

 

Kostnaður HSK

 

50,000

Greiðslur vegna sérsambanda

 

200,000

Kostnaður vegna aðalfunds

 

20,000

Mótakostnaður 

 

30,000

Akstur á mót 

 

80,000

Auglýsingakostnaður

 

80,000

Kostnaður vegna bókhaldsþjónustu

 

200,000

Kostnaður vegna íþrótta utan deilda

 

150,000

Laun og launatengd gjöld

 

10,000,000

Ýmis útgjöld

 

150,000

 

10,950,000

10,960,000

 

 

 

Hvolsvelli 14.02.2022

 

 

Christiane L. Bahner

 

 

Gjaldkeri Aðalstjórnar Íþr.fél.Dímonar

 

 

 

fundarstjóri gefur orðið laust 

Spurt var útí launakostnað, afhverju hann myndi lækka, gjaldkeri taldi að launa kostnaður myndi lækka þar sem félagið yrði ekki með starfsmann fyrir félagið á launum

Spurt var hvort það væru einhver viðmið um fjölda nemenda á æfingum. Gjaldkeri talaði um að það yrði að meta hverju sinni og gott væri að sameina æfingar ef hægt væri.

Spurt var hvort ekki þyrfti að hækka laun þjálfara og þá á móti að hækka æfingagjöld, ætti að vera auðveldara að fá þjálfara. Arna fer yfir að þetta hafi oft verið rætt á fundum stjórnar og hefur alltaf endað þannig að það sé ekki vilji til að hækka æfingagjöldin til að hindra ekki að iðkendur geti æft með félaginu

Fundarstjóri ber fjárhagsáætlun upp til samþykktar, fjárhagsáætlun samþykkt.

8. Árgjöld 

Fundarstjóri kynnir tillögu stjórnar að óbreyttu félagsgjaldi 1500 kr á ári og verði innheimt á 2 ára fresti. Orðið gefið laust engar athugasemdir. Tillagan borin upp til samþykktar, tillagan samþykkt.

9. Verðlaunaafhending 

Fundarstjóri útskýrir að ekki sé verðlaunaafhending núna þar sem ekki hafi tekist að halda úti íþróttastarfi sem skyldi síðasta ár vegna Covid.

10.Stjórnarkjör 

Kjör formanns: Arna formaður fær orðið og segir frá þvi að hún sé að hætta en hafi fundið mann í sinn stað hann Sigurð Kr Jensson, hann gefur kost á sér til formanns, hann er varamaður í stjórn og var starfsmaður félagsins um tíma og þekkjir því orðið vel til starfsins.

Fundarstjóri leitar eftir öðru framboði, engin framboð, Sigurður Kr Jensson kjörinn formaður með lófaklappi.

Kjör stjórnar: Fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar að stjórn Dímonar

Esther Sigurpálsdóttir ritari og varaformaður 

Christiane L. Bahner gjaldkeri

Ólafur Elí Magnússon meðstjórnandi

Oddný Steina Valdóttir meðstjórnandi

Fundarstjóri leitar eftir öðrum framboðum, engin framboð, stjórn kjörinn með lófaklappi 

Kjör varamanna: Fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar af varamönnum 

Ragnar Jóhannsson

Og svo sem fulltrúar unga fólksins

Veigar Páll Karelsson og Tumi Snær Tómasson

Fundarstjóri leitar eftir öðrum framboðum, engin framboð, tillaga samþykkt með lófaklappi.

11. Kjör tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara

Fundarstjóri fer yfir tillögu stjórnar 

Páll Eggertsson og Ólafía B. Ásbjörnsdóttir  sem skoðunarmenn 

Garðar Guðmundsson og Sigurjón Sváfnisson sem varamenn

Tllaga samþykkt með lófaklappi

12.Kjör fulltrúa á HSK þing 

100 þing HSK sem haldið er en Dímon sendir þrjá fulltrúa fyrir sig á þingið sem haldið verðu núna í Þingborg. Fundarstjóri óskar eftir framboði, engin framboð. Ákveðið var að stjórn félagsins taki þetta fyrir á fundi og finni fulltrúa 

 13.Lagabreytingar

Engar Lagabreytingar

14.Önnur mál

Lilja Einarsdótti sveitarstjóri bað um orðið. Hún óskar stjórn til hamingju með kjörið og þakkar fyrir vel unnin störf. Óskar félaginu til hamingju með fyrimyndarfélags viðurkenninguna. Gleðst yfir að stofnuð hafi verið ný deild og fagnar fjölbreyttu íþóttastarfi. Ræðir um mikilvægi góðs samstarf og hvað gott íþróttastarf skiptir miklu máli fyrir samfélagið. Bíður félaginu í lokin að skoða það hvort félagið vilji koma að því að halda hátíðir fyrir sveitafélagið eins og td. 17 júní og fá þá greitt fyrir.

Fundarstjóri segir frá að stofnuð hafi verið ný deild í ár körfuboltadeild sem þarf samþykkji aðalfundar til að verða virk. Fundarstjóri leitar eftir athugasemdum við stofnun körfuboltadeildra sem engar voru, stofnun körfuboltadeildar samþykkt með lófaklappi.

Sigurður biður um orðið og fer yfir stofnun foreldraráðs en samkvæmt handbókinni á það að vera starfrækt. Umræður um stofnun ráðsins var nokkur og fundarmönnum þótti það góð hugmynd. Tillaga lögð fram til samþykktar að í hverri deild sé skipað eitt foreldri sem er í foreldraráði. Tillagan samþykkt samhljóða. 

Spurt var hvort eldri nemendur geti stundað íþróttir á vegum Dímons, umræða var þónokkur og þótti góð hugmynd og þyrfti bara að útfæra hvort það yrði þá sér deild eða hvort hægt sé að samnýta einhverjar greinar með yngri iðkendum. 

Fundarstjóri þakkar fyrir fund og þakkar Arnheiði Dögg sérstaklega fyrir vel unnin störf 

Fundi slitið 17.20

14 fundargestir sátu fundinn

 

Dagsetning: 
Friday, March 4, 2022